Spássían - 2010, Síða 9

Spássían - 2010, Síða 9
9 Sagan er sett upp á nokkuð hefðbundinn hátt sem ráðgáta þar sem upplýsingar raðast smám saman upp í heildstæða örlagasögu. Lesandann er yfirleitt farið að gruna hvernig landið liggur rétt áður en hulunni er svipt af staðreyndum. Fyrir vikið kemur ekkert beinlínis á óvart. Aðalpersónan líkir sögu sinni reyndar á einum stað við reyfara: „Mér fannst ég vera persóna í einni af gömlu örlagasögunum sem ég las með áfergju sem unglingur með allar þær klisjur sem þar tíðkuðust: skatthol, bréf, fátækrahæli.“ (132) Þetta er ágætis lýsing á því sem mætir lesanda Hlustarans hvað söguflækjur og lausnir varðar. Meginþræðir sögufléttunnar minna á gamlar stórskáldsögur og það er varla að bók sem ekki nær 200 blaðsíðum valdi að vinna á fullnægjandi hátt úr slíkum flækjum. Hægt hefði verið að vinna frekar úr mörgum viðfangsefnum sem snert er við og einfalda önnur. Höfundurinn er sér þó greinilega meðvitaður um þá hefð sem bókin sækir í, klisjurnar sem henni fylgja og þá staðreynd að höfundur og lesandi þurfa að spila með til að margir þræðir nái að ganga upp í lok svo stuttrar bókar. „Eitt leiddi af öðru en þá áttaði ég mig ekki á samhenginu“, segir sögumaður og vísar svo í kenningu um orkustöðvar, segulsvið jarðar og að ekkert sé tilviljun háð (132-133). Svo sögufléttan gangi upp þurfa sögumaður og lesandi að gangast örlagahyggju á vald, trúa því lögmáli að allt sem eigi saman í náttúrunni rati saman á ný hafi það á annað borð orðið viðskila (83). Lýsingar á gamaldags húsakosti og húsbúnaði eru fyrirferðarmiklar og hjálpa til við að skapa umgjörð fyrir sögu sem teygir sig langt aftur í tímann, auk þess að gefa tilfinningu fyrir hverfulleika mannlegra örlaga. Það er þó fyrst og fremst náttúran sjálf, hin sérstæða og afskekkta Melrakkaslétta, sem, í anda gamalla skáldsagna, kallast á við eiginleika sögupersóna og undirstrikar andrúmsloft sögunnar. Melrakkasléttan er viðeigandi og frjótt sögusvið sem höfundur vinnur vel úr og hefði jafnvel getað nýtt sér enn betur. Örlagasögur Höfundurinn, Panos Karnezis, spilar, eins og Ingibjörg Hjartardóttir, úr kunnuglegum stefum með þeim hætti að sannleikurinn kemur smám saman í ljós. Lesandinn er þá yfirleitt sjálfur búinn að draga réttar ályktanir, þannig að sagan púslast saman á sannfærandi en ekki beinlínis óvæntan hátt. Áherslan á sögu- fléttuna sjálfa er þó minni en í Hlustaranum, en hún er þeim mun meiri á sögusviðið. Eins og í Hlustaranum reyna sumar sögu- persónur í Klaustrinu að loka sig frá skelfilegu umróti mannlegs samfélags, í nokkurs konar öruggri einangrun. Þessi einangrun verður þó á endanum aðeins til þess að undirstrika að mannlegt eðli brýst alltaf fram. Svo fer að umhverfið ýtir undir sviptivindana í barmi persóna fremur en draga úr þeim. Að auki verður hálfhrunið klaustrið táknmynd fyrir hverfulleika alls þess sem maðurinn tekur sér fyrir hendur. Sagan lýsir því hvernig mannlegur breyskleiki breytir friðsælum stað smátt og smátt í vettvang átaka og jafnvel grimmdar. Inn í söguna fléttast alls kyns tilbrigði klausturlífsins. Við kynnumst því hvernig hin daglega rútína ýtir undir meinlætahvatir og hvernig trúarhefð sem byggir á lestri tákna gefur oftúlkunum og ofskynjunum byr undir báða vængi. Höfundur tekur þó ekki neikvæða afstöðu til klausturlífsins. Líkt og aðrir þættir mannlífsins er klaustrið vettvangur hamingju jafnt sem þjáninga, enda er þetta saga af mannlegu eðli sem aldrei verður umflúið. Klaustrið kemur út í þýðingu Árna Óskarssonar. Hófstilltur stíllinn og vandað málið passar vel þessari sögu, sem einkennist, líkt og klaustrið sjálft, af hæglátu yfirborði en þungri undiröldu. Í Hlustaranum eftir Ingibjörgu Hjartardóttur sækir fólk sem er hrjóstrugt á sálinni og vindbarið af örlögunum í hrjóstrugan og veðurbarinn melinn við Nyrstatanga á Melrakkasléttu. Á staðnum þar sem Norðurheimskauts- baugurinn snertir landið finnur það eins konar griðastað. Í skáldsögunni Klaustrinu er umhverfið einnig í lykilhlutverki. Einangrað, kaþólskt klaustur í spænsku fjalllendi er griðastaður fyrir þjáðar sálir – að minnsta kosti til að byrja með. Auður Aðalsteinsdóttir bækur

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.