Spássían - 2010, Síða 16
16
Í ágúst verður haldin leiklistarhátíð á Akureyri.
Hátíðin er haldin á vegum North European
Amateur Theatre Alliance (NEATA) en
aðilar að því eru samtök áhugaleikfélaga á
Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum.
Sambærilegar hátíðir hafa verið haldnar
annað hvert ár frá stofnun samtakanna
árið 1998 og hafa valdið straumhvörfum
í leiklistarsamstarfi á milli þessara þjóða.
Hátíðin á Akureyri er haldin undir yfirskriftinni
„Af hjartans lyst“ eða Art of the Heart og
verður haldin í Hofi, hinu nýja menningarhúsi
Akureyringa, 10. - 15. ágúst. Á hátíðinni verða að
þessu sinni ellefu leiksýningar, þrjár íslenskar
og sýningar frá aðildarlöndum NEATA auk
gestasýninga frá Rúmeníu og Frakklandi.
Gagnrýnifundir þar sem þátttakendum gefst
kostur á að ræða sýningarnar verða haldnir
daglega. Umræðurnar leiða gagnrýnendur
hátíðarinnar, Þorgeir Tryggvason, fyrrverandi
leikhúsgagnrýnandi Morgunblaðsins, og
Danute Vaigauskaite, doktor í leikhúsfræðum
og sviðstjóri leiklistardeildar í listaháskóla-
num í Klaipeida í Litháen, auk þess sem
gestagagnrýnandi verður á hverjum fundi.
Einnig verða leiksmiðjur starfrækar á hátíðinni
undir stjórn Ágústu Skúladóttur og Rúnars
Guðbrandssonar sem einnig stýrir atriði við
opnunarathöfn. Bernd Ogrodnik mun einnig
halda fyrirlestur um brúðuleikhús.
Alþjóðatunga leikhússins
Sýningar hátíða NEATA eru alla jafna fluttar
á upprunatungumálum, hvorki textaðar né
þýddar. Hins vegar er ítarlegum útdráttum
dreift fyrir sýningar. Eitt af því sem reynslan
af þessum hátíðum hefur leitt í ljós er að
leiksýningar á framandi tungumáli skiljast betur
en ætla mætti. Tjáningin skilar sér. Sjónrænir
þættir sýninganna skipta meira máli en ella
og öll skynjun á listform, sem alla jafna er (að
minnsta kosti að hluta) textamiðuð, verður að
miklu meira leyti sjónræn og hljóðræn. Listræn
hönnun sýninganna fær aukið vægi. Þó er alls
ekki átt við að leikmynd og hljóðmynd þurfi að
útskýra efni sýningarinnar og/eða styðja við
framvindu meira en gengur og gerist í leikhúsi
heldur eykst vægi hefbundinnar sjónrænnar
og hljóðrænnar hönnunar í viðtökum áhorf-
andans sem ekki skilur tungumálið. Enda hafa
sýningarnar alla jafna upphaflega verið settar
upp til sýninga í þeirra heimalandi, en eru alls
ekki sérhannaðar fyrir leiklistarhátíðir að öðru
leyti en því að sumar eru styttar til að standast
tímatakmarkanir sem stundum eru settar.
Einnig má margt skilja af hrynjandi og áferð
tungumálsins þó áhorfandi skilji ekki textann
sjálfan. Hljómfegurð tungumálanna nýtur sín
ennfremur mjög vel við þær aðstæður. Það
er einnig áhugavert að sjá að góður leikur og
vönduð leikhúsvinna skilar sér alltaf, óháð
tungumáli.
Vaxtarbroddar
Þau tækifæri sem NEATA-hátíðirnar hafa
skapað svo hægt sé að upplifa sýnishorn af
grasrót leikhúss annarra landa, ræða þau
og taka þátt í fjölbreyttum leiksmiðjum og
námskeiðum hjá fagmönnum í ýmiss konar
leikhúsvinnu, hefur skilað sér í nýrri sýn á
vinnuaðferðir og hönnun. Ekki er fjarri lagi að
tala um byltingu í sjón- og hljóðrænni hönnun
þegar litið er á sýningar þeirra íslensku leikhópa
sem mest hafa sótt sambærilegar hátíðir og
gjarnan tekið þátt í öðru alþjóðlegu samstarfi í
framhaldinu. Oftar en ekki hafa þeim íslensku
leikhópum sem sótt hafa hátíðina borist boð
á aðrar hátíðir í kjölfar sýninganna og hafa
meðlimir leikhópanna þannig fengið tækifæri
til að sjá enn fjölbreyttara starf en gerist á
hátíðum NEATA, til dæmis á alþjóðlegum
leiklistarhátíðum alþjóðlegra samtaka áhuga-
leikhús, IATA (International Amateur Theatre
Association).
Sýningar á hátíðunum hafa spannað vítt
svið gegnum tíðina. Allt frá uppsetningum
á þekktum verkum kanónunnar yfir í
sagnaleikhús, spunaleikhús, götuleikhús og
tilraunastarfsemi af ýmsu tagi. Á síðustu hátíð,
í Riga í Lettlandi árið 2008, var til dæmis
bæði að finna sænska uppsetningu á Fröken
Júlíu Strindbergs og færeyska uppsetningu á
Óþelló Shakespeares, mörg frumsamin verk og
leikgerð á smásögu, götuleikhús og uppistand.
Í öllum tilvikum gefa verkin þó innsýn í
nýsköpun og grasrótarstarf sem verið er að
vinna í áhugaleikhúsi í aðildarlöndum sam-
bandsins og víðar.
Listræn gæði einstakra sýninga sem komið
hafa á hátíðirnar hafa verið umdeild. Þetta
heyrir þó til undantekninga. Valnefndir flestra
aðildarþjóðanna leitast jafnan við að láta sín
framlög til hátíðanna endurspegla það besta
og áhugaverðasta sem hefur verið á fjölunum
innan áhugaleikhúshreyfingar landsins. Í
gegnum sögu hátíðanna hefur þó alla jafna
verið ánægjulegast að sjá sýnishorn af vinnu
leikhópanna frá löndunum við Eystrasalt.
Sýningar sem Eistar, Lettar og Litháar hafa
sent á hátíðirnar hafa yfirleitt verið mjög
AF HJARTANS LYST
Alþjóðleg leiklistarhátíð á Íslandi
Úr dansleikgerð litháíska leikhópsins Aglija á sögunni um
Rauðhettu á hátíðinni í Eistlandi 2004.
Memento Mori, samstarfsverkefni Hugleiks og Leikfélags
Kópavogs var framlag Íslands til hátíðarinnar í Færeyjum, 2006.
Gestasýning frá rússneska leikhópnum Klinika vakti mikla athygli
í Västerås 2002.
Úr sýningunni Undir Hamrinum sem sýnd var á leiklistarhátíð
NEATA í Viljandi árið 2004.