Spássían - 2010, Side 17
17
Úr sýningu Theatre Atelier frá Eistlandi í Þórshöfn, 2006.
fagmannlega unnar. Einnig hafa sýningar frá
þessum löndum verið fjölbreyttar að efnisvali
sem úrvinnslu. Fagmennskan hefur verið í
fyrirrúmi á öllum póstum, og leiklist, tónlist,
sjónrænni hönnun og dansi gjarnan blandað
saman á nýstárlegan og spennandi hátt. Sá
metnaður og eldmóður sem einkennir jafnan
sýningar Baltanna hefur óhjákvæmilega
smitað út frá sér til annarra leikhópa sem sótt
hafa hátíðirnar.
Það hefur tíðkast að bjóða til hátíðarinnar
gestasýningum frá hinum svæðasambönd-
unum í Evrópu, CEC (Central European
Committee) og CIFTA (Conseil International
des Fédérations de Théâtre Amateur de
Culture Latine) en undanfarnar tvær hátíðir
hafa gestasýningar ekki séð sér fært að koma.
Það sætir því nokkrum tíðindum að á hátíð-
inni á Akureyri skuli verða sýningar frá báðum
samböndunum, rúmenska stúdentaleikhúsið
frá Ludic fyrir hönd CEC og Leikhópurinn
L´asse du Coin frá Frakklandi sem gestur frá
CIFTA.
Það fjölmarga íslenska leikhúsfólk sem hefur
sótt þessar hátíðir hefur orðið fyrir miklum
áhrifum af að upplifa þessi sýnishorn af því
besta af leikhúsvinnu aðildarþjóða NEATA.
Hátíðirnar hafa orðið mörgum innblástur og
orðið til þess að leikhópar setja markið hærra
hvað varðar fagmennsku og fjölbreytni í
efnisvali og hvers konar leikhúsvinnu. Það er
því mikið fagnaðarefni að fá þessa hátíð hingað
til lands og ástæða til að hvetja áhugafólk um
leikhús til að láta hana ekki framhjá sér fara.
Dagskrá hátíðarinnar Af hjartans
lyst á Akureyri, 10. - 15. ágúst 2010
Þriðjudagur 10. ágúst
kl. 20.00
Leikfélag Kópavogs sýnir verkið Umbúðalaust
eftir Vigdísi Jakobsdóttur og leikhópinn í leikstjórn
Vigdísar.
Miðvikudagur 11. ágúst
kl. 14.00
Leikhópurinn Te-Nord frá Noregi sýnir Shabbana.
Söng- og danssýning um stúlkuna Shabbana
sem býr ásamt pakistanskri fjölskyldu sinni í Osló.
Höfundur er Sonia Mona Din og leikstjóri Mara
Acantalicio.
kl. 15.00
Druskininkai-leikhúsið frá Litháen sýnir A ´la
musicale. Sýningin byggir á verki J. Erlickas, „Afmæli
Kólumbusar“. Leikstjóri er Asta Žiurinskienė.
kl. 17.00
Stúdentaleikhús Ludic frá Rúmeníu sýnir Poem
Irlandez pentru vioara si suflet eða Írskt ljóð fyrir fiðlu
og sál eftir John Kendrick. Leikstjóri er Aurel Luca.
kl. 20.00
Teater Nea frá Svíþjóð sýnir Gränskontroll. Verkið er
tilraunaverkefni með samspili sviðsleiks og myndar
sem sýnd er á tjaldi, samið af leikhópnum og leik-
stjóri er Erik Nihlgård.
Fimmtudagur 12. ágúst
kl. 14.00
Leikhópurinn L´asse du Coin frá Frakklandi sýnir
Laveurs de Cerveaux eða Heilaþvottamenn. Leik-
stjóri er Gilles Grazilly og höfundur Matei Visniec.
kl. 16.00
Leikfélag Selfoss sýnir Birtíng eftir Voltaire í leik-
gerð Hilmars Jónssonar. Leikstjóri er Ólafur Jens
Sigurðsson.
kl. 20.00
Unglingaleikhópurinn Floppi frá Finnlandi sýnir
verkið Louhi ja kultanainen eða Louhi og gullna
stúlkan. Verkið byggir á Kalevala sagnabálkinum í
leikgerð Pirkko Kurikka. Leikstjóri er Tuire Hindikka.
kl. 21.00
Leikhópurinn Auseklis Limbazi frá Lettlandi sýnir
verkið After Magritte eftir Tom Stoppard. Leikstjóri er
Didzis Jonovs.
Föstudagur 13. ágúst
kl. 14.00
Danski götulistahópurinn Dunkelfolket sýnir gö-
tuleiksýninguna Dunkel Parade í göngugötunni.
Verkið er eftir Larry Hunt, Katrine Faber, Kirsten Gitz
og leikhópinn og er í leikstjórn Katrine Faber.
kl. 16.00
Leikhópurinn Royndin frá Færeyjum sýnir verkið
Havgird. Verkið er eftir leikhópinn og leikstjóri er
Ágústa Skúladóttir.
kl. 20.00
Freyvangsleikhúsið sýnir verkið Vínland eftir Helga
Þórsson. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.
Nánari upplýsingar er að finna á Leiklistarvefnum
leiklist.is.
Ókeypis verður inn á allar sýningar
hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir.
Sýningin Umbúðalaust frá Leikfélagi Kópavogs verður opnunarsýning Art of the Heart, leiklistarhátíðar NEATA á Akureyri í ágúst
Leiklistarhátíð NEATA
1998 – NEATA stofnað á leiklistarhátíð NAR (Nordisk Ama-
teureaterraad) í Harstad í Noregi í byrjun ágúst. Sýningar
frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Rússlandi auk allra ríkja
Norðurlandanna utan Færeyja. Hátíðn heppnaðist einstak-
lega vel og ákveðið var að halda sambærilega hátíð í einh-
verju aðildarlandanna á tveggja ára fresti framvegis. Framlag
Íslands var sýning Hugleiks Sálir Jónanna ganga aftur í
leikstjórn Viðars Eggertssonar. Sýningunni var í framhaldinu
boðið að sýna á listahátíð í Trakai í Litháen sumarið 1999 og
á landsfundi Meginfélags áhugaleikara Föroyja, sama ár.
2000 – Fyrsta leiklistarhátíð NEATA haldin í Litháen með
þátttöku allra aðildarlandanna utan Færeyja auk gestasýn-
inga frá Rússlandi, Hvíta Rússlandi og Póllandi. Framlag Ís-
lands var óperuþykknið Bíbí og Blakan frá Hugleik í leikstjórn
leikhópsins. Sýningunni var í framhaldinu boðið að sýna á
fjölda hátíða í Evrópu.
2002 – Önnur NEATA-hátíðin haldin í Västerås í Svíþjóð
með þátttöku aðildarlanda NEATA auk gestasýninga
frá Makedóníu, Hvíta Rússlandi og Rússlandi. Framlag
Íslands var sýningin Grimms frá Leikfélagi Kópavogs.
Leikstjóri var Ágústa Skúladóttir. Sýningin var einnig valin
áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu
leikárið 2001–2002.
2004 – Leiklistarhátíð NEATA haldin í þriðja sinn, í bænum
Viljandi í Eistlandi. Sýningar voru frá öllum aðildarlönd-
unum auk gestasýningar frá Belgíu. Framlag Íslands var
Undir Hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur, frá Hugleik. Sýningin fór einnig á alþjóðlega
leiklistarhátíð IATA í Mónakó sumarið 2005 og tvær
leiklistarhátíðir í Rússlandi sumarið 2006.
2006 – Fjórða leiklistarhátíð NEATA haldin í Þórshöfn í
Færeyjum með þátttöku allra aðildarlandanna. Framlag Ís-
lands var sýningin Memento Mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur í
leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Sýningin var samstarfsverkefni
leikfélagsins Hugleiks og Leikfélags Kópavogs. Sýningin fór
einnig á alþjóðlega leiklistarhátíð IATA í Kóreu sumarið 2007.
2008 – Fimmta leiklistarhátíð NEATA var haldin í Riga í
Lettlandi með þátttöku allra aðildarlandanna. Framlag Íslands
var leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur, samstarfsverkefni Leikfélags Kópavogs
og Hugleiks.
2010 – Bandalag íslenskra leikfélaga heldur 6. leiklistathátíð
NEATA í Hofi, nýju menningarhúsi Akureyringa. Þátttökusýn-
ingar verða frá öllum aðildarlöndunum utan Eistlands auk
gestasýninga frá Rúmeníu og Frakklandi. Þrjár íslenskar
sýningar verða á hátíðinni, Vínland eftir Helga Þórsson frá
Freyvangsleikhúsinu í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar
(sýningin var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
af Þjóðleikhúsinu 2009), Birtingur frá Leikfélagi Selfoss
í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og opnunarsýningin
verður verkið Umbúðalaust í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur
frá Leikfélagi Kópavogs.
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
leiklist