Spássían - 2010, Qupperneq 18
Nú í sumar kemur loksins nýr diskur með hinni
vinsælu hljómsveit Scissor Sisters. Hann kallast
Night Work og kom á markað 28. júní. Þetta
er þriðja platan sem hljómsveitin gefur út en
nokkuð er síðan önnur plata Scissor Sisters,
Tah-Dah, kom út, og hafa aðdáendur beðið í
eftirvæntingu frá árinu 2006. Í millitíðinni hafa
orðið mannabreytingar, trommarinn Paddy
Boom yfirgaf sveitina á síðasta ári og við tók
Randy Neal, og heilli plötu var hent á haugana.
Eftir útkomu Tah-Dah hafði hljómsveitin strax
hafist handa við að semja nýtt efni en eftir eins
og hálfs árs vinnu hætti hún við. Í viðtali við BBC
News lýsir Jake Shears þeirri pressu sem var á
bandinu:
„Ég vissi að þessi plata væri mjög mikilvæg,
hún varð að vera frábær. Ef hún væri ekki frábær,
ef hún væri ekki eitthvað sem við gætum stutt af
heilindum og trúað á, hugsa ég að hljómsveitin
liði undir lok. Hefðum við gefið eitthvað út sem
væri lélegt væri þetta búið spil hjá Scissor Sisters.
Við enduðum á undarlegum stað eftir útgáfu
síðustu plötu og mér fannst ég geldur og kynlaus.
Mér fannst hljómsveitin hafa þynnst út undir
lok síðustu herferðarinnar og það var mér mjög
mikilvægt að koma kynþokkanum aftur að.“1
Lausnina fann hann í því að stinga af til
Þýskalands í nokkra mánuði. Hann virðist hafa
komið endurnærður til baka því hin nýja plata
Night Work var sett saman á talsvert styttri
tíma og með öðrum áherslum. Night Work er
undir sterkum diskó/nýaldar/rafrokk áhrifum.
Erfitt er að greina eina stefnu frá annarri því
öllu er blandað í pott og hrært vel svo úr verður
hljómur sem tilheyrir óumdeilanlega aðeins
Scissor Sisters. Lagið „Invisible Light“ sker sig þó
nokkuð úr og sækir grimmt í Innrásina frá Mars
eftir Jeff Wayne en með öðrum áherslum þó þar
sem Ian McKellan flytur dramatíska einræðu um
skylmingaþræla og partýfólk sem sogast inn í
kynorkuhlaðið ljós svallveislunnar.
Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 af
söngvaranum Jake Shears og gítar- og bassa-
leikaranum Babydaddy. Fljótlega bættust
Ana Matronic og Del Marquis við bandið en
trommuleikarann, Paddy Boom, fundu þau í
gegnum auglýsingu. Nafnið á hljómsveitinni vísar
í kynlífsstellingu tveggja kvenna sem kölluð er
træbadismi. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja
til dansklúbbamenningar New York borgar –
sérstaklega innan hýra geirans – og gætir slíkra
áhrifa í þeim plötum sem hljómsveitin hefur sent
frá sér hingað til.
Árið 2004 kom út plata sem bar nafn hljóm-
sveitarinnar, Scissor Sisters. Hljómsveitin vakti
fyrst athygli á sér með dansútgáfu af Pink
Floyd þunglyndisslagaranum „Comfortably
Numb“ og fylgdi honum fljótt eftir með lögum
á borð við „Take your mama out“, „Laura“ og
„Mary.“ En góðar viðtökur plötunnar voru nær
eingöngu bundnar við í Evrópu og Ástralíu.
Bandaríkin voru, og eru enn, treg við að hampa
sínum heimamönnum. Enda er hljómsveitin
greinilega ekki á leiðinni að aðlagast íhaldssamri
útvarpsstefnu Bandaríkjamarkaðar.
1http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/8665388.stm
Sc
is
so
r
S
is
t
er
s
Ásta Gísladóttir
Þjóhnappar dansarans Peter Reed prýða
umslag nýjustu plötunnar, Night Work. Myndin
var tekin á níunda áratugnum og er eftir hinn
fræga ljósmyndar Robert Mapplethorpe.
Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2004. Fyrsta smáskífan nefnist Fire with fire og ber
kynþokkafullri stefnu hljómsveitarinnar vitni.