Spássían - 2010, Side 19

Spássían - 2010, Side 19
19 Meðlimir Scissor Sisters hafa verið duglegir að vinna með öðrum listamönnum og áhrifa þeirra gætir víða: The B-52’s voru óneitanlega frumkvöðlar í hamingjusama diskópönkinu sem braut allar reglur og augljósar fyrirmyndir Scissor Sisters. Árið 2008 vaknaði sveitin úr 16 ára dvala og gaf út plötuna Funplex. Í kjölfarið gerðu Scissor Sisters remix útgáfu af einu lagi þeirra. Adam Lambert hefur sótt í sama brunn og Scissor Sisters og er tónlist hans undir miklum áhrifum frá rokki áttunda og níunda áratugarins í bland við nútíma rafhljóm. Ólíkt þeim hefur honum tekist að brjótast inn á hinn gagnkynhneigða Bandaríkjamarkað með dyggri aðstoð American Idol maskínunnar. Ef marka má twitter samræður milli hans og Jake Shear er framtíðarsamstarf ekki útilokað. Lady Gaga virðist leita fanga víða í sköpun sinni, ekki síst frá Madonnu. Hún segir Scissor Sisters einnig mikla áhrifavalda því heil hugsun sé að baki hljómleikum þeirra, ekki bara hvað tónlistina varðar heldur líka útlit. Það sem hún, Jake Shears og Adam Lambert eiga hvað mest sameiginlegt er að allt glysið, fjörið og látalætin eru framreidd af mikilli fagmennsku og studd af öflugri og þjálfaðri rödd. Jake Shears og Babydaddy skrifuðu og stjórnuðu upptökum á smellinum „I Believe in You“ sem ástralska poppstjarnan Kylie Minogue gaf út á plötu sinni árið 2004. tónlist

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.