Spássían - 2010, Blaðsíða 21
21
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
beinir kastljósinu mest að börnum í
fátækrahverfum og pólitíkinni (þar eru
t.a.m. borgarstjórakosningar) og í þeirri
fimmtu, sem er verið að sýna á Stöð 2, er
tekið á fjölmiðlum og þeirra þætti í öllu
saman. Vissulega áhugavert að fá þann
vinkil á þeirri sjónvarpsstöð, einmitt núna.
The Wire eru karlaþættir. Kvenpersónur
í þáttunum hafa þurft að laga sig að
karlaveldinu í valdakerfi Baltimore, hvort
sem þær starfa innan stjórnkerfis, lögreglu
eða glæpagengja, og finna sér tilgang
innan þess. En testósterónið ræður ríkjum
og stjórnar þessu samfélagi í smáu og
stóru. Útkoman er viðbjóður og vitleysa.
Í þáttunum má einnig sjá dæmi um
hvernig spillingin virkar. Hvað það er
sem skiptir stjórnmálamenn mestu
máli. Vísbending: Það er ekki velferð
almennings. Þættirnir sýna hvernig kerfið
vinnur í rauninni með glæpaforingjum
og hversu vel þeir kunna að spila á það.
Hvernig pólitíkin getur farið illa með mál
sem eru inni á borði rannsóknarteymisins.
Hvað gerist þegar farið er að sauma að
valdamiklum mönnum. Hvernig tilgang-
urinn helgar ýmsar aðferðir valdamanna
sem hafa (sumir) talið sér trú um að
hugsjónir þeirra séu góðar og göfugar.
The Wire er raunsönn birtingarmynd
á dekkstu hliðum borgar sem hefur átt
við langvarandi atvinnuleysi, mikið
misrétti og veikt stjórnskipulag að stríða.
Tengingin er einnig sterk við valdakerfið á
Íslandi í dag og þá umfangsmiklu rannsókn
sem nú stendur yfir á aðdraganda hruns
fjármálakerfisins. Fljótt á litið virðist
veruleiki þáttanna ólíkur Reykjavíkurborg
í dag en hliðstæðurnar eru samt of margar
til að framhjá þeim verði litið. Fyrir þá sem
halda um stjórnartaumana í Reykjavík er
The Wire skylduáhorf.
Margir tóku yfirlýsingu Jóns Gnarr
sem minnst var á í byrjun sem einhverju
flippi. En líklega var krafan um að
samstarfsmenn í borgarstjórn hefðu séð
The Wire eitt það rökréttasta sem fram
kom í kosningabaráttu Besta flokksins.
Lögreglumennirnir Jimmy McNulty
og „Bunk“ Moreland á vettvangi
Omar Little. Ein áhugaverðasta persóna þáttanna
Baltimore
Vesturhluti Baltimore