Spássían - 2010, Side 38

Spássían - 2010, Side 38
 38 Þær fregnir bárust í vor að hljóm- sveitin Kolrassa Krókríðandi hyggði á endurkomu í sumar á rokkhátíðinni Eistnaflugi eftir nær 10 ára þögn. Af því tilefni er tilvalið að rifja aðeins upp sögu hljómsveitarinnar með Sigrúnu Eiríksdóttur og Ester „Bíbí“ Ásgeirsdóttur. Hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi var stofnuð árið 1991 í Keflavík af Ester Bíbí, Sigrúnu, Elísu Geirsdóttur og Birgittu Vilbergsdóttur, sem þá voru allar á 16. ári. Áður höfðu þær reyndar spilað undir öðrum nöfnum í Holtaskóla. Bíbí og Sigrún segjast hafa stofnað hljómsveitina ásamt vinkonum sínum, aðallega vegna þess að þeim leiddist í Keflavík. Þær höfðu kynnst strákum sem voru í hljómsveit, nenntu ómögulega að vera grúppíur þeirra og höfðu mikinn áhuga á að skapa sinn eigin hávaða. Sigrún segir hugmyndina um að stofna hljómsveit hafa fengið byr undir báða vængi þegar þær stöllur horfðu á hljómsveitina Shadows, þá á gamals aldri, spila í sjónvarpinu. Þótti þeim tilhugsunin um að þetta gæti orðið hlutskipti þeirra, að standa á sviði og spila tónlist í ellinni, vera það fyndin að úr varð Kolrassa Krókríðandi. Tilviljun ein réði því hver spilaði á hvaða hljóðfæri. Móðir Sigrúnar hafði keypt gítar nokkrum árum áður sem var enn ósnertur, Elísa þótti líkjast söngvara hljómsveitarinnar Pandóru, Birgitta hafði spilað á sneril í lúðrasveit og Bíbí var á klósettinu. Sigrún var send á námskeið til að læra vinnukonugripin og ódauðlegir slagarar á borð við Mr. Cabdriver og Ó Gunna voru spilaðir af krafti. Stelpurnar segja að það hafi tekið um það bil ár að koma hljómsveitinni í það form sem síðar varð Kolrassa Krókríðandi. Upphaflega æfðu Kolrössurnar í æfingahúsnæði með hljómsveit sem bar nafnið Pick. Þær segjast ekki hafa öðlast virðingu þeirra og aðdáun en það hafi hvort eð er aldrei verið markmiðið. Þær vildu bara gera sitt eigið og einstakt úthald þeirra í að skapa hávaða og læti vakti mikla athygli. „Öll lög voru samin með það í huga að fólki myndi annað hvort bregða eða tæki andköf”, segir Bíbí og hlær. „Þannig ætluðum við að vinna hug og hjörtu þeirra”. „Ef fólki var farið að líða vel undir lögunum var eitthvað að”, bætir Sigrún við. Venjulegt eða formúlukennt var það versta, þá gátu þær alveg eins dáið. Fyrstu tónleikar sem Kolrassa Krók- ríðandi kom fram á voru haldnir í Félagsbíói í Keflavík í nóvember árið 1991 þar sem stelpurnar hituðu upp fyrir hljómsveitina Bootlegs. Hjólin fóru þó að snúast af alvöru þegar hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 1992 og sigraði öllum að óvörum, ekki síst þeim sjálfum. „Við þorðum varla að fara upp og taka við verðlaununum”, segir Sigrún, sérstaklega þar sem heldur lífsstíll Ekki frægð Hljómsveitin Kolrassa krókríðandi vaknar úr löngum dvala eina helgi í júli

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.