Fréttablaðið - 19.06.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 19.06.2020, Síða 18
Þórunn Svein- bjarnardóttir bendir á að árið 1961 voru sett lög um launa- jafnrétti, árið 1976 urðu til jafnréttislög. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGGUR ARI Auðvelt er að leita að því sem hugur- inn girnist hverju sinni og geta fyrirhafnarlaust tryggt sér borð á uppá- haldsveitingastaðnum. Það skiptir miklu máli fyrir konur að ævitekjur þeirra hækki, því það hefur meðal annars áhrif á eftirlaun. Þórunn segir að hingað til hafi konur þurft að sækja rétt sinn til dómstóla telji þær á sér brotið, en þannig ætti það ekki að þurfa að vera. „Drög að frumvarpi um endurskoðuð jafnréttislög eiga að líta dagsins ljós í sumar. Ég velti því fyrir mér hvort löggjafinn taki það skref að setja strangari viður- lög við brotum á jafnréttislögum. Hingað til hafa þau ekki verið þung. Samkeppniseftirlitið hefur til dæmis heimildir til að beita hörðum viðurlögum og það verður fróðlegt að vita hvort Jafnréttis- stofa fái sambærilegar heimildir,“ greinir hún frá. „Frá því um miðjan sjöunda áratuginn hefur atvinnuþátttaka kvenna farið úr því að vera mjög lítil, upp í það að verða sú mesta innan OECD-ríkjanna, eða um það bil 80 prósent. Við getum sagt að það sé ein birtingarmynd byltingarinnar sem átt hefur sér stað á vinnumarkaði og í sam- félaginu. Konur hafa sótt fram á öllum sviðum samfélagsins og eru komnar í meirihluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun. Með framþróun og þekkingaröflun hafa störf sem konur unnu áður kauplaust, þróast yfir í háskóla- menntaðar stéttir, því að við viljum byggja upp samfélag með góðri menntun og bestu fáanlegri þekkingu. Minni kynslóð var sagt að leita sér allra bestu menntunar Launamunur kynja enn baráttumál Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segist vonast til þess að með nýjum og endurskoðuðum jafnréttislögum verði viðurlög við brotum hert. og þá yrðu allir vegir færir í lífinu. Þrátt fyrir þessa þróun eru meðalatvinnutekjur kvenna með háskólamenntun einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla, sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar. Þetta sýnir kerfislægan launamis- mun kynjanna á vinnumarkaði. Ástæða þessa er meðal annars verðmætamat þeirra starfa sem konur gegna. Ofan á það bætist svo kynbundinn launamunur í sömu störfum. Við þessu þarf að bregðast og það er eitt af megin- verkefnum stéttarfélaga að bæta laun og kjör allra sinna félaga. Launajöfnun hefur þokast hægt í rétta átt en sett voru lög árið 1961 um launajafnrétti, árið 1976 fengum við jafnréttislög og fyrir tveimur árum gengu í gildi lög sem banna mismunun á vinnu- markaði. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi lög- gjöf vinnur saman og hvaða áhrif það hafi á vinnumarkaðinn,“ segir Þórunn. „Réttindi á vinnumarkaði eru einstaklingsbundin og mikilvæg sem slík. Það skiptir miklu máli fyrir konur að ævitekjur þeirra hækki, því það hefur meðal annars áhrif á eftirlaun. Einnig vil ég benda á önnur réttindi eins og laun í fæðingarorlofi, sem eru bundin við þátttöku á vinnu- markaði. Í könnun sem BHM gerði fyrr á þessu ári sagðist 71% þeirra karla sem fullnýttu ekki fæðing- arorlofið sitt, hafa gert það vegna tekjuskerðingar. Það staðfestir að tekjur stýra töku fæðingarorlofs. Það kemur auðvitað verst niður á körlunum sjálfum og börnunum þeirra. Fæðingarorlofið á að tryggja réttindi barna til að vera með báðum foreldrum sínum á þessu mikilvæga mótunarskeiði. BHM hefur lengi bent á mikilvægi þess að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi.“ Þegar Þórunn er spurð um hlut- fall kvenna í stjórnunarstöðum, svarar hún að margt hafi þokast í þeim efnum hjá hinu opinbera. „Á einkamarkaðnum eru ekki margar konur í stjórnum stærstu fyrirtækjanna. Þar virðist enn vanta mikið upp á,“ segir hún og bætir við að það sé umhugsunar- efni hversu konur séu enn með mikla ábyrgð á heimilinu, þrátt fyrir að vera útivinnandi. „Þær bera mikla ábyrgð á heimilis- störfum og umönnun fjölskyldu- meðlima. Ofan á þetta bætist þriðja vaktin svokallaða, en hún sér um allt skipulag á heimilinu, stundaskrár barna, skipulag tóm- stunda, afmælisboðin og jafnvel umönnun aldraðra foreldra. Ég velti því stundum fyrir mér hvað myndi gerast í samfélaginu ef konur myndu hætta öllum þessum umframstörfum. Þetta er raun- veruleikinn hjá fjölda mæðra á vinnumarkaði. Við þurfum að uppræta þessar rótgrónu hug- myndir um hlutverk kvenna og hleypa körlunum að,“ segir Þórunn og bætir við að það yrði öllum til góðs. Ég ákvað að segja starfi mínu lausu hjá Arion banka árið 2015, eftir að hafa unnið þar í eignastýringu og vöru- þróun í fimm ár, til að stofna fyrir- tækið Icelandic Coupons. Það er afsláttar-app, upphaflega hugsað fyrir ferðamenn, en er þess eðlis að Íslendingar vilja ólmir nýta sér þennan góða afslátt og nú eru yfir 27 þúsund ánægðir Íslend- ingar með appið,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Icelandic Cou- pons og Dineout. „Ég vann sem flugfreyja hjá Ice- landair samhliða verkfræðinámi mínu við HR og þegar ég sagði upp í bankanum stökk ég aftur í f lugfreyjustarfið. Þar má segja að hugmyndin að Icelandic Coupons hafi orðið til, því farþegar eru mjög gjarnir á að spyrja flugfreyjur og flugþjóna hvað þau mæla með að gera á Íslandi og hvar sé best að borða. Í Bandaríkjunum er líka mjög rík „coupons“ menning en þar sem engin nákvæm fyrirmynd var fyrir slíkt hér á landi, ákvað ég að búa til smáforrit í síma fyrir afsláttarmiða og útkoman sló strax í gegn,“ segir Inga Tinna. Góður afsláttur í sumarfríinu Dineout er tiltölulega ný vefsíða sem á næstu vikum verður einnig aðgengileg í gegnum app. Með Dineout er leikur einn að finna veitingastaði og bóka borð. „Með tilkomu Icelandic Cou- pons kom ég auga á að veitinga- húsaeigendur voru flestir að notast við stílabækur eða ófullkomin bókunarkerfi til að halda utan um bókanir sínar. Mér datt þá í hug að þróa hugbúnað sem héldi utan um bókanir veitingahúsa og ætlaði mér þrjá mánuði í verkið, en það tók þrjú ár að útbúa hugbúnað sem gerir veitingahúsaeigendum kleift að halda utan um bókanir sínar og talar beint við Dineout á þann hátt að bæði veitingastaðir og almenningur geta bókað borð í gegnum Dineout.is og þá þarf enga mannlega hönd lengur til að sjá um bókanir,“ útskýrir Inga Tinna. Hún fékk öfluga forritara í lið með sér til að skapa Dineout og segir Dineout ekki hafa orðið það sem það er í dag, nema með þeirra framúrskarandi og flottu aðkomu að verkinu. „Það er skemmtilegt að segja frá því að nú gefst gríðarlega góður afsláttur í Icelandic Coupons-app- inu, til að mæta því að Íslendingar munu ferðast meira innanlands í sumar vegna COVID-19. Í ástand- inu sat Dineout-teymið því ekki auðum höndum, heldur útbjó nýtt og notendavænt kerfi sem tekur á take away- og heimsendingar- þjónustu á mat og nú geta bæði veitingastaðir fengið slík kerfi hjá okkur og neytendur notað kerfið til að panta sér mat í takt við tímana sem nú eru og allt nýtist það vel í framtíðinni,“ segir Inga Tinna. Handhægt og einfalt Dineout er einnig að fara í gang á Spáni. „Á Spáni er vöntun á hliðstæðu bókunarkerfi og við hlökkum mikið til að takast á við það spenn- andi verkefni. Við vorum byrjuð á því áður en heimsfaraldurinn skall á, en erum að fara aftur af stað núna,“ upplýsir Inga Tinna. Alls eru yfir 80 íslenskir veitingastaðir nú aðgengilegir í gegnum Dineout og yfir 130 teg- undir afsláttar í Icelandic Coupons og sífellt bætist við. „Fólk notar sér afsláttarmiðana mikið. Það er einfalt og ókeypis að hala niður appinu í Android- og Apple-síma. Fyrstu tíu miðarnir eru fríir, til að prófa, en greiða þarf 1400 króna árgjald til að geta nýtt sér alla 130 miðana og með því sparað sér stórar upphæðir á árs- grundvelli,“ útskýrir Inga Tinna. Í Icelandic Coupons býðst veg- legur afsláttur af alls kyns afþrey- ingu og þjónustu, allt frá ferðum, hótelum, börum, verslunum, veitingahúsum og allt þar á milli. „Bæði Dineout og Icelandic Coupons eru frábærir ferðafélagar og einkar hagstætt að geta bókað borð í gegnum Dineout, sem býður afslátt hjá Icelandic Cou- pons. Notendur Dineout tala líka um hversu gott sé að geta leitað eftir ákveðnum leitarskilyrðum í Dineout, til dæmis þegar leitað er að bröns, vegan eða barnvænum stöðum, og hversu handhægt er að geta tryggt sér borð á uppáhalds- veitingastöðunum á annasömum dögum eins og Menningarnótt og 17. júní. Báðir möguleikarnir auka lífsgæði fólks, spara tíma og auka enn á ánægju og góða upplifun.“ Skoðið dineout.is og hlaðið Icelan- dic Coupons-appinu í símann fyrir ferðalagið. Ferðafélagar sem spara tíma og fé Lífsgæðin aukast, sem og hamingjan, með tilkomu vefsíðunnar Dineout og appinu Icelandic Cou- p ons. Þar gefst æðislegur afsláttur á landsvísu og hægt að bóka borð á yfir 80 veitingahúsum. Inga Tinna Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Dineout og Icelandic Coupons. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RKVENRÉTTINDABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.