Fréttablaðið - 19.06.2020, Síða 21
Framkvæmda-
stjórn fyrirtækis-
ins er fjölbreytt, hvort
sem litið er til starfs-
aldurs, menntunar eða
reynslu.
Ása Jóhannesdóttir, fram-kvæmdastjóri Stoðar, tók við starfinu síðastliðinn
mánudag. Hún er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt og hefur einnig
lokið meistaragráðu í heilbrigðis-
vísindum og MBA-gráðu frá
Háskólanum í Reykjavík.
„Þetta er frábær vika til að hefja
nýja vegferð með þjóðhátíðar-
degi og kvenréttindadegi til að
fagna,“ segir Ása, sem starfaði
sem viðskiptastjóri og deildar-
stjóri um skeið áður en hún hóf
að mennta sig í stjórnun. „Ég var
búin að vinna hjá MEDOR í 10 ár,
leið mjög vel í starfi, verkefnin
krefjandi og mjög áhugaverð, en
ég fann að mig langaði að bæta við
mig þekkingu til að taka næsta
skref svo ég hóf MBA-nám við
Háskólann í Reykjavík haustið
2018. Námið gefur samt svo miklu
meira en góða menntun, mér
fannst ég verða sérfræðingur í
þrautseigju og að vinna undir
miklu álagi. Þetta gerist auð-
vitað með frábærum kennurum
og einstökum samnemendum.
Veritas festi kaup á fyrirtækinu
Stoð á svipuðum tíma og ég hóf
námið. Mér finnst menntun mín
sem hjúkrunarfræðingur og núna
með MBA-gráðu, vera mjög góður
bakgrunnur til að stýra fyrirtæki
eins og Stoð. Ég á samt mikið eftir
ólært og hlakka hvað mest til í
nýju starfi að læra af starfsfólkinu
í Stoð.“
Stoð er framleiðslu- og þjón-
ustufyrirtæki á heilbrigðissviði
sem framleiðir og selur gervilimi,
spelkur, bæklunarskó, og aðrar
stuðningsvörur. Auk þess selur
Stoð hjálpartæki fyrir hreyfihaml-
aða, hjólastóla og göngugrindur.
Stoð býður upp á göngugreiningu,
selur íþróttaskó og þrýstings-
sokka. Markmið Stoðar er að
bjóða upp á heildarlausnir fyrir
einstaklinga til að hreyfa sig án
hindrana. Okkar viðskiptavinir
eru aldraðir einstaklingar, fólk
með fötlun, áverka og sjúkdóma
sem valda skertri færni í daglegu
lífi. Hjá Stoð starfa um 35 manns í
Hafnarfirði og á Bíldshöfða.
Ása telur að Veritas vinni að
kvenréttindum með því, meðal
annars, að velja konur í stjórn-
unarstöður. „Ég held að Veritas sé
ekki endilega að taka ákvarðanir
um að setja konur í stjórnenda-
stöður af því það sé mikilvægt
fyrir konur, heldur út frá því sem
er best fyrir fyrirtækið. Markmið-
ið er að velja þá sem taka góðar
og réttar ákvarðanir og koma
fyrirtækinu áfram með framsýni,
áreiðanleika og hreinskiptni að
leiðarljósi. Jafnrétti kynjanna
hefur alltaf verið ofarlega á dag-
skrá hjá Veritas, sem og jafnvægi í
starfsmannahópnum, bæði milli
kynja en líka eftir aldri, menntun
og bakgrunni. Rannsóknir sýna
að þetta jafnvægi gefur besta raun
í rekstri fyrirtækja og styrkir
stöðu í samkeppni þeirra um hæft
starfsfólk.“
Hún segir að hvað varðar jafn-
rétti þá séu réttindi fatlaðs fólks
henni ofarlega í huga. „Að fá rétt
hjálpartæki eða stoðtæki er mjög
valdeflandi fyrir þann sem í hlut
á. Í kvenréttindabaráttu er búið að
ryðja burtu mörgum hindrunum
og leiðin á Íslandi greiðari en
áður var. Nú þarf að ryðja burtu
hindrunum fyrir allar konur,
líka fatlaðar. Við þurfum að stíga
miklu f leiri skref þannig að marg-
breytileiki samfélags okkar fái
notið sín. Við verðum að breyta og
bæta samfélagið svo að allir ein-
staklingar geti notið réttar síns.“
Þarf að ryðja burtu hindrunum
Ása Jóhannes-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Stoðar.
Hákonía J. Guðmundsdóttir, deildarstjóri upplýsinga-tæknideildar og yfirmaður
upplýsingatæknimála hjá Veri-
tassamstæðunni. Hún útskrifaðist
sem tölvunarfræðingur árið 1986
og tók MBA gráðu frá Edinborgar-
háskóla árið 1993. Hákonía gegndi
stjórnunarstöðum í upplýsinga-
tæknideildum ýmissa fjármála-
fyrirtækja áður en hún hóf störf
hjá Veritassamstæðunni 2017.
Eftir Verslunarskólann langaði
mig frekar að fara í raungreinanám
heldur en í viðskiptafræði, þar
sem mér hafði bæði gengið vel í
raungreinum í Versló og mögu-
leiki var á þessum tíma að tvinna
saman val úr viðskiptafræðideild
HÍ með tölvunarfræðinni,“ segir
Hákonía. „Á þessum tíma, níunda
áratugnum, voru fáar konur í
tölvunarfræði og námið tiltölulega
nýtt í kennsluskrá HÍ. Mér fannst
spennandi að prófa þetta nám
án þess að ígrunda nokkuð djúpt
hvert það myndi leiða. Ég fann
það síðan fljótt í náminu að mér
fannst hrikalega gaman að hanna
og forrita lausnir sem skiluðu síðan
þeirri útkomu sem til var ætlast,“
heldur hún áfram. „Ég gat tekið
þátt í að skapa eitthvað sem skilaði
ákveðinni útkomu og árangri. Það
er síðan ekki fyrr en ég er búin að
vinna í nokkur ár sem forritari að
áhuginn kviknaði á stjórnun tölvu-
mála, sem varð til þess að ég bætti
við mig MBA-gráðunni og fór að
feta mig inn á stjórnunarbrautina.“
Hákonía segir áhugann á
stjórnun tölvumála stafa af löngun
til að taka þátt í og móta lausna-
mengi verkferla- og gæðamála,
sem og rekstrarumhverfi kerfa hjá
fyrirtækjum, sem leiðir til meiri
skilvirkni. „Auk þess er gaman
að taka þátt í að bæta þjónustu-
stig fyrirtækja með möguleikum
upplýsingatækninnar og almennt
koma með lausnir fyrir starfsem-
ina sem leiðir til betri árangurs.“
Hún segist ánægð með jafn-
réttisstefnu Veritas. „Við erum
með jafnlaunavottun og hlutfall
kvenstjórnenda er hátt innan sam-
stæðunnar. Kvenréttindi eru jafn-
réttindi og jafnréttindi í mínum
huga eru þegar manneskja er
metin að verðleikum og allir hafa
sömu tækifæri, réttindi og skyldur.
Vel er stutt við starfsmenn,bæði
konur og karla hjá Veritas, með
möguleikum á starfsframa innan
samstæðunnar, fræðslu, upp-
lýsingagjöf og stuðningi ýmiss
konar. Við erum með margar mjög
góðar kvenfyrirmyndir hjá sam-
stæðunni sem eru í stjórnunar-
stöðum, stýra verkefnum eða eru í
forsvari.“
Hún segir upplýsingatæknigeir-
ann henta öllum kynjum. „Fagið
er virkilega áhugavert og hver
og einn getur sérhæft sig innan
tækninnar, eins og færni og áhugi
segja til um og gefur tækifæri til
að kynnast starfsemi alls fyrir-
tækisins. Hingað til hefur kynja-
skiptingin verið frekar ójöfn, þar
sem karlmenn hafa verið í miklum
meirihluta. En ég held að bæði
HÍ, HR og til að mynda verkefnið
Stelpur og tækni, hafi tekist að
auka áhuga kvenna og sýna mögu-
leikana sem standa þeim til boða
í tölvunarfræði og tækni, sem
er frábært. Framtíðarsýn mín er
því jákvæð um að hlutur kvenna
innan geirans muni halda áfram
að vaxa og að við fáum enn fleiri
öflugar og klárar konur til liðs við
okkur.
Upplýsingatæknigeirinn hentar öllum
Hákonía J. Guðmundsdóttir, deildarstjóri upplýsingatæknideildar og yfir-
maður upplýsingatæknimála hjá Veritas-samstæðunni.
Júlía Rós Atladóttir, fram-kvæmdastjóri Distica, er lyfja tæknir að mennt, en hefur
síðan bætt við sig meðal annars
meistaragráðu í viðskiptafræði og
býr yfir fjölbreyttri stjórnunar-
reynslu.
„Ég byrjaði á að mennta mig sem
lyfjatæknir og hóf í framhaldinu
störf í lyfjaiðnaði, fyrst hjá Actavis.
Ég hef tvisvar starfað utan lyfja-
iðnaðarins, eitt ár hjá Icelandair og
eitt ár hjá Coca-Cola en hugurinn
leitaði aftur í lyfjaiðnaðinn svo það
er fullreynt. Innan Actavis fékk ég
tækifæri til að stýra teymum og
þá kviknaði áhuginn á stjórnun.
Þegar ég hóf störf hjá Distica árið
2009 sett ég mér það markmið að
stýra fyrirtækinu og það tókst,“
segir Júlía Rós sem tók við stöðu
framkvæmdastjóra Distica í maí
síðastliðnum.
„Ég er leiðtogi og ég brenn fyrir
að sjá fólkið í kringum mig vaxa. Ég
er mjög metnaðarfull og árangurs-
drifin, þegar tækifærin eru víða í
starfi mínu þá getur jafnvægi milli
vinnu og einkalífs raskast aðeins,
sem er í lagi í einhvern tíma, svo
kemur jafnvægið aftur.“
Distica sérhæfir sig í vörustjórn-
un fyrir fyrirtæki á heilbrigðis -
markaði og dreifir m.a. lyfjum,
rannsóknatækjum, rekstrarvörum
Pláss fyrir konur við borðið
Júlía Rós Atla-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Distica.
og neytendavörum til sjúkrahúsa,
hjúkrunarheimila, tannlækna,
dýralækna og verslana. „Hjá Distica
starfa 78 starfsmenn, starfsaldur
er hár og kynjahlutfall er nokkuð
jafnt. Framkvæmdastjórn fyrir-
tækisins er fjölbreytt, hvort sem
litið er til starfsaldurs, menntunar
eða reynslu. Rannsóknir sýna að
fjölbreyttur hópur tekur betri
ákvarðanir en einsleitur hópur,“
segir Júlía og bætir við að innan
Veritas-samstæðunnar séu jöfn
réttindi. „Það á ekki bara við um
kynjajafnrétti heldur er einnig
jafnrétti milli starfsmanna. Eigandi
Veritas, Hreggviður Jónsson, og
forstjórinn, Hrund Rudólfsdóttir,
ganga á undan með góðu fordæmi
og tala fyrir jöfnum réttindindum
og því kemur ekkert annað til
greina.“
Júlía er bjartsýn þegar kemur að
jafnréttismálum. „Það er fullt af
flottum kvenfyrirmyndum út um
allt samfélag og það er pláss fyrir
konur við borðið. En við eigum
enn töluvert í land þar sem karl-
menn stýra enn þá flestum stór-
fyrirtækjum landsins. Líklega eru
nokkrar ástæður sem liggja þar að
baki, konur þurfa að vera sýnilegri
svo við komum upp í umræðunni
þegar það er verið að leita að hæfi-
leikaríku fólki til að leiða stórfyrir-
tæki. Það tekur tíma að byggja upp
stórt og öflugt tengslanet og stund-
um er það á kostnað tíma með
fjölskyldunni og það eru ekki allir
til í þá fórn.“ Hún segir að konur
þurfi að sleppa takinu á heimilinu.
„Það getur verið erfitt að vera bæði
framkvæmdastjóri í vinnunni og
á heimilinu. Alla jafna hafa konur
sterkari skoðanir á barnaupp-
eldi og heimilisrekstri og eiga því
erfitt með að sleppa takinu af því.
Almennt vilja karlmenn taka meiri
þátt heima fyrir en kröfur okkar
kvennanna eru oft það miklar að
erfitt er að standa undir þeim. Við
konur þurfum að hafa meiri trú á
okkur og stökkva á tækifærin þegar
þau gefast. Svo þurfum við að muna
að það þarf ekki að gera allt 100%.“
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 KVENRÉTTINDABLAÐIÐ