Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 16
 Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. - 2. vinningur: Kia XCeed PHEV Urban að verðmæti 4.590.777 hvor bifreið. 5976 34771 3. - 12. vinningur: TREK Rail 5 SX rafmagnshjól að verðmæti kr. 569.990 hvert hjól. 489 2952 17805 40380 55896 2179 11496 20381 48580 60734 13.-110. vinningur: Gjafabréf frá Icelandair hótelum að andvirði kr. 300.000 hver vinningur. 892 8963 16976 25487 31278 42042 47948 56725 63386 70620 1806 9989 17666 25911 32992 42231 48673 59094 63558 71242 2685 10155 17686 26933 36145 42662 49775 59238 64431 71428 3128 10278 19160 27397 36921 42768 49848 59398 65216 72345 4021 11613 19212 27864 37247 42916 50477 59727 66046 72943 4203 11640 19841 27920 38145 43963 53837 59848 66084 73162 6070 12196 20896 27942 38627 44358 55358 60265 67950 73546 6709 14257 21729 28015 39108 44652 56438 60527 67993 73710 7345 15887 22230 28793 39850 45183 56581 62004 68262 8885 16315 23003 28920 40377 46929 56725 62297 69411 Sumarbúðirnar í Reykjadal og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. - 2. vinningur: Kia XCeed PHEV Urban að verðmæti 4.590.777 hvor bifreið. 5976 34771 3. - 12. vinningur: TREK Rail 5 SX rafmagnshjól að verðmæti kr. 569.990 hvert hjól. 489 2952 17805 40380 55896 2179 11496 20381 48580 60734 13.-110. vinningur: Gjafabréf frá Icelandair hótelum að andvirði kr. 300.000 hver vinningur. 892 8963 16976 25487 31278 42042 47948 56725 63386 70620 1806 9989 17666 25911 32992 42231 48673 59094 63558 71242 2685 10155 17686 26933 36145 42662 49775 59238 64431 71428 3128 0278 19160 27397 36921 42768 49848 59398 65216 72345 4021 11613 19212 27864 37247 42916 50477 59727 66046 72943 4203 1164 1 41 27920 38145 43963 53837 5984 66084 73162 6070 12196 20896 27942 38627 44358 55358 60265 67950 73546 6709 14257 21729 28015 39108 44652 56438 60527 67993 73710 7345 15887 22230 28793 39850 45183 56581 62004 68262 8885 16315 23003 28920 40377 46929 56725 62297 69411 Sumarbúðirnar í Reykjadal og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins w.slf.is FÓTBOLTI Þann 19. mars tjáði Mar­ cus Rashford, leikmaður Man­ chester United, sig á Twitter um áhyggjur sínar vegna þess að verið væri að loka skólum. Kvöldið áður hafði Boris Johnson forsætisráð­ herra tilkynnt í ávarpi að skólum yrði lokað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Rashford sagði að það væru 32 þúsund skólar í landinu og hann væri að kortleggja vandann. Færslan vakti engar sér­ stakan áhuga. Rúmlega 42 þúsund hentu í læk en Rashford er með rúmlega tvær milljónir fylgjenda. Um 13 vikum síðar skrifaði hann aðra færslu. „Ég veit varla hvað ég á að segja.“ Sú færsla var kominn í 709 þúsund læk og enn að telja. Það sem Rashford gerði í millitíðinni var jú frekar einstakt fyrir ungan mann. Hann fékk ríkisstjórnina til að snúa við ákvörðun sinni og halda áfram að útvega fátækum fjölskyldum ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sín. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin að styðja fjölskyldur meðan skólar væru opnir en hætta því yfir í sum­ arfrístímabilið. Rashford skrifaði hjartnæmt bréf og birti á Twitter og grátbað ríkisstjórnina að snúa þessari ákvörðun við. Það tókst og er hann hylltur sem hetja í Bret­ landi. BBC segir í frétt sinni um málið að Rashford hafi bjargað um milljón börnum um þrjár milljónir máltíða. Kostnaðurinn sé vel yfir 100 milljónir punda sem er þokka­ legt hjá gutta sem er ekki nema 22 ára gamall. Bað um frið fyrir guttann Rashford sló í gegn strax í fyrsta leik sínum fyrir Manchester United sem kom fyrir fjórum árum gegn danska liðinu Mitjylland. Tækifærið kom frekar óvænt því Anthony Martial átti að leiða framlínuna en hann Bjargvættur milljóna fátækra barna Marcus Rashford er orðinn einn umtalaðasti fótboltamaður nútímans. Barátta hans gegn fátækt hefur skilað mörgum milljörðum. Hann fékk ríkisstjórn Bretlands til að snúa við ákvörðun sinni um matargjafir og er álitinn þjóðhetja fyrir vikið. En hann vill meira. Rashford veitti ekki mikið af viðtölum og viðurkennir að hann sé langt utan þægindarammans. MYND/GETTY meiddist í upphitun. Rashford tók við kef linu og skoraði tvö mörk í 5­1 sigri Rauðu djöf lanna. Hann hætti að spila með unglingaliðum félagsins og fór upp í aðalliðið sem Hollendingurinn Louis van Gaal stýrði. Guttinn fékk enga sérmeð­ ferð. Hann fékk ekki að nota bún­ ingsklefa aðalliðsins og borðaði með jafnöldrum sínum enda trúir van Gaal að þannig haldi ungir menn sér á jör inni. Eftir að Rash­ ford hélt áfram að slá í gegn sá Hollendingurinn sig knúinn til að biðla til fjölmiðla að hætta sitja um guttann. „Ég bið fjölmiðla um að gefa honum frið. Þegar fjölmiðlar eru mættir fyrir utan heimili hans er það ekki gott fyrir 18 ára strák. Gefum honum allt svigrúm sem hann þarf til að vera 18 ára. Hann er mjög hófstilltur strákur svo ég held að þetta verði ekki vandamál en þegar þú færð svona mikla athygli frá fjölmiðlum getur þetta farið í ranga átt. Ég held samt að hann verði með fætur á jörðinni.“ Það virðist hafa tekist hjá van Gaal því Rashford hefur ekki mikið verið í fréttum fyrir annað en að skora mörk og gefa af sér utan vallar. Strax árið 2016 byrjaði hann að gefa treyjur til ungra aðdáenda og lét alla vita að honum hefði gengið vel í efnafræðiprófi sem hann þreytti daginn eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Arsenal. Hrósinu tók að rigna yfir hann og sagði Sir Alex Ferguson að hann væri einn sá besti sem hann hefði séð á undanförnum árum. Pelé bað hann að hræðast aldrei. „Áður en ég vann HM í fyrsta skipti sögðu þjálfararnir við mig: Þú ert hér vegna þess að þú ert góður leikmaður, ekki vera hræddur vegna þess að hinir leikmennirnir eru eldri en þú. Það eru líka skila­ boð mín til Rashford,“ sagði Pelé sem er af mörgum talinn vera sá besti frá upphafi. Einn sem er einn­ ig talinn nokkuð góður, Cristiano Ronaldo, sendi honum heillaóskir og svona mætti lengi telja en aldrei fór Rashford af jörðinni. Spjall við íslenskan gutta Hann sinnti sínum daglegu skyld­ um á heimilinu, svaraði stuðnings­ mönnum á Twitter og Instagram og árið 2018 fór að bera á góðmennsku hans. Þá fréttist að átta ára stúlka hafði verið í hrekkjavöku stuði og bíll stoppað á rauðu ljósi. Ras­ hford hafði verið að halda upp á afmælið sitt og sat fram í, í þessum téða bíl. Farþegi bað krakkana að syngja afmælissönginn sem þau og gerðu. Rashford steig út og gaf öllum 20 pund. Um jólin það ár sat hann og raðaði í poka fyrir heimilis­ lausa tannburstum og tannkremi, hönskum og húfum. Þegar félagið var beðið um leik­ menn til að koma á góðgerðar­ samkomur var Rashford yfirleitt fyrstur til að bjóða sig fram – og er það enn þannig í dag. „Skömmu eftir að hann spilaði sinn fyrsta landsleik spurðum við hann hvort hann vildi koma aftur í skólann því það væri kvöldvaka,“ rifjaði gamli skólastjórinn hans Simon Pyne upp í vikunni á BBC. „Hann sat lengi með krökkunum og svaraði öllum spurningum, leyfði myndatökur og spjallaði um heima og geima,“ bætti hann við. Rashford hefur haldið tengslum við skólann sinn og hefur gefið tugi milljóna til hans og um hver jól und­ anfarin ár fær hver og einn nemandi sérstakt jólabox frá Rashford. Fyrir nokkrum árum óskaði Dagur Ólafsson, ungur stuðnings­ maður Manchester­liðsins, honum góðs gengis í gegnum samfélags­ miðla. Sendi honum falleg skila­ boð sem Rashford þakkaði fyrir og fannst stórskemmtilegt að íslenskur drengur væri að fylgjast með sér. Skiptust þeir á nokkrum skilaboð­ um. Það er kannski óþarfi að nefna það en Rashford er í miklu uppá­ haldi hjá Degi og föður hans, mat­ reiðslumeistaranum Ólafi Helga Kristjánssyni. Meiðslin bjuggu til klukkutíma Rashford meiddist í baki í janúar gegn Úlfunum. Ef ekki hefði verið fyrir COVID­19 ástandið hefði tíma­ bilinu verið lokið. Hann einbeitti sér að því að ná bata en hafði samt fleiri klukkutíma í sólarhringnum til að skoða ástandið í sinni heima­ borg. Þegar COVID­19 lokaði Bret­ landi var Rashford þegar búinn að skipuleggja ótrúlega mikið af góð­ gerðarstarf sem hann vildi aðstoða. Hann byrjaði á FareShare og safnaði 20 milljónum punda, eða 3,3 millj­ örðum. Hann hafði vonast til að ná að safna 100 þúsund pundum. Það eitt og sér ætti að duga til að verða þjóðhetja en Rashford lét ekki þar við sitja og fékk ríkisstjórn Breta til að taka U­beygju í máli sem skipti milljónir barna máli. Í viðtali við BBC daginn eftir sagði hann að þetta væri aðeins upphafið. Hann væri ekki hættur. Samkvæmt breskum fjölmiðlum dreymir hann ekki um Ferrari og Playstation 5 eða annað sem for­ ríkan ungan knattspyrnumann dreymir yfirleitt um. Nei, hann dreymir um að koma af stað sinni eigin góðgerðarstofnun. Þann 16. júní birtist svo grein eftir hann í The Times. Hún hófst á orðunum: „Ef einhver hefði sagt mér að ég myndi skrifa fyrir The Times fyrir tíu árum hefði ég hlegið. En hér er ég og spyr sjálfan mig hvort ég hafi gert nóg.“ Flestir eru sammála að Rashford hefur gert meira en nóg en hann vill gera meira. Eins og hann segir sjálfur í grein sinni í The Times: „Ég var með kvíðahnút áður en ég birti bréfið mitt á samfélagsmiðlum. Ekki yfir því hvernig bréfinu yrði tekið heldur hvaða áhrif það myndi hafa á fátækar fjölskyldur ef ríkis­ stjórnin hætti við ákvörðun sína. Fjölskyldur eins og ég ólst upp í. Fátækar fjölskyldur sem hafa sára­ sjaldan rödd.“ 30 prósenta brottfall vegna kostnaðar Í skýrslu Ánægjuvogarinnar um íþróttir unglinga kemur fram að 30 prósent barna hætti íþrótta- iðkun sinni vegna kostnaðar. Í frétt RÚV frá 2017 kemur fram að kostnaður við að hafa systkini, 9 og 11 ára, í fótbolta getur numið um 275 þúsundum á ári, ef þau fara á átta mót á ári. Jón Daði Böðvarsson, lands- liðsmaður í fótbolta og leikmaður Milwall, sagði við sunnudagsblað Morgunblaðsins árið 2014 að hann ynni að styrktarsjóði fyrir fátækar fjölskyldur sem kæmust ekki á mót eða ættu ekki fyrir tugþúsunda króna takkaskóm. „Það var stundum vesen að borga fyrir keppnisferðir, takka- skór eru dýrir og allt þetta auka- lega er mjög dýrt. Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum,“ sagði Jón Daði við sunnudagsblaðið. Spjall Rashford við Dag Ólafsson. 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.