Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 90
HönnunarMars 2020 fer fram dagana 24. júní til 28. júní. Hátíðin átti að fara fram í lok mars-mánaðar eins og
síðustu ellefu ár, en vegna COVID-
19 faraldursins var hátíðinni frest-
að. Eftir mikla óvissu síðastliðna
mánuði hafa skipuleggjendur og
hönnuðir í sameiningu nú sett
saman glæsilega hátíð. Sýningarnar
teygja sig yfir allt höfuðborgar-
svæðið, frá Seltjarnarnesi, gegnum
Hafnartorg, miðbæinn, Skeifuna,
Kópavog, upp í Garðabæ, Hafnar-
fjörð og Mosfellsbæ.
Allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi í ár en hér er að finna sýn-
ingar þar sem lögð er áhersla á sjálf-
bæra og umhverfisvæna hönnun.
Trophy
n Geirsgata 2 við Hafnartorg
Flétta hönnunarstofa sýnir í ár loft-
ljós úr gömlum verðlaunagripum.
Ljósin eru ný viðbót við Trophy-
vörulínuna sem kynnt var í fyrra,
en vörurnar eru úr gömlum verð-
launagripum frá einstaklingum og
íþróttafélögum.
Hvernig verður vara að vöru?
n Tryggvagata 21, 101 Reykjavík
Á sýningunni verður sýnd vöru-
lína sem er, en aldrei varð. Vörur
sem skilja varla neitt umhverfis-
spor eftir sig og munu eyðast í nátt-
úrunni fyrr en við sjálf. Sýningin er
svar við áleitnum spurningum um
umhverfisspor en um leið gaman-
söm nálgun hönnuðar í tilvistar-
kreppu.
Og hvað svo?
n Geirsgata 2 við Hafnartorg
Félag íslenskra landslagsarkitekta
og Græn byggð sameinast í sýningu
um framtíð hins byggða umhverfis.
Leitast er við að svara spurning-
unni: „Hvernig geta arkitektar haft
jákvæð áhrif á hlýnun jarðar?“
Borgartunnan
n Geirsgata 2 við Hafnartorg
Borgartunnan er ný sorpf lokk-
unartunna fyrir almenningsrými
hönnuð fyrir íslenskt umhverfi og
aðstæður. Áhugi hins opinbera og
Fjölbreyttur HönnunarMars í júní
HönnunarMars 2020 boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin hefst formlega miðvikudaginn 24. júní.
Dagskráin er einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár en tæplega 70 sýningar eru á dagskrá og 120 viðburðir.
Hönnunarstofan Flétta sýnir nýja viðbót við Trophy-vörulínuna.
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
almennings á bættri f lokkunar-
og urðunarstefnu hefur tekið á sig
margar myndir en Borgartunnan
gæti orðið liður í því að sýna þessar
nýju áherslur í verki á götum borg-
arinnar.
Mitt hjartans mál
n 38 þrep, Laugavegur 49,
101 Reykjavík
Á sýningunni verður kynntur fyrsti
skartgripurinn í röð Vakir plant me
sem ber heitið Mitt hjartans mál.
Skartgripirnir eru unnir ýmist
úr endurnýttum 3D prentuðum
málmum, trjákvoðu og íslenskum
villtum plöntum.
Agustav
n Skólavörðustígur 22,
101 Reykjavík
Agustav byggir á ástríðu fyrir
viðnum og einfaldleika í hönnun.
Vörurnar frá Agustav eru þekktar
fyrir sérlega vandað samspil smíði
og hönnunar. Nú eru einfaldar
beinar línur úr gegnheilum viði
aðalatriðið, með einstaklega eftir-
tektarverðum samsetningum á
mótunum.
Peysa með öllu
n Rauðakrossbúðin við Hlemm,
Laugavegur 116, 105 Reykjavík
Text ílhönnuðu r inn Ýr ú rar í
vinnur í samstarfi við fatasöfnun
Rauða kross Íslands með peysur
sem enda í söfnuninni, en vegna
óhappa úr fyrra lífi f lokkast þær
sem óseljanlegar. Með ýmsum
textílaðferðum, tilraunum og leik,
fá peysurnar gildi sitt til baka og
nýtt einstakt útlit.
Miðgarður – vistborg
n Safnahúsið, Hverfisgata 15,
101 Reykjavík
Á sýningunni verða nýjar íbúða-
gerðir sem styðja þétta, lágreista
og vistvæna byggð kynntar. Mark-
mið byggingarfélagsins Miðgarðs
er að byggja slíka byggð miðsvæðis
í Reykjavík, þar sem almennings-
samgöngur ná góðri tengingu við
allt höfuðborgarsvæðið þar sem
fjölbreyttir samgöngumátar hafa
forgang fram yfir einkabílinn.
Mat 0.1
n Fiskislóð 57
Rannsóknar- og þróunarverkefninu
MAT 0.1 er ætlað að skoða hvernig
hönnun og tækni, sem ýta undir
breytta kauphegðun og skilvirkari
dreifileiðir matvæla, geta haft áhrif
á umhverfið og lífsgæði fólks.
Sjálfbær hönnun
n Háaleitisbraut 109, Reykjavík
Sýningin Sjálf bær hönnun & staf-
rænt handverk er byggð á nýjum
stafrænum þrívíddar hönnun-
araðferðum. Aðferðirnar styðja
við hugmyndir Spaksmannsspjara
um sjálf bærni og minna vistspor
þar sem hugur og mús vinna staf-
rænt handverk á sjálf bæran hátt.
Á sýningunni verða f líkur til sýnis
sem unnar eru með nýrri stafrænni
aðferð, sem og myndir af ferlinu
sýndar.
Plastplan og Skógarnytjar
n Studio Björn Steinar, Bríetartún
13, 105 Reykjavík
Björn Steinar Blumenstein stendur
fyrir sýningunum Catch of the day:
Limited Covid-19 edition. Skógar-
nytjar byggir á samstarfi við aðila
skógræktar á Íslandi til að full-
nýta verðmæta auðlind og stuðla
að jákvæðum umhverfisáhrifum
með framleiðslu og aðgerðum í
samstarfi við aðila skógræktar.
Sýningin Plastplan gefur innsýn í
f lókið ferli endurvinnslu neytenda-
plasts, þá þróun sem hefur átt sér
stað síðastliðið ár og framtíðarsýn
í endurvinnslumálum.
Circle
n The Shed, Suðurgata 9
Hafnarfjörður
Circle er ný heimilislína frá Reykja-
vík Trading Co. þar sem unnið er
með matarafganga og áhersla lögð á
nærumhverfið. Hönnuðirnir safna
saman, hanna og búa til nýjar vörur
og nýta til þess matarafganga sem
fá þar með annað líf við matar-
borðið.
Allir viðburðir á HönnunarMars
eru opnir frá klukkan 10.00 til 19.00
dagana 24.-28. júní. Nánari upplýs-
ingar um dagskrá hátíðarinnar er
að finna á honnunarmars.is.
urdur@frettbladid.is
Textílhönnuðurinn Ýrúrarí vinnur í samstarfi við fatasöfnum Rauða krossins með peysur úr söfnun. MYND/AÐSEND
2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ