Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 6
Úrlausn í þessu máli
mun væntanlega
hafa fordæmisgildi fyrir
aðra ríkisstarfsmenn.
Jón Sigurðsson,
hæstaréttarlögmaður
Auk samgöngumála er
fundað um æruvernd,
eignarhald á landi og fleiri
mál í nefndum þingsins.
Vísbendingar eru um að
fólk í AB-blóðflokki sé
líklegra en aðrir til að
smitast af COVID-19.
DÓMSMÁL Leitað verður ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins á því hvern-
ig túlka beri ákvæði vinnutímatil-
skipunar ESB um skilgreiningu á
vinnutíma. Úrskurður þess efnis féll
í Landsrétti í lok síðustu viku en þar
var snúið við úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur frá mars síðastliðnum.
Flugvirki sem starfar hjá Sam-
göngustofu höfðaði málið og vildi
með því fá úr því skorið hvort sá
tími sem fer í ferðalög á vegum
vinnuveitanda á starfsstöð sem
ekki teljist reglubundin og falli utan
dagvinnutíma teljist til vinnutíma.
Í úrskurði Landsréttar segir að það
komi ekki skýrt fram í íslenskum
lögum.
Í málinu voru tilteknar tvær
ferðir f lugvirkjans, annars vegar til
Ísraels og hins vegar til Sádi-Arab-
íu. Ferðatíminn í seinna tilvikinu
náði frá klukkan 4.15 að morgni
til klukkan 2.40 tæpum sólarhring
síðar en aðeins tíminn frá klukkan
8 til 16 taldist til vinnutíma. Um er
að ræða prófmál sem er rekið fyrir
hönd hóps flugvirkja sem starfa hjá
Samgöngustofu.
Stefnandi telur að ferðatími sem
falli utan hefðbundins dagvinnu-
tíma eigi að teljast sem vinnutími
sem beri að greiða fyrir. Hvorki í
ESB-tilskipuninni né íslenskum
lögum sé hugtakið ferðatími notað.
Þar séu aðeins notuð hugtökin
vinnutími og hvíldartími.
Vinnutími er skilgreindur í lögum
sem „sá tími sem starfsmaður er við
störf, til taks fyrir atvinnurekand-
ann og innir af hendi störf sín eða
skyldur“ en hvíldartími telst „sá
tími sem ekki telst til vinnutíma“.
Jón Sigurðsson hæstaréttarlög-
maður f lytur mál f lugvirkjans.
Hann segir nauðsynlegt að fá leyst
úr túlkun á vinnutímatilskipuninni
áður en komi til efnislegrar með-
ferðar á málinu. Tilskipunin var
leidd í íslensk lög árið 2003.
„Úrlausn á þessu máli mun vænt-
anlega hafa fordæmisgildi fyrir aðra
ríkisstarfsmenn. Ráðgefandi álit-
um EFTA-dómstólsins er ætlað að
skýra það ákvæði tilskipunar sem
á reynir og stuðla að samræmdri
framkvæmd á EES-svæðinu. Álitið
verður síðan innlegg í dómsmálið
hér á Íslandi,“ segir Jón.
Í nóvember 2017 gaf EFTA-dóm-
stóllinn Hæstarétti Noregs ráð-
gefandi álit á túlkun sama ákvæðis
vinnutímatilskipunarinnar. Þar
segir að nauðsynlegur ferðatími
starfsmanns til eða frá starfsstöð
sem sé ekki reglubundin skuli telj-
ast til vinnutíma.
„Það er fordæmi sem við höfum
verið að horfa til. Þar var deilt um
það hvort tilteknar ferðir lögreglu-
manns í sérverkefni út á land skyldu
teljast til vinnutíma. Hann var á
vegum vinnuveitanda og var ekki
að fara til eða frá sinni reglubundnu
starfsstöð.“
Samkvæmt dómi EFTA-dómstóls-
ins er annaðhvort um vinnutíma
að ræða eða hvíldartíma. „Þetta
var sannarlega ekki hvíldartími og
þess vegna getur þetta bara talist
vinnutími. Flugvirkjarnir telja sig í
sambærilegri stöðu.“
Ríkið viðurkennir hins vegar ekki
sambærileikann við norska málið
þar sem þar hafi verið um ferðir að
ræða innanlands og vinnutíminn
ekki virkur.
sighvatur@frettabladid.is
Túlkun um vinnutíma
sótt til EFTA-dómstóls
Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun ákvæðis um
vinnutíma samkvæmt úrskurði Landsréttar. Flugvirkjar á Samgöngustofu
deila við ríkið um hvort ferðatími til og frá starfsstöð skuli teljast vinnutími.
Í umræddu dómsmáli reynir á túlkun ákvæðis vinnutilskipunar ESB en EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu um
beitingu EFTA-ríkjanna á þeirri löggjöf Evrópusambandsins sem leidd hefur verið í landslög þeirra. MYND/EFTA
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar
eftir tilnefningum til verðlauna sem
afhent verða á Degi íslenskrar náttúru,
16. september.
Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auð-
lindaráðuneytisins verða veitt fjölmiðli,
ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dag-
skrárgerðarfólki, ljósmyndara eða rithöf-
undi fyrir umfjöllun um umhverfismál og/
eða íslenska náttúru undangengna tólf
mánuði (ágúst – ágúst).
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í
Brattholti verður veitt einstaklingi sem
hefur unnið markvert starf á sviði nátt-
úruverndar.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal
senda í síðasta lagi 20. ágúst 2020 á
netfangið postur@uar.is
Tilnefningar óskast til
viðurkenninga umhverfis-
og auðlindaráðuneytisins
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is
Ný áætlun
Uppbyggingarsjóðs EES
um endurnýjanlega orku,
umhverfis- og loftslagsmál
í Póllandi
Kynningar- og samstarfsfundur á vefnum
25. júní kl. 8:30–11:00 milli fyrirtækja
frá Póllandi, Íslandi og Noregi
Fjallað verður um:
• Bætta orkunýtni í skólabyggingum
• Bætta orkunýtni í framleiðslu raforku og hita (cogeneration)
• Uppbyggingu og endurnýjun hitaveitukerfa sveitarfélaga
með endurnýjanlegri orku
• Aukna nýtingu á jarðhita
• Aukna skilvirkni orkuvinnslu í litlum vatnsaflsvirkjunum
Mikil tækifæri geta verið fyrir fyrirtæki
frá Íslandi í þessu samstarfi
Fyrirtæki þurfa að skrá sig,
sjá nánar á os.is
COVID-19 Fólk í O-blóðflokki virðist
vera með meiri vörn gegn COVID-19
en fólk í öðrum blóðflokkum. Þetta
kemur fram í frumniðurstöðum
rannsóknar bandaríska genarann-
sóknafyrirtækisins 23andMe.
Rúmlega 750 þúsund manns hafa
tekið þátt í rannsókninni. Frum-
niðurstöðurnar, sem ekki hafa
farið í gengum jafningjamat, benda
til að fólk í O-blóðflokki sé 14 pró-
sent ólíklegra en fólk í öðrum blóð-
flokkum til að smitast af COVID-19
og 19 prósentum ólíklegra til að
leggjast á spítala ef það smitast.
Taka niðurstöðurnar mið af aldri,
kyni og kynþætti.
Benda niðurstöðurnar einnig til
að fólk í AB-blóðflokki sé líklegra
en aðrir til að smitast. – ab
Fólk í O smitast síður
STJÓRNMÁL Samgöngumál verða
áfram rædd í þinginu í dag en
þingmenn Miðflokksins hafa rætt
málið fram og til baka undanfarna
daga. Eins og gjarnan í aðdraganda
þingloka er fundað í þinginu yfir
helgina. Auk samgönguáætlana og
annarra samgöngumála eru f leiri
stjórnarfrumvörp á dagskrá þing-
funda en einnig er unnið að því að
afgreiða mál úr nefndum.
Formenn þingflokka hafa fundað
á hverjum degi að undanförnu en
ósamið er enn um þinglok.
Dagsk rár nefndafunda gefa
nokkra vísbendingu um hvaða mál
er stefnt að því að klára í vor. Frum-
varp dómsmálaráðherra um bætur
vegna ærumeiðinga var rætt í alls-
herjar- og menntamálanefnd í gær
en með frumvarpinu er æruvernd
færð úr hegningarlögum í einka-
rétt. Þá var einnig rætt um frum-
varp forsætisráðherra um hömlur
á eignaryfirráð útlendinga á landi
í nefndinni. Nefndin ræddi einnig
frumvarp um skipta búsetu barna
og frumvarp um aðgerðir gegn
kennitöluflakki.
Frumvarp utanríkisráðherra um
breytingar á lögum um utanríkis-
þjónustu Íslands var rætt í utan-
ríkismálanefnd og í velferðarnefnd
var rætt um nokkuð umdeild hlut-
deildarlán.
Samkvæmt starfsáætlun þings-
ins er miðað við að þingstörfum
ljúki næstkomandi fimmtudag og
var forseti Alþingis hóf lega bjart-
sýnn á að það tækist í samtali við
Fréttablaðið í gær. Ræðst það bæði
af því hve lengi umræður um sam-
göngumál standa og hvort og hve-
nær samningar nást meðal forystu-
manna flokkanna um þau mál sem
ljúka á fyrir þinglok. – aá
Afgreiða á fjölda mála fyrir þinglok
2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð