Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 28

Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 28
Ég er nú ekki þekktur fyrir að flíka tilfinningum mínum en í Desire er engu líkara en að ég bresti í grát yfir allri þessari ást og erótík. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verk- efnastjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgna- hylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar umbúðir eins og sjá má á myndinni. MYND/GVA langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæ- bjúgnahylki fást í flestum apó- tekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Loveaholics og Doddi sem Love Guru árið 1980. Á bassa er Jón Gnarr, Guðrún Ásta Þórðardóttir, dóttir Dodda, á hljómborði, Jón Þór Helgason á gítar. Bakraddir eru Selma Haf- steinsdóttir og Elísa Hildur Þórðardóttir, ekki dóttir Dodda. Desire er mín heiðarlega til-raun til að gera eitt stykki dillandi f lott Barry White- lag en ég reyndist ekki nógu djúp- raddaður til að ná honum nógu vel. Ég þurfti því að fara einni áttund ofar en við það hvarf allur Barry úr mér. Mér finnst margt stórkostlegt sem Barry White gerði og bæði töff og fyndið þetta röfl hans í upphafi laga þótt það hafi engin kynferðis- leg áhrif á mig eins og stúlkurnar,“ segir Doddi sem minnir meira á George Michael sáluga en Barry White í því sem kallað hefur verið feitasti dúett ársins. „Það kom mér rosalega á óvart hvað ég söng þetta bara vel. Hingað til hef ég verið með hávaða, öskur og læti sem Love Guru. Ég söng mitt fyrsta Dodda-lag, Last Dance, með Unu Stef í fyrra og þá á lægri og þunglyndislegri nótum, en nú þegar ég þurfti að fara áttund hærra kom í ljós að ég hef ekkert svo slæma rödd eftir allt saman,“ segir Doddi sæll með útkomuna. „Já, þetta er seiðandi flott diskó. Í gegnum tíðina hef ég ekki þolað R&B-tónlist en þarna syng ég ekk- ert annað en R&B með diskótakti og næstum því með grátstafinn í kverkunum í viðlaginu. Ég er nú ekki þekktur fyrir að flíka tilfinn- ingum mínum en í Desire er engu líkara en að ég bresti í grát yfir allri þessari ást og erótík.“ Kynþokkafyllsta fitubollan Nýja lagið hans Dodda fór í spilun á útvarpsstöðvum í gær. Hann þvertekur þó fyrir að ætla að spila lagið í sínum eigin morgunþætti á Rás 2. „Nei, það er af og frá og bein- línis asnalegt að kynna til leiks næsta lag eftir sjálfan mig. Ég er mjög mikið beðinn um Love Guru-lög á sumar- og gleðidögum en tek það ekki í mál. Mér finnst þetta lag sannarlega eiga heima Fullt af ást og löðrandi erótík Einn vinsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar, Þórður Helgi Þórðarson, eða Doddi litli á Rás 2, hefur sent frá sér seiðandi og erótískan sumarsmell í samstarfi við Love Guru og bandið Loveaholics. í útvarpi en þó engin spæling að geta ekki spilað eigin lög. Ég yrði bara glaðastur ef lagið væri spilað í öðrum þáttum og á öðrum útvarpsstöðvum líka,“ segir Doddi hinn kátasti. Hann er að upplagi eitís tölvu- poppari en Love Guru er þekktur fyrir teknótónlist til að tryllast við. „Desire er löðrandi sexí diskólag sem passar mitt á milli okkar Love Guru. Upphaflega átti hann ekki að koma nálægt þessu lagi en þegar textinn varð full erótískur fyrir mig pikkaði þessi kynþokka- fyllsta fitubolla heims í mig. Love Guru á annars að halda sig við hopp og hí því það er varla hægt að spila hann í útvarpi. Hann virkar best á útihátíðum þar sem allir eru í stuði en Doddi er eiginlega sá sem enginn hlustar á, þar til vonandi núna, enda ekkert óeðlilegt að fólk hafi gaman af góðu diskólagi.“ Í Desire mjálma bakraddastúlk- urnar Camel Toes, nafn Dodda í sífellu, eða „D O Double D III“. „Það er Andri Freyr Viðarsson fjölmiðlamaður sem kallar mig alltaf „D O Double D III“ og þegar ég samdi textann var hann sífellt að æpa þetta að mér. Þannig var Dodda litla troðið inn í lagið og uppnefnið varð að hálfgerðu lykil- orði sem gaman er að syngja með,“ segir D O Double D III og hlær. Ofsalega kynæsandi maður Plan Dodda litla var að segja skilið við Love Guru með plötunni Dansaðu, fíf lið þitt, dansaðu! sem kom út í fyrra en þeir hafa átt í nánu samstarfi síðastliðin sautján ár. Saman hafa þeir komið sjö lögum á vinsældalista og skemmt landsmönnum með sveittum dansleikjum í áranna rás, ekki síst á Kótilettunni á Selfossi. Þangað átti Love Guru að mæta í tíunda sinn í sumar en COVID-19 flautaði allt slíkt af. „Mér finnst æðislegt að smella mér í gula gallann hans Love Guru og verða einhver annar, en sem Doddi litli er ég alltof feiminn til að standa á sviði og syngja. Við vorum bókaðir á fullt af giggum í sumar, en það var allt blásið af vegna veirunnar. Ég verð reyndar plötusnúður í Stykkishólmi 4. júlí frá klukkan átta til ellefu um kvöldið og ég er ánægður með Pál Óskar sem ætlar að halda Pallaball á Spot svo snemma kvölds. Ég vona bara að það gangi vel því þá gera fleiri kannski slíkt hið sama. Hvað er enda að því þótt ballið sé búið klukkan ellefu? Við byrjum bara fjörið fyrr og allir verða orkumeiri og óþreyttari fyrir vikið,“ segir Doddi. Myndbandið við Desire er veisla fyrir augað og kemur á YouTube um helgina. „Hugmyndin er Love Guru árið 1980 en hann talar um þann tíma sem „the sweet spot“. Í þá daga kallaði hann sig L.G. Jackson og túraði um Nevada-fylki með hljómsveitinni Loveaholics við ágætan orðstír,“ upplýsir Doddi sem sýnir á sér nýja hlið í mynd- bandinu þar sem hann kemur fram með Loveaholics. „Þar er ég ofsalega kynæsandi maður. Stúlkurnar eru fyrrverandi hjásvæfur mínar úr Camel Toes og það er gaman að lesa í hvern karakter fyrir sig. Jón Gnarr er glaði hljómsveitarstjórinn sem spilar á bassa, en hann spilaði á bassa í Nefrennsli 1982 og tók nokkra pönkslagara við undir- búninginn. Gaurinn í leðrinu er fýlupúki sem breytir ekki um svip því hann er fúll yfir því að spila diskó þegar hann vill spila rokk,“ útskýrir Doddi um myndbandið sem kostaði ekki krónu og er í arfalélegum gæðum í anda tækni- brellna áttunda áratugarins. „Ég er rosalega ánægður með útkomuna því Magna konan mín skaut það á tvo síma, sonurinn sá um playback-ið og dóttir mín er hljómborðsleikari í mynd- bandinu. Þetta er því fjölskyldan og vinir sem leika í þessu, lúkkið er glatað og á að vera það, en sjón að sjá. Annars kemur enginn í mynd- bandinu nálægt laginu nema ég. Allt sem þar birtist er „fake news“. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.