Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 18
ÉG ER ALINN UPP Í SVEIT OG VIÐ ÞAÐ AÐ MAÐUR ÞURFI AÐ EIGA ERINDI TIL AÐ FARA Á FJÖLL. ÞAÐ GERI MAÐUR TIL AÐ ELTA KINDUR EÐA RJÚPUR. Við náum tali af Gísla þar sem hann er á akstri í Húnavatns­sýslu við upptökur á Sumarlandanum. „Við erum við Hóla í Hjaltadal þar sem við erum að fara að taka viðtöl við upprennandi skógarhöggsmenn á skógarhöggs­ námskeiði. Þar eru menn að læra réttu handtökin á keðjusögina svo trén detti ekki á hausinn á þeim. Þetta er alveg ábyggilega flott sjón­ varp, enda eitthvað rómantískt og fallegt við skógarhögg,“ segir Gísli, sem er ekki frá því að stétt skógar­ höggsmanna sé að rísa hér á landi þó að hún sé kannski ekki fjölmenn. „Það er það mikið orðið af skógum hér sem þarf að grisja.“ Gísli hefur unnið í sjónvarpi í 20 ár, en árið 2003 hófu göngu sína þættirnir Út og suður undir hans stjórn og gengu þeir í sjö sumur. „Í október nú í ár eru aftur á móti komin tíu ár frá því Landinn byrj­ aði. Ég er ekki með tölu á því hvað ég sjálfur hef tekið mörg innslög fyrir Landann en þau hlaupa á hund­ ruðum. Samtals höfum við þó tekið um tvö þúsund innslög á þessum áratug.“ Snýst um að hlusta á sögur Eftir áratug á ferð um landið í leit að áhugaverðum viðmælendum, er ekki úr vegi að spyrja Gísla hvort starfið sé alltaf jafn ánægjulegt. „Já, það kemur eiginlega á óvart hvað þetta er ennþá gaman. Ef maður hefur snefil af ánægju af því að umgangast fólk þá er þetta drauma­ starfið. Þetta snýst auðvitað bara um sögur, en ég er alinn upp við að hlusta á sögur. Þetta snýst um það: Að hlusta á sögur fólks og koma þeim áfram. Svo stutta svarið er já,“ segir Gísli í léttum tón. Gísli segir þau fá mikið af ábend­ ingum um áhugaverð viðtalsefni auk þess sem þau leiti uppi sögur, ekki síst ef þeim finnst vissir hópar þurfa að fá meira pláss í umfjöllun. „Við leitum uppi sögur, ekki síst þegar okkur finnst okkur vanta sögur frá vissum landshlutum, vissum aldri eða vissu kyni, enda reynum við að halda jafnvægi í þessum efnum,“ útskýrir Gísli. Hugsjónin bætti þáttinn „Við ákváðum fyrir nokkrum árum að gæta þess að kynjaskipting við­ mælenda væri 50/50, en fyrir það voru karlarnir í meirihluta. Ef það var farið að halla á konur þá leit­ uðum við bara að konum og við sættum okkur ekki við bara eitt­ hvað, heldur leituðum að góðu efni þar sem konur voru í forsvari. Það gerði það að verkum að við fundum alls kyns gott efni sem hefði farið fram hjá okkur annars. Þetta var því ekki bara hugsjón heldur gerði þetta þáttinn að mínu mati mun betri.“ Eins og fyrr segir er Gísli á ferð­ inni í Húnavatnssýslu þegar við­ talið fer fram og einhvern veginn sér maður hann alltaf fyrir sér undir stýri brunandi um þjóðveginn, og að sjálfsögðu, íklæddan lopapeysu. „Ég segi stundum að ég keyri eins og dýralæknir eða sæðingamaður, en þetta eru stéttir sem keyra tals­ vert mikið. Ég hef farið yfir 70 þúsund kílómetra á ári. Þetta árið var það aðeins minna en frá því ég fékk bílpróf hef ég aldrei keyrt eins lítið, enda var maður mikið bund­ inn heima og lítið á f lakkinu vegna COVID. Um helgina keyrði ég um 1.400 kílómetra á 26 tímum, ég keyrði Eyjafjörðinn, austur á Höfn og svo aftur til baka,“ segir Gísli sem viður­ kennir að það sé misgaman að keyra eftir svæðum og veðráttu. „En í góðu veðri og með fallegt útsýni fær maður aldrei nóg af því að keyra um landið. Það er líka núvitund í því, þessi tími nýtist mér vel til að hreinsa hugann og slappa af eða þá til að hugsa. Gjarnan notar maður tímann og er í símanum,“ segir hann og bætir við að það sé vert að taka fram að hann noti þá auðvitað handfrjálsan búnað. Hlustar á glæpasögur við aksturinn Á akstri sínum um landið hlustar Gísli á hlaðvörp og glæpasögur af Storytel og segir það sérlega nota­ legt. „Síðasta bók sem ég hlustaði á var eftir sænska höfundinn Vivecu Sten. Ég annaðhvort les eða hlusta á allar norrænar glæpasögur sem koma út á íslensku. Ég hlusta á alla íslensku höfundana og Jo Nesbo er líka oft í tækinu enda í uppáhaldi.“ Einkennisklæðnaður Gísla í þáttunum er álíka þjóðlegur og þátturinn sjálfur, en oftast er hann klæddur í íslenska lopapeysu við upptökur. „Ætli ég eigi ekki tæplega 30 lopapeysur og ég veit að það er ein á leiðinni. Konan mín hefur prjónað þær flestar og dóttir mín hefur ekki síður verið liðtæk. Svo hafa mér bor­ ist tvær eða þrjár eftir öðrum leið­ um. Eina fékk ég frá Handprjóna­ sambandinu og eitt sinn var ég kynnir á prjónahátíð í Húnavatns­ sýslunni og fékk þar fallega peysu. Ég held að einhver mestu verðmæti sem ég á séu í lopapeysum.“ Á hátt í þrjú hundruð hálsbindi Gísli segist stundum klæðast skyrt­ um í upptökum en það er þá helst til að nota eitthvað af þeim tvö til þrjú hundruð hálsbindum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina og fara ekki eins vel við lopapeysur og skyrtur. En hvaða söfnunarárátta er þetta eiginlega? „Ég safna bindum, slaufum og höttum en mest á ég af bindum,“ segir Gísli, sem hefur dálæti á óhefðbundnum slaufum og segir vel hægt að para þær við lopapeysur, alla vega mun frekar en hálsbindi. „Ég á slaufur úr fiskroði, tré og hreindýraskinni og er mikið fyrir eitthvað svona handgert.“ Gönguferðir eru tiltölulega nýtt áhugamál hjá Gísla en þær stundar hann ásamt eiginkonu sinni, í stærri hópi eða jafnvel einn. „Ég er alinn upp í sveit og við það að maður þurfi að eiga erindi til að fara á fjöll. Það geri maður til að elta kindur eða rjúpur. Svo kemst maður að því að það er allt í lagi að labba á fjöll bara til eigin ánægju. Öræfin í uppáhaldi Ég hef gengið bæði hér á landi og erlendis og lengst gekk ég Jakobs­ veginn. Það er gaman að ganga fal­ legar leiðir eins og Leggjabrjót og Síldarmannagötur,“ segir Gísli sem er þó liðtækur í fjallgöngur líka. „Það er gaman að labba í góðum hópi eða einn með sjálfum sér, svo göngum við líka mikið saman, ég og konan. Það er ekki langt síðan við byrjuðum á þessu en við höfum gert mikið af því síðustu ár.“ Gísli er nýkominn úr gönguferð um Öræfin og safnaði jafnframt kröftum fyrir Sumarlandann í sumarhúsi í Eyjafirði. „Ég stefni svo á að ferðast sem mest um landið í sumar, bæði í vinnu og frítíma.“ Þegar rætt er við mann sem hefur haft starfa af því í áratug að ferðast um landið og spjalla við fólk, er ekki annað hægt en að spyrja um hans uppáhaldsstað og Gísli er f ljótur til svars: „Ég myndi segja Öræfin, Skaftafell og nágrenni. Það er auð­ vitað fullt af fallegum stöðum og í hverri sveit eru spennandi staðir, en ef maður er að horfa á landslagið þá myndi ég nefna Öræfin. Það eru bara einhverjir töfrar þar og ég fæ aldrei nóg af því að keyra þessa leið austur eftir.“ Þetta er ennþá skemmtilegt Gísli Einarsson er kominn í sumargírinn ásamt félögum sínum í Landanum og á sunnudagskvöld hefur Sumarlandinn göngu sína á RÚV. Tónlistarmaðurinn KK verður með í för og bætir í gleðina með þekktum sumarlögum út um hvippinn og hvappinn. Gísli ver tölu- verðum tíma í bílnum, enda hefur hann keyrt allt að 70 þúsund kílómetra á ári um land allt. Við aksturinn styttir hann sér stundir við að hlusta á hlaðvörp og norrænar glæpasögur og segir það sér- lega notalegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.