Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 3
1. árg. — Desember 1935. — 1.—2. tbl. y A v a r p. Með hverju ári sem líður, fjölgar þeim mönmim, hæði konum og körlum, sem leggja stund á íþrótlir, og er það vel farið. Að sama skapi vex þörfin fgrir íþróttamenn til að fylgjast vel með öllu því, sem gerist á sviði íþróttanna, hæði heima fyrir og erlendis. Til þess að svo verði, er íþróltamönnum nauðsynlegt að hafa sitt eigið blað, sem ein- göngu helgar sig málefnum þeirra. Með sögu íslenzkra íþróttablaða fyrir auy- um, þarf að vísu nokkra bjartsýni til þess að ráðast í útgáfu nýs íþróttablaðs, en væntan- lega ræður sú bjartsýni niðurlögum síns versta andstæðings, sem er tómlætið. Vér íslendingar erum sennilega eina þjóðin á hnettinum, af hinum svo kölluðu menning- arþjóðum, scm á ekkert opinbert mádgagn fyr- ir íþróttamenn sína. Slíkt ástand er með öllu óviðunandi og ó- sæmandi fyrir þjóð, sem dáir svo mjög hreystiverk og hetjudáðir forfeðra sinna, að jafnvel eftir þúsund ár hrífast niðjarnir af íþróttamönnunum Skarphéðni, Gretti og Gunnari á Hlíðarenda, svo að nokkrir séu nefndir. Þá má og minnast á það, að kröfurnar um að tileinka sér háttu og siði annara þjóða, vaxa hröðum skrefum með þjóð vorri, og eru íþróttamenn þar engir eftirbátar annara. íþróttablaðið, sem nú hefur göngu sína, mun gera sér far um að hafa augun opiri fyrir öllu því, sem gerist á sviði íþróttamálanna, og flytja lesendum sínum innlendar og erlendar fréttir og greinar um íþróttamál. Það væntir þess, að íþróttamenn og íþrótta- unnendur um land alt, veiti því góðar við- tökur og greiði götu þess eftir bestu föngum. Ef þeir gera það, þá er harmsögu íslenskra íþróttablaða lokið.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.