Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 10

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 10
8 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Valur vann íslandsmótiS, B-liös mótiö og haustmót 2. flokks. K. R. vann vor- og haustmót 3. flokks og Fram vann vormót 2. flokks. Knattspyrnumót Reykjavíkur féll niöur aö þessu sinni vegna utan- fara og heimsóknar knattspyrnumanna. Knattspyrnufélagiö Valur fór til Noröurlanda í júní-mánuöi, eftir aö hafa hlotið titilinn „Besta knattspyrnufélag Islands“ á þá nýloknu Islands- móti. Þó að Valur færði okkur ekki sigurinn heirn, þá fengu þeir rnjög góða dóma erlendis. Utanför þeirra hefir markað nýtt tímamót í sögu félagsins og aukiö mjög á félagslífið. Úrvalsflokkur Þjóöverja kom hingað þann 13. júlí og kepti 4 kappleiki, auk eins sýningarleiks. Það munu allir sammála urri það, að þetta er sá fcesti knattspyrnuflokkur, sem hingað hefir komiö. Leikni þeirra og framkoma var aödáunarverö og til eftirbreytni fyrir knattspyrnumenn okkar. Þessi flokkur var boöinn hingaö af knattspyrnufélög- unum í Reykjavík, fyrir milligöngu Norræna fé- lagsins þýska, sem svo bauð knattspyrnusveit frá Reykjavík, til þess að keppa við ýms félög í Þýka- landi. SHELL = BIFREIÐAOLÍUR=: SINGLE DOUBLE TRIPLE GOLDEN HINAR RÉTTU ÞYKKTIR íslendingarnir fóru utan 7. ágúst og voru 1 mán- uð í ferðalagdnu. Þeim var mjög vel tekið og nutu þeir höfðinglegrar gestrisni allan tímann, sem þeir feröuðust um Þýskaland. Ollum þeirn, sem með þessum rnálum fylgjast, eru kunn hin sorglegu úr- slit kappleikjanna við Þjóðverja, og þykir ekki á- stæða til þess að rifja ]iau upp hér. En hvernig stóð á þessum óförum ? Hvað höfum við lært á s. 1. sumri og hvaða verkefni bíða nú knattspyrnu- manna okkar, til þess að koma í veg fyrir svipað- ar endurtekningar og að þeir geti komið fram á erlendri grund þjóð sinni til sóma? Ritstjórinn hefir góðfúslega lofað mér rúmi í næsta tölublaði Iþróttablaðsins, og mun ég þá víkja nánar að þessurn málum. Áhugi fyrir knattspyrnuíþróttinni hefir verið vax- andi í flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins, en þrátt fyrir það tók ekkert utanbæjarfélag þátt í Islandsmótinu, og er það illa farið. Vonandi sjá Véstmannaeyingar og Akureyringar sér fært að taka þátt í íslandsmótinu 1936, því að báðir þessara staða hafa góðum knattspyrnumönn- um á að skipa. Yfirleitt þarf að takast nánari sam- vinna á milli- Reykjavíkurfélaganna og félaga úti á landi um gagnkvæmar heimsóknir, því að þær eru í öllum tilfellum báðum aðilurn til gagns og ga.mans. ()11 knattspyrnufélögin i Reykjavík hafa nú byrjað innan-húss æfingar af kappi, og eftir útliti að dæma rná búast við spennandi og skemtilegri knattspyrnu að sumri. Við sjáum hvað setur. Tómas Pétursson. Knattspyrnan í Danmörku. Hinn 14. nóv. s. 1. var staða dönsku knattpyrnufélaganna í meistar- flokki þannig: Frem . 8 stig B. 93 • 5 — A. B • 5 — Esbjerg • 5 — A. G. F ■ 5 — B. 1903 ■ 4 — Helsingör • 4 — Aa. B • 3 — K. B • 3 — Næstved 2

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.