Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Síða 13
Frá víyslu golfbrautarinnar. mjög örvandi erindi um golf, og afar fróSlegt, því aö flestir vi'Sstaddir voru ófróöir um íþróttina. Hann mælti mjög meÖ kennara þeirn, sem okkur þá stóö til boða, og talaði þar af eigin reynslu. Hann taldi íþróttina sinn lífselixír, senr hann illa gæti hugsað sér að vera án. Saga G. í. er ekki löng, en hún er með þeim sér- kennum, að allar yonir hans hafa rætst fyr en djörf- ustu idealistarnir í stjórninni þorðu aö dagsetja þær. Þetta er því að þakka, að klúbburinn hefir strax orðiÖ óskabarn fjölda góðra manna og náð almennri hylli. Fyrir þetta ber mér sem formanni nú sérstak- lega að þakka. Eg vil þá fyrst þakka sendiherra Sveini Björnssyni fyrir hjálp við stofnun klúbbsins og að hafa stuÖlaÖ aÖ því aÖ við fengum svo á- gætan kennara, enda þótt hann ætti ekki frum- kvæðið að því. Því næst vil ég þakka háttvirtum forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni, mikilsverða hjálp við að ná kennaranum hingað og fyrir ó- keypis húsnæði fyrir innandyra kensluna og þann ■drengskap að láta ekki flæma klúbbinn þaðan, meðan við þurfti. í þriðja lagi vil ég þakka kenn- aranum alia ómetaníega hjálp, auk hans ágætu kenslu. I fjórða lagi öllum, er klúbbnum hafa gef- ið cg margvíslega fyrir hann unnið. Það yrði of langt mál að telja það upp og ekki rétt, þar sem stjórnin auðvitað væntir enn rneir. Byrjunarörðugleikar eru að jafnaði talsverðir á hverju sem er, en líklega óvíða meiri en að korna af stað golfíþróttinni, því að til þess útheimtist svo afskaplega margt og kostnaðarsamt. Fyrst þarf a. m. k. 50 vel stæða og fórnfúsa félaga. 2) góða kenslu (innandyra helst). 3) Því næst strax golfvöll og 4) klúbbhús. — Allt þetta höfum við fengið í dag. Við höfum um 70 félaga. Við höfum haft góða kenslu, við höfum fengið góðan golfvöll, þótt lítill sé, og húsið gæti verra verið. —- En í stað þess að hafa golfvöll, sem er 18 hektarar að stærð og rúrnar 18 holur, höfunr við golfvöll, sem er aðeins 6 hektarar að stærÖ og rúmar aÖeins 6 holur. Og í stað þess að klúbburinn eigi völlinn sjálfur, erum við hér leiguliðar til eins árs og borgurn 2500 kr. fyrir. Hér er því enn tjaldaÖ til einnar nætur. Jón heitinn Þorláksson borgarstjóri tók vel í það að

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.