Íþróttablaðið - 01.12.1935, Page 16
14
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Vetrar-
starfsemi
íþróttafélag-
anna í R.vík.
Erlendur Pétursson,
form. K. R.
Jón Kaldal,
form. í. Ií.
Jens Guðbjörnsson,
fom. Armanns.
íþróttafélögin í Reykjavík hafa nú fyrir nokkru
hafiS vetrarstarfsemi sína af fullum krafti.
IþróttablaSið hefir haft tal af formönnum
þriggja stærstu íþróttafélaganna í bænum, og fer
hér á eftir viðtal við þá.
K. R.
Vér náurn tali af Erlendi Péturssyni formanni
K. R., í skrifstofu ,,Sameinaða“, þar sem hann
situr við skrifborð sitt þungt hugsandi, með þykk-
an bunka af farmskírteinum og öðrum skipspapp-
írurn fyrir framan sig.
— Konrdu sæll Erlendur, hvað getur ])ú frætt
oss um vetrarstarfsemi K. R. ?
— Um vetrarstarfsemina er margt að segja, því
flokkarnir eru margir, sem æfingar stunda. Fim-
leikar eru t. d. iðkaðir í 7 flokkum, 2 drengja-
flokkum, 2 telpuflokkum, 2 karlaflokkum og 1
kvenflokki.
— Er fullskipað í öllum flokkum?
— Já, æfingarnar eru yfirleitt rnjög vel sóttar
og áhuginn mikill.
-—■ Iðkið þið ekki fleiri íþróttir?
— Jú, blessaður vertu. Glíma, róður, knatt-
spyrna, hnefaleikar og frjálsar íþróttir eru iðkaðar
af miklu kappi og auk þess eru skíðaferðir farnar
um hverja helgi, þegar veður og færð leyfir.
— Hvaða íþróttakennara hafið þið
—• Benedikt Jakobsson kennir fimleika, glímu
og frjálsar íþróttir, Guðmundur Ólafsson knatt-
spyrnu, en hnefaleika kennir Þorsteinn Gíslason.
Eins og ])ú sérö eru þetta alt þaulvanir og góðir
kennarar.
— Og hvar fara svo allar þessar æfingar frarn?
— Auðvitað í K. R. húsinu, það er að segja nerna
skíðaferðirnar. Þá fyrst er K. R. húsið of lítið.
— Er ekki sérstök stjórn, sem sér um húsið?
— Jú, svokölluð húsnefnd. Hana skipa Ólafur
Nielsen, Nikulás Jónsson, Björgvin Jónsson, Odd-
geir Sveinsson og' Jón Gíslason, en framkvæmdar-
stjóri hússins er Kristján L. Gestsson.
— Hve margir félagar eru í K. R.
— Eg hefi nú ekki við hendina nákvæmar tölur
um félagafjöldann, en alls munu skráðir í félaginu
1700—1800 manns, ungir og gamlir.
— Hverjir stjórna öllu þessu bákni?