Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 15 — Auk mín eru í stjórninni: Björgvin Schram, varaform., Tómas Jóhannsson, ritari, Björn ÞórS- arson, gjaldkeri, Stefán Þ. GuSmundsson, féhirSir, SigurSur Olafsson, skrásetjari, og Olafur Þ. Guö- mundsson, áhaldavörður. Nú hringir síminn, og vér sjáum aö friöurinn er úti. Þökkum vér því Erlendi fyrir upþlýsingamar og kveöjum. í. R. Vér leggjum því næst leiö vora upp á Laugaveg ii og skjótumst inn í ljósmvndastofu Jóns Kaldal, en hann er svo sem kunnugt er formaöur I. R. Eftir skamma bið vindur Kaldal sér inn í bið- stofuna, sporléttur og hvatlegur eins og hlaupara sæmir. — Viltu fá mynd af þér, spyr Kaldal. — Nei, ekki í bili, en getur þú ekki brugöiö upp fyrir oss mynd af starfsemi í. R. nú í vetur? Hvaöa íþróttir iðkið þið aöallega? — Fyrst og fremst fimleika eins og ávalt undan- farið. — Hve margir flokkar æfa hjá ykkur? i. S. í. 1. S. í- Skjaldarglíma Ármanns verður háð í Iðnó föstudaginn 31. jan- úar 1936. Keppendur gefi sig skriflega fram við stjórn glímufélagsins Ármann fyrir 17. janúar. 30 á.r& afmæli glímufélagsins Ármann verður lialdið há- tíðlegt með íþróttasýningum o. fl. í Iðnó a afmælisdaginn (7. janúar). Nánar auglýst síðar. Stjórn glímiifélagsins Ármann. — Nú þegar æfa af fullum krafti karlm.flokkur, kvenflokkur, frúarflokkur og öldungaflokkur og seimia bætast svo við telpuflokkur og drengjaflokk- ur. — Eru eintóm gamalmenni í hinum svonefnda öldungaflokki ? — Nei, þar cru menn svo aðl segja á öllum aldri, að vísu ekki unglingar, en leikfimin er ekki eins erfiö eins og i i. flokki karla, og sniöin við hæfi þeirra, sem ýmist eru óvanir eða hættir þátttöku í i. flokki. — Hvaða kennara hafið þið? — iBaldur Kristjánsson kennir karlmönnum en Þorbjörg Jónsdóttir kvenfólki. — Hefir ungfrúin kent leikfimi áður? — Nei, en hún hefir nýlokið leikfimisprófi í Danmörku og kennir hina svonefndu Bertram-leik- fimi, sem ryður sér nú rnjög til rúms erlendis. — Iðkið þið fleiri íþróttir í vetur? — Já, frjálsar íþróttir og badminton' innan húss, og um hverja helgi eru farnar gönguferðir upp um fjöll og firnindi. Upp úr nýárinu verður svo byrj- að á skíðaferðum. — Hvers konar íþrótt er badminton? — Það er knattleikur í líkingu við tennis, en þó frábrugðinn að ýmsu leyti. Áhugi er mikill fyrir þessum leik, enda er hann mjög skemtilegur. — Hvernig eru æfingarnar sóttar? — I einu orði sagt, prýðilega. Vér sjáum nú að Kaldal er farinn að ókyrrast og það ekki að ástæðulausu, því 3 yngismeyjar hafa komið inn meðan á samtalinu stóð og bíða nú ó- þreyjufullar eftir að fá af sér poly-foto. Um leið og vér kveðjum Kaldal og þökkurn hon- um fyrir skýr svör, spyrjum vér um stjórn félags- ins, en hana skipa: Jón Kaldal form., og með- stjórnendur Guðmundur Sveinsson, Jón Jóhannsson, Magnús Þorgeirsson og Þórarinn Arnórsson. Ármann: Á leiöinni niður í bæinn erum vér svo hepnir að rekast á Jens Guðbjörnsson, formann Glímufél. Ár- mann. Vér berum strax upp erindið og j)ó Jens sé á hraðri ferð, leysir hann fúslega úr spurningum vor- um. — Verður mikill kraftur í Ármann í vetur?

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.