Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Side 21

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Side 21
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 19 þingmönnum, læknum, blaðamönnum og íþrótta- mönum til að skoða húsið. Ávarpaði hann gestina nokkrum orðum og fylgdi þeim síðan um bygginguna. Að því loknu flutti Sig- urjón Pétursson á Álafossi ræðu, þar sem hann mintist íþróttastarfsemi Jóns á undanförnum árum. Færði hann Jóni síðan silfurskjöld, sem var gjöf frá íþróttaskólanum á Álafossi. Því næst mælti forseti í. S. I. nokkur orð og þakkaði Jóni m. a. fyrir það, hversu vel fimleika- Sýningarnar á alþingishátíðinni 1930 hefðu tekist. Þá afhenti hann Jóni í nafni í. S. í. merki sam- bandsins og tvær myndir frá fyrrnefndum fim- leikasýningum. Að því búnu kvöddu gestirnir, þökk- uðu Jóni fyrir dugnað hans og árnuðu honum' allra heilla í framtíðinni. íþróttablaðið átti nýlega tal við Jón Þorsteins- son, og sagði hann að aðsókn að skólanum virtist ætla að verða mjög mikil, þrátt fyrir það hve seint hann hefði tekið til starfa. Þarf varla að efa að Jón, ásamt aðstoðarkennur- um hans, fái nóg að starfa og nægileg verkefni í þessum prýðilegu húsakynnum. Að lokum óskar svo íþróttablaðið Jóni til ham- ingju með íþróttahúsið, og væntir þess að hann eigi þar langan og bjartan starfsferil fyrir höndum. ípróttafréttir. Frá útlöndum: 7 ný met í Svíþjóð. í frjálsum íþróttum hafa Svíar sett 7 ný met í sumar. í 200 m. hlaupi á 21.5 sek., 20 km. hlaupi á 1 klst. 6 mín. 42 sek., stangarstökki 4.15 m., kúluvarpi 15.75 m-> kringlu- kasti 53.02 m., 4x400 m. boðhlaupi á 3 mín. 14.2 sek. og 1000 m. boðhlaupi á 1 mín. 54.8 sek. Færeyingar keptu nýlega í knattspyrnu á Shet- landseyjum. Af 3 kappleikjum unnu þeir 1 (4:2), tn töpuðu 2 (2:5, 3:4). Heimsmet í beggja handa kúluvarpi hefir Ung- verjinn Daranyi sett. Kastaði hann 29,46 m. sam- anlagt (hægri hendi 15.77, v- h. 13-69 m-)- Norðmenn setja 10 ný met. í eftirtöldum íþrótt- um hafa Norðmenn sett ný met á þessu ári: 400 m. hlaup 48.6 sek., 800 m. hlaup 1 mín. 52.1 sek., 3000 m. hlaup 8 mín. 35.4 sek., 5000 m. hlaup 14 mín. 48.8 sek., kúluvarp 15,00 m., kúluvarp beggja handa 28.34 m., kringlukast 48.80 m., langstökk án atrennu 3.47 m., .1000 m. boðhlaup 1 mín. 59.1 sek., 4x1500 m. boðhlaup 16 mín. 32.9 sek. Finnar tapa í knattspyrnu. Undanfarið hafa Finnar staðið sig illa í knattspyrnukappleikjum við aðrar þjóðir. Þannig töpuðu þeir með 0:6 móti Þjóðverjum, 1:5 móti Norðmönnum og 1:5 móti Dönum. Norðurlandamet í 100 m. sundi, frjálsri aðferð, setti Finninn Hietanen í haust' á 59.7 sek. 5 ný met í Danmörku. Á ]>essu ári hafa Danir sett 5 ný met í frjálsum íþróttum. Þau eru sem hér segir: 1000 m. hlaup 2 mín. 31,8 sek., 5000 m. hlaup 14 mín. 52,4! sek., 20 km. hlaup 1 klst. 6 mín. 45,2 sek., 4X100 m. boðhlaup 42,8 sek., hástökk 1,90 m. * Jjphjóiúisl(jó.(!juwi (áður Mullersskólinn). íþpóttaleikfími, Hressingarleikfimi, Miillersæfingar o. fl. Vetrarstarfsemi skólans er byrjuð. Kensla allan daginn fyrir konur og karla, unga og gamla. Leitið yður upplýsinga um starf- semi skólans, hvar sem þér eruð á landinu. Jón Þopsteinsson, Sími 3738.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.