Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 4
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Knattspyrna., Mikið fjör hefir verið í knattspyrnulífi höfuð- staðarins, það sem af er sumri, og óvenju snemma byrjað, enda tíðarfar gott. Fyrsti kappleikurinn var háður á annan dag páska, þann io. apríl, milli Vík- ings og sjóliða af þýska herskipinu ,,Emden“, og sigraði Víkingur með 3 mörkum gégn I. Þá keppti fyrir skömmu lið af enska skólaskipinu „Vindictive" við blandað lið úr K.R. og Víking, með þeim úr- slitum, að jafntefli varð, 3: 3, en nokkrum dögum síðar sýndi Valur yfirliurði landans með því að vinna enska liðið með 2:0. Knattspyrnumennirnir á „Vindictive" voru mjög sæmilegir, á okkar mæli- kvarða, og hafa þeir getið sér góðan orðstír, þar sem þeir hafa áður leikið. Það mega teljast tíðindi — og þau góð, — að 3 af knattspyrnufélögum bæjarins hafa ráðið til sín erlenda þjálfara, sem allir hafa hafið starf sitt fyrir nokkru. Fram hefir fengið Hermann Lindemann, sem var í kappliði Þjóðverjanna hér í fyrra sumar. Til Vals er kominn þaulæfður enskur knattspyrnu- maður, — Mr. Devine — og til Víkings frægur þýskur markvörður, Fritz Buchloh að nafni. Ennþá er of snemmt að ætlast til sýnilegs árangurs af starfi þessara manna, en þess er að vænta, að hann komi upplagða til leikfimi, með þungbúinn svip, en á eftir leika sér eins og ærslufulla drengi, sem eru til í alt, við getum ekki annað en fullyrt, að leikfimi sé holl! Höfum þetta hugfast nú, á meðan við æfum, og altaf, og gætum vel að einkennunum. Á þeim get- um við líka greint á rnilli hollrar og óhollrar leik- fimi og hollra og óhollra íþrótta (sama leikfimin og sömu íþróttirnar geta verið ýmist holl eða óholl, eftir því, hvernig þær eru iðkaðar og livernig þeim er beitt). Og verum viss um, að ef við finnum vel til hollustu-einkennanna, þá vinnum við í rétta átt fyrir gott málefni. Framanrituð grein cr lauslega þýdd úr dönsku af Stcindóri Björnssyni frá Gröf. Höfundurinn heitir Herluf Nielsen. í ljós á sínum tíma. K.R. hefir — eftir að Guðm. Ólafsson hætti þjálfarastörfum, — æft undir leið- sögn Sigurðar Halldórssonar, sem öllum knattspyrnu- áhangendum er að góðu kunnur. Vormótum yngri aldursflokkanna er nýlokið. K.R. varð sigurvegari í 3. flokki með 5 stigurn, Valur fékk 3 stig, en Fram 2. Leikir Víkings voru dæmd- ir ógildir, vegna þess. að einn keppandi þeirra var of gamall. í öðrum flokki varð Fram hlutskarpast og hlaut 6 stig, Valur 4, K.R'. 2 og Vikingur o. Þau mót, sem eftir eru í sumar, verða háð sem hér segir: 4. flokks mót (drengir innan 13 ára) 5. júlí, íslandsmótið (meistarakeppnin) 26. júlí, landsmót í 1. flokki hefst um sama leyti. Haustmót 2. flokks (drengir undir 19 ára) 17. ágúst og 3. flokks (drengir undir 16 ára), 22. ágúst, og verð- ur þá keppt í tvöfaldri umferð. Um knattspyrnu- mótin í sumar sjá Fram og K.R. i sameiningu. 4 úr „Islington Corinthians“: F. Smith, fararstjóri. J. Lewis, bakvörður. J. West, framherji. R .Caler, framvörður.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.