Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 8
(5 IÞRÓTTABLAÐIÐ í íþróttamálum, bæði inn á við og út á við, og hefir orðið að ganga í ýms alþjóða-íþróttasambönd, eins og t. d. íþróttasamband áhugamanna (I.A.A.F.), Knattspyrnusambandið (F.I.F.A.), Sundsambandið (F.I.N.A.), svo og Fimleikasamband Norðurlanda (N.G.F.) og Róðrarsamband Norðurlanda (N.R.F.), til þess að íslenskir íþróttamenn gæti fengið að keppa eða sýna íþróttir erlendis. Á síðasta aðalfundi Í.S.Í., 23. og 24. júní 1938, var kosin sérstök nefnd til að athuga framtíðar- skipulag Í.S.Í., og gera tillögur þar um. Ein af til- lögum nefndarinnar er sú, að Í.S.Í. fái sérstakan framkvæmdastjóra. Slík tilhögun mundi þýða aukin útgjöld fyrir Í.S.Í. Viljum vér því leggja það til, að hinn væntanlegi íþróttafulltrúi, sem frumvarpið fjallar um, yrði um leið framkvæmdastjóri Í.S.Í. og yrði þess getið i skipunarbréfi hans og lagafrum- var]ú þessu. Með þessu mun sparast mikið fé, og enn nánara samstarf yrði á milli þeirra aðila, sem yfirumsjón eiga að hafa með þessum menningarmál- um, sem sé íþróttanefndinni, sem hefir umsjón með skólaíþróttum, og Í.S.Í. með hinni frjálsu íþrótta- starfsemi. Samvinna milli þessara þriggja aðila er nauðsynleg, og verður ávalt að vera sem allra best. Þá viljum vér láta í ljósi skoðun vora á öðrum liðuni frumvarpsins. Vér mælum eindregið með því, að hert verði á íþróttakenslunni við Kennaraskól- ann, og þá um leið á íþróttakenslunni við alla skóla landsins. Vér teljum, að einmitt skólarnir, og þá fyrst og fremst barnaskólarnir, eigi að hefja byrj- unina á þessu uppeldis- og menningarmáli þjóðar- innar, og þegar kennararnir hafa verið búnir undir ])að starf sérstaklega, í Kennaraskólanum, þá virð- ist sem því ætti að vera borgið. Hin bættu skilyrði til íþróttaiðkana við skólana, sem frumvarvið gerir ráð fyrir, er hin mesta nauð- syn, og mælum vér eindregið með henni. í því sam- bandi viljum vér leyfa oss að benda á, að nauðsyn- legt er, að bæta sérstakri grein við III. kafla frum- varpsins, þar sem skólanemendum, er taka þátt í íþróttakeppnþ.sé gert að skyldu að láta lækni (íþrótta- lækni) skoða sig reglulega. Þá viljum vér taka það fram, að vér teljum sam- vinnu þá, um byggingar á íþróttamannvirkjum, sem um getur í frumvarpinu, mjög æskilega, — sem sé á milli íþróttafélaga, skóla, bæjarfélaga og sveita- stjórna. Með slíkri samvinnu allra aðila, ætti að fást betri aðbúnaður til iþróttaiðkana og auðveldari í framkvæmd. Um framkvæmd frumvarpsins og þeirra reglu- gerða, sem settar kunna að verða, fer að sjálfsögðu mikið eftir því fjármagni, sem íþróttanefndinni og Í.S.Í. verður ætlað. Og vér viljum eindregið benda á, að sá tekjustofn þarf að vera viss og öruggur; annars geta allar framkvæmdir tafist, og valdið á þann hátt hinum mestu örðugleikum. Að lokum væntum vér þess, að Í.S.Í. verði tryggt nægilegt fé til starfsemi sambandsins, og að það fari árlega vaxandi, eftir því sem tök eru á. * Það er rétt að geta þess, að af 5 stjórnarmeð- limum Í.S.Í. skrifaði einn undir með fyrirvara og annar hafði einnig nokkra sérstöðu. FIMMTUGUR: Benedikt G. Waage forseti í. S. í. Um þessar rnundir á einn kunnasti íþróttafröm- uður og íþróttamaður íslands -— Ben. G. Waage, forseti Í.S.Í. — fimmtugsafmæli, en hann er fæddur 14. júní 1889 í Reykjavík. Benedikt G. Waage er vafalaust einhver fjölhæf- asti íþróttamaður, sem við höfum átt. Hann lagði snemma stund á knattspyrnu, sund og fimleika og

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.