Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 11
iÞRÓTTABLAÐIÐ 9 Sundíþróttin er i framför. Ingimundur Guömundsson glímukóngur. Engilbert Jónasson, Haraldur SigurÖsson og Sig- urÖur Guðjónsson eru frá Vestmannaeyjum, en hin- ir allir úr Glímufél. Ármann. Því miÖur var þessi glíma rniklu síðri en íslands- glíman í fyrra. Um fallegar glímur var varla að ræða og flestar voru þær daufar og þófkendar. Þeir Ingimundur og Skúli báru af keppinautum sínum, sérstaklega þó sá fyrnefndi, sem glímdi vel og ör- ugt. Af Vestmanneyingunum var Sigurður Guðjóns- son bestur. Hann er frískur glímumaður og ákveðinn. Þessi íslandsglíma var hin 29. í röðinni, en 33 ár eru nú liðin frá því að hún var háð í fyrsta sinn og 30 ár síðan Sunnlendingar sóttu beltið í greipar Norðlendinga. Á sundmótum þeim, sem fram hafa farið að und- anförnu, hafa sundmenn okkar sýnt, að þeir eru á framfarabraut, — það er að segja karlmennirnir. Því miður verður ekki sagt hið sama um konurnar. Því eins og það þykir sjálfsagt, að sett séu ný met í karlmannasundum á hverju móti, eins er það við- burður, ef konurnar hæta met sín. Að vísu eru það aðeins 2 menn, sem sjá okkur fyrir nýjum sundmetum, — þeir Ingi Sveinsson og Jónas Halldórsson, — en við eigurn fjölda af efni- legum ungum sundmönnum, sem vafalaust halda merkinu á lofti, þegar þessir 2 sundkappar draga sig í hlé, en þess er vonandi langt að bíða. Jónas hefir nú alls sett 50 sundmet, og eru þessi hin síðustu: So.o.mtr. frjáls aðferð 11 min. 35.3 sek. (var 11.39.2), 400 mtr. baksuud 6 mín. 21.2 sek. (var 6:42.7), 200 mtr. baksund 2 mín. 35.7 sek. (var 3:03.8), 300 mtr. frjáls aðferð 3 mín. 51.9 sek. og 100 mtr. baksund 1 mín. 16.2 sek. (var 1 : 18.8). Ingi lætur einnig skammt stórra högga á rnilli. Siðustu met ,sem hann hefir sett, eru sem hér segir: 200 mtr. bringusund 3 mín. 0.9 sek. (var 3:4.8), 50 mtr. bringusund 35.7 sek. (var 37-i), 500 mtr. bringusund 8 mín. 13.5 sek. (var 8: 16.3). Þrjú sundmót hafa verið háð í sundhöllinni í Reykjavík frá því að síðasta blað kom út. Skal hér skýrt stuttlega frá úrslitum þeirra: SUNDMÓT ÓLYMPÍUNEFNDAR, 30. mars. 50 mtr. frjáls aðferð, karlar. 1. Logi Einarsson (Æ.) 28.7 sek. joo mtr. bringusund, konur. 1. Þorbjörg Guðjónsdóttir (Æ.) 1 mín. 39.6 sek. 700 merra bringusund, karlar. 1. Ingi Sveinsson (Æ.) 1 mín. 21.7 sek. 800 mtr. frjáls aðferð, karlar. 1. Jónas Halldórsson (Æ.) 11 mín. 35.3 sek. Fjórir af bestu skriðsundsmönnum Reykjavíkur syntu sina 200 metra hver á móti Jónasi. Hafði hanu

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.