Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Qupperneq 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 3. janúar 2020
Krabbamein og freyðibað
Á sama tíma og hann tók þátt í Leitinni að
strákunum gekk Fribbi í gegnum erfiðan
tíma í einkalífinu.
„Þessi áskorun kom á versta tíma fyr-
ir mig persónulega, en þegar ég var valinn
einn af tíu bestu umsækjendunum þá
mættu Sveppi og Auddi heim til mín. Ég
var sem betur fer ekki sofandi enda löngu
vaknaður og beið áhyggjufullur eftir for-
eldrum mínum. Þennan morguninn leið
yfir pabba minn og hann þurfti því að fara
á spítala. Hann kom ekki aftur heim þenn-
an dag. Mér brá þegar ég sá svo mynda-
vélina og Sveppa og Audda og Huga þegar
þeir bönkuðu upp á heima hjá mér. Svo
kom að fyrstu tökunum og pabbi minn var
enn á spítalanum, á leið í uppskurð, og ég
hafði því meiri áhyggjur af honum en af
sjálfum mér.“
Þegar kom að því að draga áskorun upp
úr fötu þá kom á daginn að Fribbi þyrfti að
fara í freyðibað með einum keppinaut sín-
um. „Á sama degi og ég var að gera þessa
áskorun þá var komið að því að skera upp
pabba minn. Eftir vel heppnaða áskorun
fór ég heim, en þá tók við næsta sjokk.“
Læknar höfðu þá fundið krabbamein í
föður Fribba. „Ég sagði þá við hann að ég
ætlaði að gera hann stoltan af mér. Hann
vissi að ég hefði komist áfram í Leitinni að
strákunum en ég gat ekki sagt honum frá
sjálfri áskoruninni. Það hefði alveg farið
með hann þá. Ég var ekki með allan hug-
ann á þessum þætti. Ég skammaðist mín
það mikið fyrir að hafa tekið þátt. En auð-
vitað vildi ég standa við orð mín og reyna
að standa mig eins og hetja á meðan ég
var í keppninni. Helst langaði mig bara að
detta út. En alveg óvænt komst ég áfram.
Þá kom að því að gera skets, en þá gat ég
loksins sýnt leikhæfileika mína. Pabbi
minn var þá nýkominn heim af spítalan-
um og þess vegna var ég allur að lifna við
í þættinum. En það var um seinan. Ég var
ekki með nógu gott atriði fyrir Pétur og
Skara skrípó. “
Aðalsprautan
Fribbi datt út úr þáttunum í 8. sæti. Aðrir
keppendur voru spurðir hver ætti að detta
út og voru flestir sammála um að það væri
Fribbi. Þetta upplifði Fribbi sem einelti.
Honum hafði reyndar ekki samið vel við
hina keppendurna, en hann telur að eftir
að hann var rekinn úr þáttunum hafi vin-
sældir þáttanna minnkað. „Ég virtist vera
aðalsprautan í þessum þáttum og sló í
gegn í fyrsta þætti. Þá var ég með hugann
allan við keppnina og gerði mitt besta til að
heilla dómnefndina með látbragði mínu og
húmor. Auddi Blö, Sveppi og Pétur grenj-
uðu af hlátri og Pétur þurfti oft að þurrka
tárin af gleraugunum. Svo komst ég líka að
því að hann er með svipaðan athyglisbrest
og ég er með. Hann átti það til að detta út
og vera með hugann við allt annað. Pabbi
minn dó síðan úr krabbameini
2008. En ég náði að fara með
honum á fyrstu myndina sem ég
birtist í á hvíta tjaldinu, nefni-
lega Astrópíu. Ég náði því að
gera pabba stoltan af mér.“
Dramadrottning, en ekki
nettröll
Myndir þú kalla sjálfan þig
nettröll ?
„Nei, það er ég alls ekki. Þótt
ég hafi átt það til að prakkar-
ast og vera með aulabrandara
í kommentunum og í stríði við
suma notendur, þá er ég ávallt
mjög prúður og kurteis. Ég á það
samt til að vera stríðinn og með
smá dass af kaldhæðni, en ég
stunda það ekki að áreita neinn
eða spamma á netinu. Það má vel
vera að ég fari ansi oft í taugarnar
á sumu fólki og ummæli mín hljómi eins
og algjört þvaður og bull. Ef ég verð sjálf-
ur fyrir áreitni á netinu af alvöru nettröll-
um reyni ég alltaf að forðast þau. Ég bara
hreinlega nenni ekki að lenda í þrasi við
nettröll. Ég er meira svona dramadrottn-
ing, en alls ekki nettröll. Ég er ekki maður-
inn sem býr til leiðindi. Það er hins vegar
fólkið sem er með neikvæð viðhorf til mín
og reynir að brjóta mig niður.“
Hvað er það sem heillar mest við sam-
félagsmiðla?
„Afþreyingarefni fyrst og fremst. Það
er svo gott að geta látið hugann reika yfir
það sem maður hefur mestan áhuga á. Ég
heillast mest af tónlistarmyndböndum
og skemmtilegum myndböndum, áhuga-
verðum skoðunum frá áhugaverðu fólki í
„virkum í athugasemdum“. Og skemmti-
legum fréttum, að sjálfsögðu. Þar sem er
drama er alltaf gaman!“
Sakaður um karlrembustæla
Hvaða áreiti hefur þú helst orðið fyr-
ir vegna þátttöku þinnar í opinberri um-
ræðu?
„Ég gæti nefnt Twitter Elísabetar
Ormslev þar sem hún sakaði mig um að
vera með karlrembustæla og svona „vict-
im-blame“. Þetta gerðist þegar leitin að
Birnu Brjáns stóð sem hæst og ég vissi
auðvitað ekkert þá um örlög hennar. Ég
hafði ansi oft áður séð unglingsstelpur
vera að láta sig týnast í borginni viljandi
og það var orðið að tísku hjá ungum stelp-
um að láta leita að sér. Þegar ég las frétt um
Birnu Brjáns um að hún hefði verið ein á
ferð þá sagði ég að mér fyndist það ekki
sniðugt að stelpur væru einar að þvælast
fullar í bænum. Elísabet Ormslev hélt því
fram á Twitter-síðu sinni að ég væri með
karlrembustæla og fórnarlambsþvætting.
Málið er að ég meinti þetta ekki þannig
að það ætti að banna konum að vera ein-
ar að þvælast á götu óverndaðar. Ég sagði
þetta vegna þess að ég hafði áhyggjur af að
Birna Brjáns væri þarna á þvælingi alein.
Mér þykir afar vænt um allar konur. En hef
verið svo oft misskilinn af þeim. Ég þekkti
hana Birnu ekki beint, en ég vissi hver hún
var. Hún heilsaði mér oft þegar ég mætti
henni, en þá var ég að bera út blöðin við
heimili hennar á Eyjabakkanum. Hún virk-
aði mjög feimin, en mjög róleg og kurteis
týpa. Ég var samt aldrei að skipta mér neitt
af henni. Enda þekkti ég hana ekkert beint.“
Fribba var ekki skemmt þegar tíst
Elísabetar hlaut mikla athygli. „Mér finnst
þetta enn full harkalegt einelti. En eftir
þessa áreitni Elísabetar hafa flestar konur
á Twitter stimplað mig sem mannleysu og
fávita og fleira viðurstyggilegt sem ég á ekki
skilið. Þetta ýtti mér aftur að sjálfsmorðs-
hneigð sem ég er að berjast við enn í dag
við. Einelti getur alltaf haft alvarlegar af-
leiðingar. Því fékk ég að kynnast á hugi.is
þegar einn notandi þar svipti sig lífi. Það
hafði jú vissulega áhrif á mig og ég hef
einmitt varast að láta þessa gerendur ein-
eltis hafa þessi illu áhrif á mig. Þess vegna
er ég á lífi enn í dag. Það má jú bæta við,
að ég hef orðið fyrir mikilli áreitni frá vin-
konum hennar og vinum eftir þetta. Ég hef
margreynt að fá hana Elísabetu til að taka
þetta tíst til baka, en án árangurs. Ég reyndi
jafnvel að hafa samband við móður henn-
ar, Helgu Möller. En hún blokkaði mig og
heldur með dóttur sinni. Það var svo sem
vitað að það myndi gerast. En ég er engin
karlremba. Mér þykir vænt um allar konur.
Þrátt fyrir að ég hafi oft átt í basli með sam-
skipti við konur og að fá þær til að skilja
mig.“
Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér í 10
orðum eða færri?
„Töffari, listrænn, umdeildur, húmoristi,
ógleymanlegur, dramadrottning, virkur
í athugasemdum, snillingur, prakkari og
einstakur.“
Hvað heldur þú að kæmi fólki, sem
þekkir þig eingöngu af samfélagsmiðlum,
mest á
óvart ef það fengi að kynnast þér?
„Það mun komast að því að ég er með
gleraugu og án filters og ekki eins svalur
og skemmtilegur og ég er á netinu. Það
kemst að því líka að ég er bara leiðinlegur
maður sem það ætti ekki að vera að eyða
miklum tíma í að spjalla við.“
Hvað þyrfti helst að bæta í menn-
ingunni á samfélagmiðlum í dag?
„Samskiptin þarf helst að laga. Mér
finnst áberandi hve margt fólk sem er
virkt í athugasemdum leyfir sér oft að vera
dónalegt og er oft ausandi ógeðslega ljót-
um, ofbeldisfullum orðum á þann sem er
til umtals í fréttum. Fólk þarf að fara að
taka meira til hjá sjálfu sér og fara meira
út og anda að sér meira súrefni til að hafa
meiri stjórn á reiði sinni. En það sem ég
hef lært af öllum þeim samskiptamiðlum
sem ég hef verið á er að fólk á víst mjög
erfitt með að hafa hemil á skapinu og eys
oft úr sér óþarfa reiðilegum ummælum á
netinu. Það virðist hafa sjúka þörf fyrir að
láta oft vel í sér heyra.
Þetta gerir fólk aðallega til að vekja
meiri athygli á sjálfu sér. Sjálfur hef ég
oft fengið að kenna á því þegar ég eys
minni reiði í kommentakerfunum. En
ég er samt alltaf mjög rólegur yfirleitt
þegar ég kommenta. Maður verður samt
alltaf að ná að hafa hemil á sjálfum sér
áður en maður ýtir á ENTER-takkann.
Annars þarftu að taka afleiðingunum.
Fólk á það til að hafa gaman af því að at-
ast í litla manninum á netinu. Þótt ég sé
179 sentímetrar á hæð þá er ég oft lítill í
mér á netinu og því oft verið mjög auðvelt
skotmark fyrir einelti. Þess vegna segi ég
aftur; samskipti og hegðun á netinu þarf
að laga. Ég þarf líka að sjálfsögðu að bæta
mína hegðun. Maður er sífellt að þrosk-
ast. Eigum við ekki bara að segja að batn-
andi manni er best að lifa?“
Hvernig eru samskiptareglur á netinu
ólíkar þeim reglum sem gilda í raun-
heimi? Myndir þú segja að öðruvísi sið-
ferði ríki í samskiptum fólks á internetinu?
„Já, fólk er opinskárra á netinu en
í raunheimi. Þú segir ekki alltaf sömu
hlutina og þú segir á netinu. Netheim-
ur birtir oft falska mynd af raunveruleik-
anum. Ég þyki oft svalur töffari og mik-
ill húmoristi og snillingur á netinu. En
í raunheimi er ég eins og skjaldbakan
sjálf. Dreg mig inn í skel og loka mig al-
veg frá umheiminum. Ég eyði líka mest-
um hluta lífs míns í tölvuleikjum og þvæl-
ing á netinu. Er algjör slóði. Ég þarf jú svo
sannarlega að taka mig á í þessu og fara
breyta þessum lífsstíl á næsta ári.“ n
Langvarandi atvinnu-
leysi getur hreinlega
gert út af við mann.
Maður verður miklu
félagslega einangraðri
og upplifir meiri
depurð, jafnvel lífsleiða.