Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 28
28 PRESSAN 3. janúar 2020
Kynlíf á milli tegunda og fræg bóseind
Það er venjan við áramót
að taka saman lista yfir
eitt og annað sem þykir
hafa sett mark sitt á
árið sem er að líða eða
er nýliðið, nú eða eins og
núna þegar annar ára-
tugur aldarinnar er liðinn.
Slíkir listar eru auðvitað
oft umdeildir og skiptar
skoðanir um það sem
nær inn á þá og það sem
ekki kemst á þá. Hér
ætlum við að birta lista
yfir nokkrar af merkustu
vísindauppgötvunum
síðasta áratugar en eins
og gefur að skilja kemst
bara lítill þeirra á listann
og eflaust eru ekki allir
sáttir við valið.
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Árið 1987 fundu japanskir vísindamenn
klippigenið Crispr í bakteríu. En það liðu
mörg ár þar til vísindamenn fundu loksins út
til hvers þetta gen er notað. Crispr er varnar-
tæki sem sumar bakteríur nota gegn veirum
sem reyna að komast inn í þær. Crispr klippir
og límir í DNA veirunnar þannig að bakterían
gerir hana óskaðlega. 2012 tókst bandarísk-
um vísindamönnum að búa til einhvers konar
verkfæri úr þessari varnartækni bakteríunnar.
Þetta verkfæri er hægt að nota til að fjarlægja
hvaða gen sem er úr dýrum, plöntum og bakt-
eríum. Áður var þetta gríðarlega erfitt og dýrt
í framkvæmd. Nú er því hægt að gera þetta
á nokkrum mánuðum í stað nokkurra ára.
Margir vísindamenn telja þetta skipta gríðar-
lega miklu máli og opni mörg ný tækifæri. Enn
sé bara búið að krafsa lítillega í yfirborð þess
sem hægt sé að nota Crispr í. Tæknin veiti ný
tækifæri í líftækni.
Árið 1916 spáði Albert Einstein fyrir um tilvist þyngdarbylgna. Hann
taldi að þyngdarbylgjur mynduðu sveiflur í tímarúminu, svona álíka
og öldur í sjónum gera yfirborð sjávar ókyrrt. Þyngdarbylgjurnar
voru eðlileg afleiðing af afstæðiskenningu Einstein en á þessum
tíma gat hann ekki sannað að slíkar bylgjur væru til. Það liðu 100
ár þar til við höfðum þróað nægilega góðan búnað til að skrá slíkar
bylgjur því það var 2016 sem hópur vísindamanna hjá Ligo-rann-
sóknarstofunni í Kaliforníu tilkynnti að hann hefði mælt þyngdar-
bylgjur frá tveimur svartholum sem rákust saman. Það að við vit-
um nú að þyngdarbylgjur eru til opnar nýja möguleika í eðlisfræði.
Allt sem við vissum um alheiminn áður var byggt á rannsóknum á
ljósi sem stjörnusjónaukar hér á jörðinni eða gervihnettir nema.
Þyngdarbylgjurnar opna á nýja möguleika í rannsókn-
um á alheiminum. Með hefðbundnum rann-
sóknaraðferðum, sem byggja á móttöku
ljóss, er ekki hægt að sjá lengra aftur í tím-
ann en um 380.000 ár eftir Miklahvell en
vísindamenn telja að þyngdarbylgjurn-
ar opni á möguleika til að sjá lengra
aftur í tímann en það. Fræðilega séð
á að vera hægt að rann-
saka hvað gerðist
á árdögum al-
heimsins með
því að rannsaka
þyngdarbylgjur en
enn á eftir að þróa
tækni til rannsókna á
þeim betur svo við eig-
um enn nokkuð í land
með að slíkar rann-
sóknir verði hvers-
dagslegar.
Ein af stóru uppgötvunum áratugar-
ins var þegar við komumst að því að
mannkynið, það er að segja Homo
sapiens, er 100.000 árum eldra en
áður var talið. Það gerðist 2017 þegar
vísindamenn skýrðu frá því að stein-
gervingar, sem fundust í Marokkó,
sýndu að mannkynið væri mun eldra
en áður var talið. Þetta hlaut síðan enn
frekari staðfestingu þegar fleiri stein-
gervingar voru rannsakaðir. Ef ein-
hver hefði haldið því fram fyrir þremur
árum að Homo sapiens hafi verið uppi
í Evrópu fyrir 210.000 árum hefði því
verið vísað á bug sem hreinu kjaftæði.
En nú er vitað að tegundin var til stað-
ar víða í heiminum miklu fyrr. Þessi
uppgötvun opnar einnig á möguleik-
ann á að við getum komist að því hvort
tegundin okkar hafi átt hlut að máli
hvað varðar útdauða annarra tegunda
manna. Má þar nefna Homo erectus
sem var tegund sem var uppi frá því
fyrir um 1,8 milljónum ára þar til fyr-
ir um 100.000 árum. Talið var að menn
af þeirri tegund hefðu aldrei hitt Homo
sapiens. Það sama á við um Homo flor-
esiensis sem hvarf af sjónarsviðinu fyr-
ir um 60.000 árum. Nú er staðan allt
önnur og ekki ólíklegt að Homo sapi-
ens hafi komist í kynni við báðar þess-
ar tegundir. Þar sem Homo sapiens
birtist hafi aðrar tegundir látið undan
og á endanum horfið af sjónarsviðinu.
Ekki ósvipað því að stór kattardýr
hverfa af sjónarsviðinu þar sem menn
taka sér bólfestu.
Aldur
mannkynsins
Klippigenið Crispr
Þyngdarbylgjur Einstein
Stór uppgötvun í líftækni Cripsr er hægt
að nota í margt sem enn á eftir að uppgötva.