Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 10. janúar 2020 F ata- og fylgihlutahönnuðurinn Berg- lind Óskarsdóttir fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til Ítalíu fyrir fjórum árum en nýlega kynnti hún fata- og fylgihlutalínuna Bibi & Bella sem ætluð er fyrir stelpur á aldrinum 4–10 ára. Merkið leggur áherslu á gæði og framleiðir fatnað sem ætlað er að endast og erfast. Berglind segir aðdragandann hafa verið langan og oft á tíðum strangan sem geri þó afrakstur- inn þeim mun betri. Tildrög þess að Berglind fluttist suður um höf var framhaldsnám sem hún hugði á, en hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Nám- ið var í Istituto Marangoni-háskólanum í Mílanó og útskrifaðist Berglind þaðan tveimur árum síðar. Hún segir námið hafa verið krefjandi en skemmtilegt og talsvert ólíkt því sem tíðkast hér heima. „Ég vann lengi vel sem flugfreyja hjá Iceland Express og á þaðan ótrúlega góð- ar minningar, en eftir að yngri sonur minn fæddist þá langaði mig í meira nám. Ég hef alltaf verið mjög glysgjörn og alltaf haft mikinn áhuga á tísku. Ég er þó ekki týpan sem eltir alla tískustrauma. Ég hef mikinn áhuga á vönduðu handverki og útsaum- ur í alls konar formi hefur alltaf heillað mig mjög mikið. Ég ákvað því að sækja um í Listaháskóla Íslands og byrjaði nám- ið þegar Sævar Stormur var átta mánaða og eldri sonur minn, Óðinn Styrkár, var þriggja ára. Þegar ég hugsa til baka þá var það mikið álag og ég varð að vera mjög skipulögð. Eftir námið varð ég ólétt að dóttur minni, Sæunni Stellu, og þegar ég var í fæðingarorlofi sótti ég um skólastyrk í Istituto Marangoni í Mílanó í masternám fyrir lúxusfylgihluti og framleiðslu.“ Flutti umsvifalaust út Berglind kynntist eiginmanni sínum, Þór- halli Sævarssyni, fyrir tæpum tveimur ára- tugum og þau áttu lengi þann draum að búa erlendis. Hún segir þó ævintýraþrána ekki aðeins hafa ráðið för því vegna vinnu Þórhalls henti fjölskyldunni betur að búa meira miðsvæðis. „Þórhallur er leikstjóri og því starfi fylgja mikil ferðalög, þess vegna einfaldar það okkur lífið til muna að búa hér frekar en á Íslandi. Á þennan hátt eigum við mun fleiri stundir saman sem fjölskylda. Eftir að ég fékk skólastyrkinn var því aldrei neinn vafi í okkar huga og við fluttum umsvifalaust út. Dóttir okkar var þarna á fyrsta ári og ég fann fljótt að ég var aftur lent í sams kon- ar álagi og meðan á náminu heima á Ís- landi stóð, en að þessu sinni var ég með þrjú börn, í öðru landi og kunni ekki einu sinni tungumálið. Við þurftum að koma okkur fyrir og aðlagast fljótt og það var ekki alltaf auðvelt. Við ákváðum að setja börnin í ítalskan hverfisskóla og leikskóla því okkur þótti mikilvægt að þau fengju þessa upplifun í gegn og næðu fljótt tök- um á ítölskunni. Það er ótrúlegt að sjá hvað börn eru fljót að læra, en það tók strákana tvo mánuði að læra ítölsku og þeim hefur alltaf gengið mjög vel í skóla hér úti. Sæ- unn Stella var lengur að byrja að tala en Berglind framleiðir fatnað sem endist og erfist Ævintýraþráin leiddi fjölskylduna til Ítalíu - Vörumerkið varð til eftir að kápa sem Berg- lind saumaði á dóttur sína vakti mikla athygli Ég hef alltaf verið mjög glysgjörn og alltaf haft mikinn áhuga á tísku Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.