Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 14
14 10. janúar 2020FRÉTTIR S jaldan eða aldrei hafa ver- ið eins miklar manna- breytingar á skrifstofu Strætó BS og í þjónustuveri. Einn starfsmaður hefur látið af störfum vegna eineltis. Þetta seg- ir starfsmaður hjá Strætó í samtali við DV. Framkvæmdastjóri Strætó vísar þessum staðhæfingum á bug. Rúmlega 300 manns starfa hjá Strætó BS, þar af um 200 vagnstjór- ar. Aðrir starfsmenn sinna störfum á verkstæði, þvottastöð, vörulager, í þjónustuveri og á skrifstofu. Starfsmaðurinn sem DV ræddi við vill ekki láta nafns síns getið af ótta við afleiðingarnar. Starfs- maðurinn segir að allar manna- breytingar á skrifstofu undanfarna mánuði megi rekja til Ástríðar Þórðardóttur, fyrrverandi fjármála- stjóra og aðstoðarforstjóra. „Hún var rekin í sumar vegna þess að þá hafði hún séð til þess að nokkrir starfsmenn höfðu látið af störfum, meðal annars sölu- stjóri og yfirmaður tölvumála. Margir hótuðu að segja upp en þá greip Jóhannes forstjóri í taumana og gerði starfslokasamning við Ástríði. Nú síðast þá gafst launa- fulltrúi upp, eftir um eitt ár í starfi. Þá fór bókarinn í frí vegna kulnun- ar í starfi.“ Starfsmaðurinn bendir á að á síðastliðnum fimm árum hafi þrír launafulltrúar hætt störfum hjá fyrirtækinu. „Það segir svolítið um um álagið.“ Þá segir starfsmaðurinn að ann- ar starfsmaður hafi horfið frá störf- um vegna eineltis. „Eineltið fólst í því að einn starfsmaður setti alltaf út á annan starfsmann þó svo að viðkomandi gerði allt rétt. Það leiddi til þess að hún hætti í þjón- ustuverinu.“ Skýrar reglur Í eineltisstefnu Strætó BS segir meðal annars: „Strætó á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mót- ast af virðingu og umhyggju. Hvorki einelti né annað ofbeldi verður undir nokkrum kringum- stæðum liðið innan vinnustaðar- ins. Meðvirkni starfsfólks í einelti er fordæmd. Lögð er áhersla á að leysa þau mál sem upp kunna að koma á farsælan og skjótan hátt, samkvæmt þar til gerðum verk- lagsreglum. Tekið verður á fölskum ásökunum um einelti af sömu festu og einelti almennt og litið á þær mjög alvarlegum augum.“ Í mannauðsstefnu Strætó BS segir meðal annars að fyrirtækið leggi áherslu á að „að stuðla að vin- samlegu og fjölskylduvænu starfs- umhverfi með því að bjóða upp á sveigjanlegt vinnufyrirkomulag og fjölbreytni starfa.“ Á öðrum stað segir að lögð sé áhersla á „að upplýsingagjöf og samskipti séu markviss og áhrifa- rík.“ Þá segir á einnig að lögð sé áhersla á að „bjóða upp á heilsu- samlegt og hvetjandi vinnuum- hverfi og félagslíf meðal starfs- manna er stuðlar að samkennd og virðingu meðal þeirra.“ Enn fremur: „Strætó leggur áherslu á, sem þjónustufyrirtæki, að hafa í þjónustu sinni starfsfólk sem býr yfir ríkri þjónustulund og hluttekningu; m.a. með því að skapa starfsfólki jákvætt og hvetj- andi starfsumhverfi, efla starfsfólk og styrkja með markvissri þjálfun og starfsþróun og stuðla að virkni og ánægju starfsfólks. Allt starfs- fólk ber sameiginlega ábyrgð á að skapa jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu þar sem gagnkvæm virðing og starfsá- nægja er í fyrirrúmi.“ Þegar DV bar staðhæfingar starfsmannsins undir Jóhann- es Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, sagðist hann ekki kannast við þær lýsingar og vísaði þeim al- farið á bug: „Tveir launafulltrúar hafa færst til í starfi og starfa enn hjá fyrirtæk- inu. Einn fékk nýtt starf sem nýlok- ið nám nýtist betur í – starfsþróun.“ Aðspurður um fyrrnefnt einelti í garð starfsmanns sagði Jóhannes að engin slík tilkynning hafi borist honum. Þá hafi honum ekki borist kvartanir frá starfsfólki vegna starfa mannauðsstjóra eða starfa deildar- stjóra í þjónustuveri. Jóhannes seg- ist enn fremur ekki kannast við ólgu á meðal starfsfólks og ekki kannast við miklar mannabreytingar „um- fram það sem eðlilegt er.“ Segir gengið fram hjá reynslu- miklum starfsmönnum Starfsmaðurinn sem DV ræddi við segir jafnframt að megn óánægja sé á meðal starfsmanna varðandi ráðningu í starf bókara, og mörg- um svíði að þar hafi verið gengið fram hjá reynslumiklu fólki. Í júlí síðastliðnum var skrifstofa og þjónustuver Strætó bs. flutt úr Mjódd og yfir í höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14. Starfs- maðurinn segir starfsandann ekki hafa batnað við flutningana. „Það voru hátt í 400 milljónir lagðar í breytingu á Hesthálsi en virðist það ekki hafa dugað til að bæta starfsandann. Það er bullandi óánægja í þjónustu- veri með deildarstjóra, sem lof- aði í byrjun fundum einu sinni í viku, en svo aðra hverja viku, svo þriðju hverja, en núna lof- ar hann starfsfólki fundi einu sinni í mánuði. Þá er mannauðs- stjórinn ekki talinn sinna starfi sínu sem skyldi. Starfsmenn vilja helst ekkert vita af henni, hún segir eitt í dag og annað á morgun. Álagið er alveg rosalegt. Fólk er að kikna undan álaginu. Fólk vill að það sé tekið meira á málunum, og að fleiri verði ráðnir. En það á alltaf að spara og auka sjálfvirkni. Starfsmenn eru oft á tíðum að gefa rangar upplýsingar því þeir fá ekki nógu mikla kennslu.“ n www.gilbert.is FRISLAND 1941 TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM SEGIR ÓRÓA OG ÓÁNÆGJU MEÐAL STARFSFÓLKS STRÆTÓ n Starfsmaður Strætó segir starfsandann líða fyrir tíðar mannabreytingar n Segir starfsmann hafa hætt vegna eineltis n Framkvæmdastjóri vísar staðhæfingum á bug „Fólk er að kikna undan álaginu Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.