Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 19
FÓKUS - VIÐTAL 1910. janúar 2020 strákarnir þegar þeir voru litlir, en þegar hún byrjaði þá talaði hún bæði íslensku og ítölsku og núna talar hún einnig ensku.“ Engar hugmyndir slæmar Berglind segir kostina við flutningana mun fleiri en gallana, en einn helsti kosturinn sé auðvelt aðgengi þeirra að ferðalögum, því fjölskyldan er dugleg að bregða undir sig betri fætinum og kanna nærumhverfi sitt. „Okkur líður vel hérna, þótt auðvitað geri hversdagsleikinn vart við sig hér eins og alls staðar annars stað- ar. Námið í Mílanó var allt öðruvísi en því sem ég var vön í Listaháskólanum á Ís- landi. Heima á Íslandi var miklu meiri áhersla lögð á að prófa sig áfram í sköp- un og það mátti gera alls konar mistök og maður fékk einhvern veginn meira pláss. Engar hugmyndir voru slæmar og það mátti alltaf þróa þær áfram. Í Mílanó var áherslan önnur, það var meira ver- ið að þjálfa mann fyrir vinnumarkað- inn og hugmyndir oft dregnar niður því þær þóttu of flóknar fyrir framleiðslu og fleira. Ég var í bekk með krökkum sem voru að koma úr mörgum af bestu skólum heims, en ég fann sem dæmi að námið úr LHÍ gerði mig oft sterkari en flesta hina í bekknum við að setja saman heildarlínu í hverju verkefni. Í náminu fórum við mik- ið í heimsóknir í verksmiðjur og skoðuð- um hvernig framleiðsla á lúxusfatnaði og fylgihlutum fer fram, það var ótrúlega heillandi. Til dæmis heimsóttum við verk- smiðju sem framleiðir töskur fyrir Chan- el, þar sátu eldri konur sem hafa starfað við þetta í fjölda ára. Allar voru þær í hvít- um sloppum með uppsett hár og vara- lit. Það er mikilvægt að vita hvaðan þær vörur sem við kaupum koma. Ég kláraði námið og fann í lokin að ég hafði fengið öðruvísi nálgun á hönnunarferlið og var orðin sterkari á margan hátt sem hönnuð- ur. Strax eftir námið sótti ég um nokkur störf og vann sjálfstæð verkefni sem hent- aði vel upp á fjölskyldulífið. Ég komst í langt umsóknarferli sem hönnuður hjá Prada, sem fyrir mig hefði verið drauma- starf, en á endanum fékk ég ekki starfið, sem var mjög svekkjandi. Á þessum tíma var ítalskan mín einfaldlega ekki nógu góð. Hugmyndin að Bibi & Bella kvikn- aði þegar dóttir mín var tveggja ára, en ég hafði saumað handa henni kápu og ég fékk svo margar fyrirspurnir og fólk sýndi þessu mikinn áhuga. Ég var samt einnig með aðrar hugmyndir sem mig langaði að framkvæma og var ekki alveg viss í hvorn fótinn ég átti að stíga með það. En þessi hugmynd kom alltaf til baka til mín, svo ég ákvað að taka skrefið og hefjast handa. Markaðurinn fyrir barnaföt er á mik- illi uppsiglingu erlendis og ég finn að áhuginn er líka mjög mikill á Íslandi. Ég vil samt stíga þessi skref mjög varlega og er að framleiða í litlu magni. Ég er með yndislega konu hér í Mílanó sem saumar fyrir mig. Áherslan er lögð á að allar flíkur séu mjög vandaðar í efni og frágangi. Ég vil að merkið stækki hægt og rólega og planið er að vinna með ákveðinni verk- smiðju hér á Ítalíu þegar ég fer að fram- leiða í meira magni.“ n Það er mikilvægt að vita hvaðan vörurnar koma sem við verslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.