Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 24
24 MATUR 10. janúar 2020
Veganúar sætindi
Þú trúir aldrei hvert leynihráefnið er!
J
anúar hefur undanfarin
ár verið tileinkaður græn-
kera lífsstílnum og gengur
þá gjarnan undir nafninu
Veganúar. Því er upplagt að prófa
sig áfram í eldhúsinu. Blaða-
maður rakst á þessar skemmti-
legu grænkera útgáfu af vinsæl-
um sætindum sem innihalda
óvenjuleg hráefni sem seint hafa
verið tengd við sætindi. Þetta eru
baunir. Já, þú last rétt, baunir í
sætindum. Komdu fjölskyldu og
vinum skemmtilega á óvart með
baunasúkkulaðibitakökum eða
baunabrúnkum og sjáðu svipinn
á þeim þegar þú tilkynnir þeim
hvað þeir voru í raun að borða.
Ekki vera prinsessan á bauninni,
baun er betri í köku en í bala. Ekki
skemmir svo fyrir að báðar þessar
uppskriftir eru sérlega ljúffengar
og því ætti enginn að þurfa að
hrauna eða bauna yfir þær.
n 1 ½ bolli kjúklingabaunir (ein dós)
n ½ bolli hafrahveiti*
n ¾ bolli kókossykur
n 3 msk. kókosolía (bráðnuð)
n 1 msk. vanilludropar
n ½ tsk. salt
n ½ tsk. matarsódi
n 1 tsk. eplaedik
n ¾ bolli dökkir súkkulaðidropar
*Hafrahveiti má búa til með því að setja hafra í
matvinnsluvél eða blandara og vinna svo saman
þar til hveitiáferð næst
Aðferð:
Hitaðu ofn í 175 gráður og settu bökunarpappír
á ofnplötu. Settu kjúkklingabaunir, kókosolíu
og vanilludropa í matvinnsluvél þar til allt er
vel blandað saman. Bættu þá við kókossykri,
hafrahveiti, salti, matarsóda og ediki og bland-
aðu þar til það er kekkjalaust og mjúkt deig hefur
myndast.
Bættu þá súkkulaðidropum rólega saman við
með sleikju eða sleif. Notaðu matskeið til að setja
deig á ofnplötu og flettu út með blautum fingrum.
Bakaðu þar til sprungur myndast ofan á kökun-
um og jaðrar eru þurrir, eða um 18–20 mínútur.
Leyfðu kökunum að kólna alveg áður en þær eru
bornar fram.
Erla Dóra
erladora@dv.is
Súkkulaðibitakökur
úr kjúklingabaunum
H
Ö
FU
N
D
U
R
U
P
P
SK
R
IF
TA
R
: D
ET
O
X
IN
IS
TA
Svartbaunabrúnkur
H
Ö
FU
N
D
U
R
U
P
P
SK
R
IF
TA
R
: C
H
O
CO
LA
TE
C
O
V
ER
ED
K
A
TI
E
n 1 ½ bolli svartar baunir (1 dós)
n 2 msk. kakó
n ½ bolli haframjöl
n ¼ tsk. salt
n 1/3 bolli hlynsíróp
n 2 msk. sykur*
n ¼ bolli kókosolía eða önnur grænmetisolía
n 2 tsk. vanilludropar
n ½ tsk. lyftiduft
n ½–¾ bolli súkkulaðidropar
*Í stað sykurs má nota smá klípu af óskorinni stevíu eða sleppa
sykrinum alfarið og auka magn hlynsíróps í ½ bolla
Aðferð:
Ofn hitaður í 175 gráður. Vökvi sigtaður af baunum og baunir
skolaðar. Öllum hráefnum blandað saman í matvinnsluvél þar til
kekkjalaust deig hefur myndast. Einnig er hægt að nota blandara,
en höfundur uppskriftar mælir fremur með matvinnsluvél.
Súkkulaðidropum blandað varlega saman við og deigi síðan hellt í
20×20 cm. eldfast mót.
Bakað í 15–18 mínútur. Kælið í minnst 10 mínútur áður en
skorið er í bita. Ef brúnkan virðist aðeins laus í sér eða hrá eftir
baksturstímann er hægt að setja hana í ísskáp yfir nótt og borða
daginn eftir.