Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 21
10. janúar 2020 FRÉTTIR 21 Dularfull dauðsföll ákærenda Kevins Spacey - Þrír látnir á innan við ári n Samsæriskenning vekur athygli víða n Grunur um að leikarinn eigi í hlut B andaríski leikarinn Kevin Spacey hefur lítið verið í sviðsljósinu á undanförnum árum eftir að hafa verið sakaður um fjölda kyn ferðis­ brota. Talið er að rúmlega þrjátíu karl­ menn hafi stigið fram og sakað leikarann um kynferðislega áreitni eða kynferðisbrot. Spacey hefur alla tíð neitað sök en hann hefur verið sakaður um sambærilegt athæfi af fjölmörgum einstaklingum und­ ir lögaldri. Til að mynda er leikarinn sagð­ ur hafa áreitt fyrrverandi barnastjörnuna Anthony Rapp. Þá var Rapp um fjórtán ára gamall og þorði hann ekki að segja sögu sína fyrr en eftir að ásakanir á hendur kvik­ myndaframleiðandanum Harvey Wein­ stein komu fram haustið 2017. Spacey, sem hefur unnið til tveggja Óskarsverðlauna ferli sínum, var rekinn úr þáttunum vinsælu House of Cards eftir að ásakanir gegn honum komust í hámæli. Þá stóð til að leikarinn léki eitt af aðalhlut­ verkum myndarinnar All the Money in the World en hann var klipptur út úr myndinni á síðustu stundu. Leikarinn var ákærður í einu máli í byrj­ un árs 2019 en í júlí ákvað sak sókn ari að fella málið niður. Þetta er ekki fyrsta málið gegn honum sem hefur verið fellt skyndi­ lega niður, en frá nýliðnum jólum hefur nafn Spacey verið í brennidepli á margan hátt, ekki síst vegna þess að þrír ákærendur leikarans létust á síðasta ári. Óvænt og umdeild endurkoma Á aðfangadegi árið 2018, rúmu ári eftir ásakanirnar, gaf hann út umdeilt mynd­ band á YouTube þar sem hann skellti sér í gervi persónunnar Franks Underwood úr House of Cards. Þetta myndband var í fyrsta skipti sem hann kom opinberlega fram eftir ásakanirnar og vöktu orðin sem hann lét falla gífurlega athygli víða um heim. „Þú mynd ir ekki trúa svona slæm­ um hlut um án sönn un ar gagna, er það nokkuð?“ spurði Spacey og hélt áfram: „Þú mynd ir ekki draga skjót ar álykt an ir án staðreynd anna? Ég ætla svo sannarlega ekki að gjalda einhvers sem ég gerði ekki.“ Leikarinn hélt sig áfram fjarri sviðs­ ljósinu í kjölfar birtingar myndbands­ ins, en netheimar loguðu þegar Spacey skaut upp kollinum á ný síðastliðinn að­ fangadag. Blasti þá við önnur jólakveðjan þar sem leikarinn sagðist ekki hafa staðist mátið að óska áhorfendum gleðilegrar há­ tíðar. Í nýja myndbandinu sagðist Spacey vilja stuðla að meiri jákvæðni árið 2020, en bætti svo við: „Ég veit hvað þið eruð að hugsa; er honum alvara? Mér er dauðans alvara. Næst þegar einhver gerir eitthvað sem ykkur mislíkar, getið þið ráðist á við­ komandi, eða sleppt skotvopnunum og gert hið óvenjulega. Þið getið drepið með góðmennskunni.“ Í kjölfar þriðja fráfallsins og þessar­ ar umdeildu jólakveðju hefur þeim farið fjölgandi sem spyrja hvort leikarinn eigi í hlut. Á samfélagsmiðlinum Twitter má finna myllumerkið #SpaceyBodyCount þar sem fólk deilir ýmsum vendingum og kenningum, sem eru margar hverjar skuggalegar. „Drepa Kevin Spacey“ Fyrsti ákærandinn sem féll frá var Linda Louise Culkin, sem er talin fyrsta mann­ eskjan sem opinberlega sakaði Spacey um kynferðisbrot gegn ungum piltum. Culkin lést í maí 2019 eftir að hafa orðið fyrir bíl í Massachusetts­fylki í Bandaríkjunum. Culkin var einnig ýmsum kunn sem elti­ hressir Spacey, en árið 2014 var hún dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að sitja fyrir og elta leikarann. Hún játaði að hafa sent leik­ aranum hótunarbréf, sprengjuhótanir og hótað honum líkamlegu ofbeldi. Hún hafði áður verið handtekin í ársbyrjun 2012, en á heimili hennar hefðu fundist ljósmyndir af Spacey þar sem augu hans höfðu verið fjar­ lægð. Einnig fundust nokkur bréf þar sem á stóð „Killing Kevin Spacey“ eða „Drepa Kevin Spacey“. Harmleikur á jólum Annar ákærandi lést í september en hann hafði kært Spacey fyrir kynferðisbrot og sagt Spacey hafa neytt hann til að þreifa á kyn­ færum leikarans. Ákærandinn bað dómara í lengstu lög að halda nafni hans leyndu þegar kæran var lögð fram. Atvikið átti sér stað árið 2016. Í september í fyrra, rúmum mánuði eftir að kæran var komin í farveg og rétt­ arhöld væntanleg, féll hann frá. Dánarorsök er enn ókunn en til stóð að fella málið niður. Að kvöldi jóla dags, degi eftir birtingu myndbandsins áðurnefnda, var til kynnt var um and lát enn eins ákæranda, Aris Behn, og sagt að hann hefði svipt sig lífi. Behn var bæði rit höf und ur og mynd list armaður en hann og Märtha Louise Nor eg sprins essa voru gift í 14 ár og eiga þrjú börn sam an. Umboðsmaður Behn tilkynnti að hann hefði framið sjálfs­ víg. n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.