Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 40
10. janúar 2020 2. tölublað 110. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Viftur Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér líða vel - innandyra Hreint loft betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HPA100WE. Hreinsar allt að 99.97% af óhreinindum. Hljóðlát stilling. Verð kr 18.890 HPA710WE HEPA sía, gróf sía, kola sía, ION kerfi. Hreinsar allt að 99.97% af óhreinindum. Hljóðlát stilling. Verð kr 49.920 HFD323E Air Genius 5. Hreinsar allt að 99.9% af óhreinindum. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 35.850 HA010E hægt að þvo síuna. Verð kr. 15.960 Krúttípútt þessir kóalabirnir! TH Investments gjaldþrota T H Investments ehf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 11. desember síðastliðinn. Félagið var nokkuð til umfjöllunar hjá DV árið 2011. Að baki félaginu stóðu bræðurnir Friðjón og Haraldur Þórðarsynir sem voru um skeið grunaðir um auðgunarbrot tengd gjaldeyrisviðskiptum. Félagið hagnaðist umtalsvert á tveimur mánuðum á árinu 2008, eða um 250 milljónir króna, og var talið að hagnaðurinn tengdist gjaldeyrisviðskiptum. Til samanburðar hagnaðist félagið aðeins um 45 milljónir allt árið 2009. Friðjón er fyrrverandi starfsmaður Landsbankans og starfaði einnig hjá fyrirtækinu Virðingu, en var rekinn þaðan arið 2008 vegna gruns um markaðsmisnotkun, peningaþvætti og auðgunarbrot. Friðjón var svo ráðinn til Gamma árið 2017. Haraldur var forstöðumaður fjárstýringar Exista sem annaðist gjaldeyrisjöfnuð. Í dag er hann forstjóri Fossa markaða hf. Lögmaður Friðjóns sagði í kjölfar umfjöllunar DV árið 2011 að líklega yrði farið fram á skaðabætur vegna málsins. Engum sögum fer þó af því að til slíkra bóta hafi komið. „DV gekk mjög langt fram í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli,“ sagði Haraldur á þeim tíma í samtali við Fréttablaðið. Engin starfsemi virðist hafa átt sér stað hjá TH Investments undanfarin ár. Ársreikningi var síðast skilað árið 2014 og hafði félagið þá verið rekið með tapi síðan árið 2009. n Prjónað fyrir dýrin M iklir skógareldar hafa valdið stórfelldu tjóni í Ástralíu og ekki sér fyrir endann á hörmungunum. Talið er að um milljarður dýra hafi drepist í hörmungunum. Mörg eru slösuð og ungviði móðurlaust. Þeirra á meðal er fjöldi pokadýra sem eiga nú um sárt að binda. Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner stóðu fyrir uppákomu á Kex hostel í vikunni þar sem ákalli ástralskra dýraverndunarsamtaka var svarað í formi þess að prjóna poka fyrir pokadýr í Ástralíu. Viðburðurinn vatt þó upp á sig þar sem margir hafa sýnt framtakinu áhuga. „Ég er Ástrali (frá Sidney) í Reykjavík. Ég kom fyrst til Íslands árið 2013 og hér hef ég búið meirihluta síðustu fimm ára ásamt maka mínum. Ég flaug frá Íslandi til Ástralíu í byrjun desember. Þegar ég yfirgaf Ástralíu var Sidney þakin þykkum reyk og aska féll frá himnum. Ég hef svo fylgst með aðstæðum versna frá Íslandi,“ skrifaði Erin á Facebook-síðuna Skógareldarnir í Ástralíu – Prjónað fyrir dýrin í Ástralíu. Erin segir viðbrögð við prjónaátakinu hafa verið mjög góð. „Viðbrögðin sem við höfum fengið frá öllum landshlutum eru dásamleg og ég (fyrir hönd Ástrala) get ekki þakkað ykkur nægilega mikið.“ Þeir sem vilja leggja poka- dýrunum lið geta farið á fyrr nefnda Facebook-síðu, en þar er að finna uppskriftir að pok- unum ásamt leiðbeiningum. Erin og Pétur munu taka á móti pokum á Kex hostel þann 3. febrúar frá milli klukkan 10 og 20. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.