Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Blaðsíða 10
10 10. janúar 2020FRÉTTIR
Áreitt í hálft ár
af rúmenskum
hælisleitanda
n Hælisleitandi frá Rúmeníu heldur til í miðborginni og
áreitir konur ítrekað n „Eins og trúður í hryllingsmynd“
É
g er búin að búa hérna í tvö
ár og hef aldrei lent í neinu í
líkingu við þetta. Það er aug-
ljóst að þessi maður er veik-
ur á geði,“ segir Lola Leighton,
bandarísk kona sem búsett er
á Íslandi. Lola hefur undanfar-
ið hálft ár ítrekað verið áreitt af
rúmenskum hælisleitanda á þrí-
tugsaldri sem heldur til í mið-
borg Reykjavíkur. Hún segist jafn-
framt vita af fjölmörgum öðrum
konum sem hafa verið áreittar af
manninum; hann sé með kyn-
ferðislega tilburði, óviðeigandi
athugasemdir og í sumum tilfell-
um eltir hann konur heim. Ekkert
er þó hægt að gera þar sem mað-
urinn hefur ekki beitt ofbeldi eða
hótunum.
Sat og starði á starfsfólkið
Lola er sem fyrr segir banda-
rísk en hefur verið búsett á hér
á landi í tvö ár ásamt íslenskum
eiginmanni sínum. Í samtali við
DV segist hún vita að maðurinn,
hinn umræddi hælisleitandi, hafi
dvalið á Íslandi í einhvern tíma
og komið til landsins vegabréfs-
laus.
Hún segir að maðurinn hafi
fyrst nálgast hana fyrir rúmlega
hálfu ári, þegar hann innritaði
sig inn á Loft hótelið þar sem hún
starfar.
„Ég fékk þá að heyra langa
sögu um að hann væri heimil-
islaus, héldi til í gistiskýlum og
ætti engan pening,“ segir Lola,
en hún segir manninn síð-
an hafa suðað í henni
að fá lánaðan farsím-
ann hennar svo hann
gæti hringt í móð-
ur sína og fengið
hana til að leggja
inn á hann pen-
ing fyrir hótel-
herbergi.
„Hann var
síðan stöð-
ugt að ráfa úti
um allt, var
alltaf að panta sér te án þess að
geta borgað fyrir það og var síðan
ítrekað að spyrja kvenkyns starfs-
menn á barnum hvort þær ættu
kærasta. Ég gerði honum skýrt
grein fyrir því að ég ætti mann
og bað hann vinsamlegast um að
hætta að áreita samstarfskonur
mínar. Hann tók síðan upp á því
að setjast beint á móti barnum og
stara á okkur á meðan við vorum
að vinna.“
Lola segir að henni, og sam-
starfskonum hennar, hafi liðið
afar óþægilega í návist manns-
ins. Hún nefnir eitt skipti þar sem
maðurinn mætti henni í stigan-
um á hótelinu, greip þéttingsfast
um hana, kyssti hana á kinnina
og sagði henni „að hún væri fal-
leg“. „Ég fylgdi honum í anddyr-
ið á Loft og gerði honum ljóst
að hann væri ekki lengur vel-
kominn inni á staðnum. Hann
reyndi að þræta við mig, en hann
talar bjagaða ensku þannig að
það gekk ekki vel hjá honum.“
„You are so beautiful“
Lola segir að einungis nokkrum
vikum síðar hafi maðurinn ítrek-
að orðið á vegi hennar. Hún var
þá byrjuð í námi við Háskóla Ís-
lands og rakst daglega á mann-
inn á leið hennar í skólann. Hún
segist þó ekki geta fullyrt að hann
hafi setið um hana og bend-
ir á að hann haldi einfaldlega til
í miðborg Reykjavíkur og vegna
smæðar borgarinnar sé ef til vill
óhjákvæmilegt að hún rekist á
hann. Hún segir manninn ým-
ist hafa mætt henni með óhugn-
anlegt glott á andlitinu, reynt að
sníkja af henni sígarettu eða sagt
við hana „You are so beautiful.“
Fljótlega hafi hún svo séð
manninn í hvert skipti sem hún
var á leið í vinnuna á Loft. Hann
hafi ýmist verið hangandi fyrir
utan skemmtistaði í miðbænum
eða nálægt 10-11 í Austurstræti.
„Í hvert sinn sem ég gekk fram
hjá honum setti hann stút á var-
irnar og vinkaði í átt til mín,“ segir
hún og líkir manninum við „trúð í
hryllingsmynd.“
Lola segir manninn hafa mætt
á á Loft á gamlárskvöld, sest beint
á móti barnum og starað á hana.
Hún segist hafa viljað losna við
hann, en ekki hafi verið hægt að
láta henda honum út: mikil ör-
tröð var á barnum, og maður-
inn hafði ekki beinlínis gert neitt
af sér. Maðurinn kom síðan aftur
á Loft næsta dag, illa lyktandi og
sofnaði í sófa inni á staðnum.
Lola segist hafa sent sam-
starfsfólki sínu tölvupóst eftir
þetta og látið vita að maðurinn
væri óvelkominn inni á staðn-
um. Maðurinn hafi ítrekað komið
ítrekað inn á Loft næstu daga, og
ávallt verið hent út af starfsfólk-
inu. „Hann áreitti meðal annars
eina af þeim yngstu í starfs-
mannahópnum með því að grípa
í höndina á henni og spyrja hvað
hún væri gömul.“
Viðbragðsleysi lögreglu
Lola segist endanlega hafa fengið
nóg þann 4. janúar síðastliðinn.
Þá hafi hún mætt manninum
þegar hún var á leið í vinnuna,
enn og aftur hafi hann starað á
hana og glott og byrjað að vinka í
átt til hennar.
Átta klukkutímum síðar þegar
hún var á leið heim úr vinnu
þurfti hún að koma við í verslun
10-11. Þar mætti hún manninum
eina ferðina enn.
„Hann elti mig síðan út úr
versluninni, þrýsti sér upp að mér
og sagði: „Hey hey, how about I
come home with you? Yeah? I’ll
come home with you“.“
Lola segist hafa „tapað sér“ á
þessum tímapunkti og byrjað að
öskra á manninn sem brást við
með því að þykjast ekkert skilja.
Hún segist hafa hringt í lög-
regluna þegar þarna var komið
sögu og beðið um aðstoð því karl-
maður væri að áreita hana. Því
hafi ekki verið sinnt af hálfu lög-
reglunnar.
Á dögunum greip Lola til
þess ráðs að setja inn fyrirspurn
á Facebook, í lokuðum hóp fyr-
ir útlendinga sem búsettir eru á
Íslandi. Varpaði hún fram þeirri
spurning hvað í ósköpunum hún
gæti gert til að tryggja öryggi sitt:
„Á ég bara að láta mig hafa þetta?
Ekki bregðast við?.“
Í samtali við blaðamann DV
segist hún hafa fengið gífurleg
viðbrögð eftir að hún birti frá-
sögnina. Fjölmargir hafi rit-
að athugasemd undir færsluna
eða sett sig í samband við hana
og sagst kannast við manninn
eða hafa séð hann á vappi í mið-
bænum. Þá hafa fjölmargar kon-
ur sett sig í samband við hana og
greint frá því að þessi sami mað-
ur hafi áreitt þær. „Konur hafa
sagt við mig: „Já, ég þekki hann“
og „Hann var að áreita mig fyr-
ir utan Hlemm“ og svo framveg-
is. Ein segir að hann hafi elt hana
heim úr skólanum.“
Þá segir Lola að ungur mað-
ur, námsmaður við HÍ, hafi einnig
sett sig í samband við hana og
sagst hafa þurft að þola áreiti
frá manninum í rúmt ár. „Hann
sagðist hafa talað við lögregluna,
lögreglan sagði honum að hún
vissi vel hver þessi maður væri.
En það er ekkert hægt að gera,“
segir hún og kveðst í raun ráða-
laus í málinu.
Erfitt að fá nálgunarbann sam-
þykkt
Í lögum kemur fram að heimilt sé
að leggja bann við því að maður
komi á tiltekinn stað eða svæði,
veiti eftirför, heimsæki eða setji
sig með öðru móti í samband við
annan mann, ef rökstudd ástæða
er til að ætla að hann muni fremja
afbrot eða raska á annan hátt friði
þess manns sem í hlut á.
Það þarf þó mikið til að nálg-
unarbann fáist samþykkt hér á
landi, þrátt fyrir að viðkomandi
sitji undir hótunum, áreiti og
röskun á friði og friðhelgi einka-
lífsins. Til að fá nálgunarbann
samþykkt þarf að „sýna fram á
með óyggjandi hætti að viðkom-
andi hafi framið brot sem flokkast
undir röskun á friði.“ n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is