Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 4
1 Eiga ekki von á því að fá Víði Reynisson aftur til starfa KSÍ á ekki von á því að fá Víði aftur til starfa í fullt starf, sambandið vonast til þess að Víðir verði þó til taks þegar á þarf að halda. 2 Gera grín að Birni Inga á upp-lýsingafundunum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur vakið mikla athygli á upp- lýsingafundum vegna kórónuveir- unnar. Netverjar hafa gert grín að því hvernig hann kynnir sig. „Björn Ingi hjá Viljanum hér.“ 3 Þetta er veiran sem yfirvöld ótt-ast meira en COVID-19 – Allt að 77% dánartíðni Nipah-veiran sem fyrst fannst í Mal- asíu fyrir aldamótin er talin hafa alla burði til að valda stórum faröldrum. Veiran getur valdið banvænni heila- himnubólgu og er ekkert bóluefni eða lækning til við veirunni. 4 Frægir Íslendingar á lausu DV tók saman lista yfir fræga Íslendinga sem eru einhleypir um þessar mundir. 5 Binni Löve og Kristín Péturs hætt saman Áhrifavaldaparið Brynjólfur Löve Mogensson og Kristín Pétursdóttir er hætt saman. 6 Breytti nafni sonar síns eftir að hún áttaði sig á því að það hljómaði eins og kynfæri Grínistinn Amy Schumer skýrði son sinn Gene Attell, en ákvað að skipta út millinafninu þar sem það hljómaði of líkt orðinu genital sem þýðir kyn- færi á ensku. 7 Björg hafði pakkað í töskur áður en hún hvarf Kona sem var saknað hafði pakkað ofan í tösku áður en hún hvarf. Sem betur fer kom hún fljótlega í leitirnar heil á húfi. 8 Sagði að eiginkonan hefði látist af völdum COVID-19 – Ekki var allt sem sýndist Bandaríkjamaður tilkynnti fjölskyldu konunnar sinnar að hún væri mjög veik af COVID-19. Það reyndist lygi. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Stefnir í 17% atvinnuleysi Samkvæmt Vinnumálastofnun er gert ráð fyrir alls 50 þúsund einstaklingum á atvinnuleysisskrá, þar með talið í hlutabótaúrræði. Atvinnuleysi í apríl stefnir í 17%, þar af um 10% í minnkuðu starfshlutfalli. Samkvæmt Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, er mikið álag á stofnuninni núna og því má búast við að afgreiðslutími lengist. Fólk slakar of fljótt á COVID-19 faraldurinn er á niðurleið hér á landi og nú styttist í að samkomubann verði afnumið í litlum skrefum, því fyrsta þann 4. maí næstkomandi. Landsmenn virðast þó hafa slakað aðeins of mikið á, en um síðustu helgi mátti sjá myndir af mörgum á samfélagsmiðlum í heimapartýum, og margt var um manninn í mörgum verslunum landsins. Ætlar að stöðva komur innflytjenda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að stöðva allar komur innflytjenda til Bandaríkjanna vegna COVID-19 farald- ursins. Þetta tilkynnti hann á Twitter á þriðjudaginn þar sem hann greindi jafnframt frá því að hann ætlaði sér að skrifa forsetatilskipun vegna málsins. Víðir tekst á við nýtt hlutverk Víðir Reynisson, sennilega þekktasti lögreglumaður á Íslandi í dag, hefur nú fengið nýtt hlutverk. Syni hans og tengdadóttur fæddist stúlka í vikunni og er Víðir því orðinn afi. Vonast til að Íslandsmót geti hafist í júní Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, greindi frá því á dögunum að vonir stæðu til að Íslandsmótið í knattspyrnu geti hafist í júní í sumar, en mótið átti að hefjast í apríl. Íþróttafélögin geta hafið æfingar að nýju þann 4. maí. Til skoðunar er hvort mótið verði haldið án áhorfenda sökum COVID-19 og sam- komu banns. Loka á æsifréttamiðla Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle greindu frá því að hvorki þau né samskipta- teymi þeirra myndi hafa nokkuð að gera með fjóra stóra æsifréttamiðla í Bretlandi. Þessir tilteknu miðlar hefðu ítrekað ritað um hjónin fréttir sem væru villandi, rangar eða gífurleg árás á einkalíf þeirra. Skírnir rekinn Séra Skírnir Garðarsson héraðsprestur var rekinn eftir ell- efu ára starf sökum trúnaðarbrests. Er hann talinn hafa rofið trúnaðarskyldu þegar hann greindi frá því að Anna Auora hefði svikið fé frá kirkjunni. Þetta er í annað sinn sem Skírni er sagt upp störfum vegna atvika sem tengjast bakverðinum Önnu Auroru. Hefur Skírnir lýst því yfir að hann sé afar hryggur vegna ákvörðunar biskups um að segja honum upp störfum. Ríkisstjórn kynnir aðgerðapakka tvö Ríkisstjórnin kynnti á þriðjudag seinni aðgerðapakka sinn vegna áhrif COVID-19 á efnahag fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækjum, sem var gert skylt að hætta starfsemi vegna sóttvarnareglna, verður bættur skaðinn, að minnsta kosti að hluta. Smærri fyrirtækjum verður boðið upp á einfaldara lána úrræði en þau brúarlán sem áður hafa verið kynnt. Fyrir- tæki geta fengið frest á skattgreiðslum vegna ársins 2019 sem hefðu átt að koma til greiðslu á þessu ári. Stórauka á heilsu- gæsluna til að styðja betur við geðrækt og efla fjarheilbrigðis- þjónustu. 100 milljónum verður veitt í aðgerðir vegna heim- ilisofbeldis og 200 milljónir fara í stuðning við fjölskyldur langveikra barna. Komið verður til móts við háskólanema og er undirbúið að skapa þeim um 3.500 störf í sumar. Heil- brigðisstarfsfólk fær álagsgreiðslur vegna COVID-19 og síðan verður veittur stuðningur til einkarekinna fjölmiðla til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er. MI NOTE 10: Mi Note 10 pakkar fimm myndavélum sem hver og ein hefur sitt fram á að færa - meðal annars 108MP myndflögu. Ekki nóg með það heldur kemur síminn með risa stórri 5.260mAh rafhlöðu sem endist auðveldlega í 2 daga í mikilli notkun. Hvort sem þú ert atvinnu ljósmyndari eða að stíga inn í fullorðins árin, þá viltu ekki láta þetta tryllitæki framhjá þér fara! Xiaomi á Íslandi | Síðumúli 23 bakatil, 108 Reykjavík | 537-1800 | www.mii.is 4 FRÉTTIR 24. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.