Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 10
Það tók mig 50 ár að finna ástina Eiríkur Jónsson fjölmiðlamaður er einn sá um- deildasti í bransanum. Tobba Marinósdóttir, rit- stjóri DV, ræddi við fyrrverandi yfirmann sinn um umdeildan feril hans, eftirsjá, barnalán og ástina. F yrsta starf mitt sem blaðamaður fékk ég árið 2009. Ég var ráðin sumarstarfsmaður á hinn geðþekka miðil Séð og heyrt en á þeim tíma stundaði ég nám í fjölmiðlafræði í Bretlandi. Eiríkur var þá annar aðstoðarritstjóri blaðsins en Mikael Torfason ritstjóri. Það fyrsta sem Eiríkur sagði við mig var: „Ég þoli ekki fjölmiðlafræðinga.“ Eiríkur er nefnilega þannig. Segir það sem hann hugsar. Eir, eins og hann er kallaður, þekkir flesta, heilsar öllum og kann ótrúlegar sögur. Þegar ég spurði hann hvort hann vildi ekki koma í forsíðuviðtal hjá DV svaraði hann: „Oftar en einu sinni reyndi ég að fá Jónas Kristjánsson, læriföður minn, í viðtal, bæði í sjónvarp og útvarp, eftir að hann út- skrifaði mig af DV. Svarið var alltaf eins: „Ég er með eigin fjölmiðil og liggi mér eitthvað á hjarta segi ég það þar.““ „Þú færð að lesa yfir viðtalið og við gerum þetta vel,“ sagði ég. „Ég les aldrei yfir viðtöl. Ef það er lélegt heilsa ég fólki ekki aftur.“ Þegar hann loks gaf sig sagðist hann ekki þola segulbandsviðtöl og samþykkti viðtalsbeiðnina með hinum ýmsu skilmálum. Svo sem að það yrði að sjást í mig á forsíðumyndinni og viðtalið væri sett upp sem samtal okkar. Ég svaraði að þetta mætti alveg vera dálítið „klikkað“. „Ókei, höfum þetta klikkað.“ 10 FRÉTTIR 24. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.