Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 12
ákveða að ég yrði læknir en no way! Ekki eftir þetta. Ég var lagður í einelti og það var ekki talað um annað og allir búnir að ákveða að ég yrði læknir. Ég hefði örugglega orðið fínn læknir en þá kom upp mót- þróinn. Þetta fór í taugarnar á mér sem lítið barn.“ Lét sig síga ofan í pottinn „Nítján ára flutti ég að heim- an og fékk afa til að lána mér íbúð sem hann átti niðri í bæ og bjó þar með konu sem átti barn. Alltaf í uppreisn. Mamma og pabbi voru ekki sátt en vildu ekki æsa sig við afa sem hafði lánað mér íbúð- ina. Þetta var þægilegt. Lág leiga. Afi vildi að ég borgaði 5000 kall á mánuði og ég vann sem aðstoðarhúsvörður í Nor- ræna húsinu. Ég skipti um perur, sýndi bíó og flaggaði. Það var erfiðast þegar það þurfti að flagga í hálfa stöng um páska því þá þurfti að ná öllum flöggunum í beina línu.“ Þegar sambandið lognaðist út af og flöggin urðu skökk lét Eiríkur tilleiðast og skráði sig í Háskólann. Eiríkur er frægur fyrir að fara eigin leiðir svo læknisnám kom aldrei til greina. Hann skráði sig í heimspekinám og vermdi þar bekkinn með ýmsum lit- skrúðugum persónum eins og til dæmis Hannesi Hólm- steini. Heimspeki hefur gjarnan verið kölluð fagið sem fólk lærir ef það veit ekki hvað það vill læra. „Já. Þess vegna fór ég í heimspeki. Það voru þarna sex eða sjö strákar með mér í námi sem í dag eru allir prófessorar. Svo voru þarna einhverjar konur. Það var mikil bylting hjá þeim. Kon- ur voru að skilja við mennina sína og skrá sig í nám. Upp- reisn í eldhúsunum. Ekki fyrir löngu fór ég í sund og sá þar gamla konu með göngugrind klöngrast ofan í pottinn. Hún heilsar mér en ég kannast ekkert við hana. Þá kom í ljós að þetta var gömul kærasta úr heim- spekinni. Hvað, ertu eitthvað lasin? spyr ég. Nei, ég er bara svo gömul, svaraði hún. Ég mundi að hún hafði verið eitt- hvað eldri en ég, en ekki svona gömul. Ég bara lét hausinn á mér sökkva dálítið ofan í pott- inn.“ Þetta var „show“ Þegar námi lauk og ekki var meiri heimspeki að fá í Reykjavík flutti Eiríkur til Frakklands. „Þetta var landflótti. Ég gat aldrei lært frönsku, svo það var dæmt, en mig langaði að komast frá Reykjavík. Búa í stórborg og sjá alvöru líf. Upplifa franska rómantík. Þetta gekk ekki nógu vel svo ég kom heim og bankaði upp á hjá gamalli kærustu á Baldursgötu með litlu ferða- töskuna mína. Ég var hepp- inn að hún var heima. Ég gat ekki sagt foreldrum mínum að þetta hefði ekki gengið. Ég skammaðist mín fyrir að þetta gekk ekki upp í Frakklandi. Ég var búinn að vera mánuð í DV og fólk keypti blöð. Eig- endurnir urðu ríkir og smá- auglýsingar mokseldust.“ Þegar einokun ríkisút- varpsins var rofin með lögum og frjálst útvarp leyft réð Ei- ríkur sig sem fréttastjóra á Stjörnunni sem var stofnuð um svipað leyti og Bylgjan. Þar hafði hann stjörnu- og furðufréttir í hávegi. Sá kafli varði í rúm tvö ár en þá missti Eiríkur vinnuna og skrifaði tvær bækur á milli starfa. Ævisögu Davíðs Oddssonar og aðra um rússneska vinnukonu sem lenti í Fljótshlíð og lýsti þeirri vist sem verri en fanga- búðunum í Rússlandi. Var þetta góð bók? „Farðu á bókasafn. Já, þetta var góð bók. Hún seldist vel. Fólkið í Fljótshlíð reyndi að fá lögbann á bókina á Þor- láksmessu og hún seldist og seldist.“ En Davíð. Var hann til í ævisöguna? „Já, en svo ekki. Það er lengri saga svo þú verður að lesa hana annars staðar en það er allt í fínu á milli okkar núna. Þegar hann hætti við var ég búinn að eyða fyrir- framgreiðslunni og sagði bara no way. Ég verð að skrifa þessa bók.“ Eftir bókaskrifin bauðst Eiríki vinna á Bylgjunni í morgunútvarpinu og í kjöl- farið fékk hann þá hugmynd að þátturinn hans ætti best heima í sjónvarpi. „Ég var að taka viðtal við Davíð Odds- son og hann horfði alltaf út í loftið. Svo ég sagði við hann: Davíð, segðu mér nú eitt í ein- lægni og horfðu í augun á mér, og þá áttaði ég mig á því að ég var með myndavélamóment í útvarpi.“ Þátturinn Eiríkur var því settur í loftið. Rétt rúmlega 10 mínútna langur, alla virka daga í fimm ár. Þúsund þætt- ir. Á þessum tíma var Eiríkur giftur og búinn að eignast tvö börn í viðbót, Lovísu og Bald- ur, með þáverandi konu sinni. Öll börn Eiríks hafa starfað um tíma sem blaðamenn við góðan orðstír. „Ég er mjög stoltur af börnunum mínum. Hanna lærði blaðamennsku í Bandaríkjunum og síðar mannréttindi í Englandi. Lovísa er í doktorsnámi í Sví- þjóð og Baldur er í doktors- námi í kínverskri heimspeki í Sjanghæ.“ Aðspurður hvort hann hafi verið góður pabbi svarar hann: „Já, á minn hátt. Ég hafði þau mikið með mér og þau voru hænd að mér. Hanna var alltaf með mér í Kaup- mannahöfn. Við þvældumst saman á kaffihúsum og átum ís.“ „Ég hefði ekki átt að gera það“ Lífið var þó alls ekki alltaf dans á rósum og Eiríkur fékk sína skelli þó að hann hefði ekki hátt um þá. „Einn daginn missti ég vinnuna, við eiginkonan skildum og ég var tekinn fyrir ölvun við akstur. Allt sama daginn. Það var of mikið.“ Eftir skilnaðinn fór Eiríkur hjá henni þegar mamma og pabbi vissu að ég væri kominn til landsins.“ Eiríkur á hér við Helgu Mog en sen, athafnakonu og barnsmóður sína, en saman eignuðust þau dótturina Hönnu Eiríksdóttur. „Við bjuggum saman í fimm ár. Bæði þarna og í Kaup- mannahöfn. Ég fékk inni sem gestastúdent í fjölmiðlafræði og við fengum inni á stúdenta- görðunum í miðbænum. Þarna var ég kominn heim. Við ætl- uðum að vera í sex mánuði en vorum í þrjú ár. Þá fékk ég tækifæri lífs mín. Ég var ekki búinn að vera lengi þegar Helgi Pétursson hringir og býður mér að vera fréttaritari þarna úti. Það var ekkert net eða Reuters. Engar fréttir frá Norðurlöndunum. Þarna fór ég að brillera í hverjum fréttatíma. „Eiríkur Jónsson talar frá Kaupmanna- höfn.“ Ég hef aldrei haft betri laun, 500 danskar fyrir hvern pistil og þetta var mjög vin- sælt. Léttari fréttir, þetta var alveg nýr tónn í íslenskum fréttum. Þetta var „show“, eins og ég hef alltaf gert.“ Þegar Eiríkur fór heim var sett upp fréttaskrifstofa frá RÚV í Kaupmannahöfn þar sem menn eins og Bogi Ágústsson og Friðrik Páll Jónsson unnu ár í senn sem fréttaritarar. DV og Séð og heyrt „Þetta var orðið gott og for- eldrar mínir vildu fá Hönnu heim. Ég hringdi kollekt af einhverri knæpunni í Jónas Kristjánsson á DV og spurði hvort ég gæti fengið vinnu ef ég kæmi heim. „Já, já, komdu bara.“ Það var mikill gangur Ég var lagður í einelti og það var ekki talað um annað og allir búnir að ákveða að ég yrði læknir. Eiríkur var með daglegan þátt á Stöð 2 sem skapaði honum frægð og frama. Svartur bakgrunnur þáttanna og smart klæðnaður voru hans einkennismerki. 12 FRÉTTIR 24. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.