Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Síða 20
20 FÓKUS 24. APRÍL 2020 DV HVAR ERU ÞAU Í DAG? Þingmenn koma, þingmenn fara. En hvað tekur við þegar fólk lætur af störf- um á hinu háa Alþingi? DV kannaði stöðuna á nokkrum fyrrverandi þing- mönnum þjóðarinnar til að fá svör við spurningunni: Er líf eftir Alþingi? SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Siv sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1995-2013. Hún var umhverfisráð- herra 1999-2004 og heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðherra 2006-2007. Siv vakti nokkra athygli þegar hún tók sæti á þingi. Hún var menntaður sjúkraliði og áhugakona um mótorhjól og töldu margir það víst að þarna væri komin á þing kona með bein í nefinu. Árið 2014 var Siv fengin til starfa sem ráðgjafi fyrir félags- og húsnæðismálaráðu- neytið og um vorið 2016 var hún ráðin sem sérfræðingur á skrifstofu félagsþjónustu í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hún er einnig formaður Velferðarvaktarinnar, sem fylgist með félagslegum og fjár- hagslegum afleiðingum efnahags- hrunsins fyrir fjölskyldur og ein- staklinga í landinu. Hún hefur lengi haft mikinn áhuga á útiveru svo það kemur kannski ekki á óvart að hún er einnig skráður leið- sögumaður. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur sat á þingi á árunum 1991-2016 fyrir Samfylkinguna. Hann gegndi eftirfarandi ráðherrastöðum: um- hverfisráðherra, iðnaðarráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og utanríkisráðherra. Össur flutti ræðu á Alþingi árið 1995 sem var Árna Johnsen ekki að skapi. Össur sagði í ræðu sinni að hann teldi sig heyra Árna hrista höf- uðið yfir því sem fram fór. Þetta fór illa í Árna sem elti Össur út úr þing- sal, greip í eyra hans og heimtaði að tala við hann. Þegar Össur ætlaði að ganga í burtu bætti Árni svo um betur og sparkaði hressilega í rass- inn á Össuri svo hann féll niður stiga og hlaut minniháttar áverka. Össur ákvað hins vegar að bregðast ekki við uppátækinu og sagði að hann „vildi ekki elta ólar við mann með greindarvísitölu á við íslenska sauð- kind“. Árið 2017 stofnaði hann bygginga- félagið Deshús byggingafélag ehf. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Hanna Birna sat á þingi 2013-2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var innanríkisráðherra á árunum 2013- 2014 en hætti í kjölfar lekamálsins svokallaða þar sem hún sætti harðri gagnrýni eftir að aðstoðar- maður hennar lak trúnaðarupplýs- ingum um nígerískan hælisleitanda í fjölmiðla. Hanna Birna tók við stöðu sem ráðgjafi hjá UN Women í New York í febrúar í fyrra. Þar á undan hafði hún verið framkvæmdastjóri Women Political Leaders. Rétt áður en hún hætti á þingi tók hún að sér stöðu formanns Women in Parliament Global Forum svo mál- efni kvenna hafa verið henni afar hugleikin undanfarin ár. ELÍN HIRST Elín sat á þingi 2013-2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár hefur Elín rekið sitt eigið fyrirtæki, Elín Hirt Productions/ Hugveita sem sérhæfir sig í margs konar verk- efnum sem snúa að miðlum og dagskrár- gerð. Skömmu eftir að hún lét af þingstörfum hóf Elín störf við gerð þátta- raðarinnar Hvað höfum við gert? sem fjallað um þær áskoranir sem mannfólkið stendur frammi fyrir í loftslags- málum. Þættirnir voru sýndir á RÚV í fyrra og vöktu mikla athygli. Hún hefur þó augun opin fyrir starfstækifærum. Árið 2017 sótt Elín um starf upp- lýsingafulltrúa Umhverfis- stofnunar, en það var Björn Þorláksson, sjálfstæt t starfandi fjölmiðlaráðgjafi, sem var að endingu ráðinn. Árið 2019 sótti Elín um stöðu útvarpsstjóra, en starfar að eigin verkefnum í dag. Elín er hæfileikarík og heillandi situr án efa ekki auðum höndum lengi. Þorsteinn sagt á Alþingi á árunum 2016-2020 fyrir Viðreisn. Hann var um stund félags- og jafnréttismála- ráðherra. Þorsteinn sagði af sér þing- mennsku á dögunum og hefur verið ráðinn sem forstjóri eignarhalds- félagsins Hornsteins ehf. sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. LILJA MÓSESDÓTTIR Lilja sat á þingi fyrir Vinstri græn og utan flokks á árunum 2009-2013. Eftirminnilegt er þegar Lilja sagði sig úr Vinstri grænum árið 2011. Lilja hafði ítrekað verið vænd um sam- starfsörðugleika og sá ekki samleið með sér og flokknum lengur. Í bókinni „Hreyfing rauð og græn“ eftir Pétur Hrafn Árnason sagnfræð- ing, um sögu Vinstri grænna, greinir Lilja frá því að hún hafi orðið fyrir persónuárásum innan þingflokksins og að hún hafi þurft að flýja land eftir þingsetuna til að eiga einhverja möguleika á að verða metin að verð- leikum. Hún býr nú í Noregi þar sem hún starfar sem ráðgjafi hjá Samfunns- vit erne, sem er félag sérfræðinga í félagsvísindum, og einnig sem pró- fessor við háskólann í Østfold. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Álfheiður sat á þingi 2007-2013 fyrir Vinstri græn. Hún var heilbrigðisráðherra 2009- 2010. Athygli vakti þegar Álfheiður, kjörin fulltrúi á Alþingi, lét til sín taka í búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Studdi hún mótmæl- endur fyrir utan Alþingis- húsið og mætti meira að segja til að mótmæla sjálf fyrir utan lögreglu- stöðina eftir að einn mótmæl- andinn var handtekinn. Hún hóf störf árið 2015 hjá Náttúruminjasafni Íslands og starfar þar enn og ritstýrir Nát túrufræðingnum. Hún var varaþingmaður Vinstri grænna þar til í september 2019. Kvaddi Alþingi. MYND/EYÞÓR ÁRNASON Flúði land eftir setu á Alþingi. MYND/WILHELM Kominn í fyrirtækjarekstur. MYND/GVA Vinnur að málefnum kvenna. MYND/ERNIR Siv vinnur enn á stjórnsýslu- stigi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.