Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Page 21
FÓKUS 21DV 24. APRÍL 2020 MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Margrét sat á þingi frá 1987 til 2007 fyrir Samfylkinguna. Árið 2009 tók hún við sem for- stöðumaður Fangelsisins á Litla- Hrauni og gegndi hún starfinu til ársins 2015. Í dag er hún titluð hús- móðir í símaskránni. DV ákvað að slá á þráðinn til Margrétar og taka stöðuna á henni. „Ég bý bara hér í Kópavoginum og vinn af og til á garðyrkjustöðinni Stoð á Dalvegi. Ég er bara að gera það sem mér finnst skemmtilegast í lífinu. Mér finnst svona fyrrver- andi titlar ótrúlega leiðinleg fyrir- bæri því maður er alltaf það sem maður er að hverju sinni. Ef maður er að gera það vel þá á maður að sinna því en ekki vera með eitt- hvert fyrrverandi titlatog. Manni líður best með það sem maður er að gera hverju sinni og er að sinna því og það þjónar engum tilgangi að tína upp allt það sem maður er búinn að gera á langri ævi. Ég er bara að njóta lífsins.“ Margrét var sæmd heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019. Jóhanna sat á þingi í rúmlega þrjá áratugi, frá 1978-2013, fyrir Alþýðu- flokkinn, Þjóðvaka og Samfylk- inguna. Árin 1994-1995 sat hún á þingi utan flokka. Hún var í tvígang félagsmálaráðherra og síðan for- sætisráðherra í kjölfar efnahags- hrunsins 2009-2013 og skrifaði sig þar með í sögubækurnar sem fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir hlutverki þjóðarleið- toga. L íklega þekktasta stundin á stjórnmálaferli Jóhönnu var þrumu- ræða hennar á flokksþingi Alþýðu- flokksins árið 1994, þá hafði hún tapað í formannskjöri fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni. Í ræðunni sagði hún svo ef tir minnilega: „Minn tími mun koma,“ en þau orð eru í dag orðin ódauðleg. Jóhanna varð sjötug árið sem hún lét af þingstörfum og því komin á löglegan ef tirlaunaaldur. Árið 2013 kom út bókin Við Jóhanna þar sem Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu, f jallaði um samband þeirra og árið 2017 kom út bókin Minn tími: Saga Jóhönnu Sigurðar- dóttur, um ævi hennar. Jóhanna er enn málsmetandi á sviði stjórnmála, með sterkar skoðanir og lætur í sér heyra þegar henni misbýður eitthvað. Jóhanna er því vel gift í Vesturbænum og nýtur lífsins. Minn tími mun koma! ÚR PÓLITÍK Í POTTAMOLD JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Vigdís sat á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn 2009-2016. Vigdís var um- töluð fyrir framgöngu sína á Alþingi þar sem hún veigraði sér ekki við að viðra umdeildar skoðanir. Það vita flestir hvað Vigdís er að gera í dag, en hún hefur verið áberandi sem borgarfulltrúi Miðflokksins. En þó hefur sést til hennar endrum og eins í störfum í blómabúð. DV sló á þráðinn til Vigdísar til að fá þessi mál á hreint. „Starf borgarfulltrúa er skil- greint sem fullt starf hjá Reykja- víkurborg, en það koma dagar þar sem eru engir fundir, ég er svo aktíf og kraftmikil og dugleg að ég þarf alltaf að vera í aksjón. Svo á ég mínar frístundir. Ég er fyrsti Íslandsmeistarinn í blóma- skreytingum og hef afskaplega gaman af því að vera innan um blómin og fæ mikla vorvekju núna þegar laukarnir fara að koma upp úr moldinni og það er yndislegt að fara í göngutúra á þessum árs- tíma. Svo ég tek eina og eina vakt í blómabúðinni á Hagamel og það er afskaplega gaman, bæði að hitta kjósendur á gólfinu og svo að vera í kringum blómin og láta listsköpunina njóta sín í litavali og fjölbreytileika starfsins sem blómabúðir bjóða upp á, því það snertir allt frá vöggu til grafar og allt þar á milli.“ Ég er bara að njóta lífsins. Hennar tími kom að lokum. MYND/DAGBLAÐIÐ VÍSIR Hætti í fangelsinu og nýtur nú lífsins. MYND/GVA Vigdís elskar blómin. MYND/VILHELM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.