Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 26
26 FÓKUS 24. APRÍL 2020 DV Þ að hafa margir lands­menn nýtt samkomu­bannið í að skreyta, breyta og betrumbæta heimil­ ið. Ef einhvern tíma er tíminn, þá er það núna. Það hefur sína kosti að gera upp gömul húsgögn. Það er í fyrsta lagi ódýrara en að kaupa en það gefur þér einnig þá tilfinningu að þú hafir af­ rekað eitthvað stórkostlegt. Húsgagnasmiðurinn Lára Björnsdóttir gefur lesendum þau ráð að stinga sér í djúpu laugina og prófa sig áfram. Enginn vandi sé of stór til að það sé ekki örugglega hægt að finna sniðuga lausn á honum. Við ræddum við fjóra ein­ staklinga sem eiga það sam­ eiginlegt að hafa umbreytt einhverju heima hjá sér á sniðugan máta. Oliver Steinar tók sturtu­ klefann í gegn fyrir litlar fimm þúsund krónur. Heiðbrá Rósa breytti sjarma heimilis­ ins með því að mála innihurð­ irnar. Lára gaf fjörutíu ára skáp nýtt líf og foreldrar Veru fundu fallega lausn á ljótum vanda. n Sniðugar lausnir fyrir heimilið Það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að taka heimilið í gegn. Málning ein og sér getur blásið nýju lífi í gömul húsgögn, hurðir og sturtuklefa. Ofninn fyrir og eftir breytingarnar. Það er auðveldlega hægt að losa bekkinn frá ofninum. MYNDIR/AÐSENDAR Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Hvetur fólk til að stinga sér í djúpu laugina Húsgagnasmiðurinn Lára Björns- dóttir hefur gert upp ófáa skápana. Á dögunum kláraði hún að mála furuskáp sem hún smíðaði árið 1980. „Mér fannst vera kominn tími á upplyftingu og breytingu. Ég nota alltaf vörur frá Flügger og í þetta skiptið notaði ég vatnslakk og auð- vitað grunnaði ég á undan. Hnúðinn á skápinn keypti ég hjá Habitat.“ Lára hefur tekið þó nokkra skápa í gegn en breytti aðeins aðferðinni í þetta skipti. „Á hina skápana sem ég hef gert upp hef ég notað olíulakk sem ég mæli frekar með því mér finnst betra að vinna með það. Ég er ekki að pússa mikið á undan, ég passa bara að fletir séu hreinir,“ segir Lára og gefur lesendum góð ráð. „Endilega bara að stinga sér í djúpu laugina og prófa enda er oft verið að auglýsa gamla skápa gefins eða fyrir lítinn pening sem hægt er að gefa nýtt útlit.“ Lára smíðaði þennan skáp þegar hún var að læra húsgagna- smíði fyrir 40 árum. Ótrúleg breyting á skápnum. Lára sýnir að það er heldur betur hægt að blása nýju lífi í gömul hús- gögn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.