Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 27
Sígildar og nýjar bækur fyrir börn
á öllum aldri í miklu úrvali
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
BÆKUR
FYRIR
BÖRNIN
Ný sturta
„Planið hjá mér var að fá mér nýja
sturtu, jafnvel kannski taka klefann
í burtu og fá mér bara gler í staðinn.
Svo einn daginn er ég að vafra á
netinu og sé sturtuklefa svipaðan
mínum nema með svörtum ramma.
Þannig að ég fékk hugmynd, af
hverju ekki að gera minn svoleiðis?”
segir Oliver Steinar og kynnti sér
hvaða efni hann þyrfti í verkefnið
og lét til skarar skríða.
„Það sem ég byrjaði á að nota
var Hammerite metal-málning. Ég
málaði rammann fyrst með því. Það
kom rosalega vel út en mig langaði
í matt útlit. Þannig að ég keypti
mér svart matt sprey sem er fyrir
málm og spreyjaði yfir málninguna.
Ég spreyjaði líka sturtuhausinn og
slönguna.”
Oliver segir útkomuna hafa komið
sér á óvart. „Ég varð eiginlega bara
ástfanginn af útkomunni. Liturinn
hefur haldist mjög vel á, ekkert
flagnað af og enginn leki. Þetta
kostaði mig í kringum 5.000 krónur.
Þetta er bara eins og ný sturta.”
Sturtuklefinn
hjá Oliver
fyrir og eftir
breyting-
arnar.
Hurðirnar fengu nýtt líf
Heiðbrá Rósa Steinþórsdóttir hafði
hugsað lengi um að mála eða filma
hurðirnar heima hjá sér. Hún lét loks
verða af því fyrr í mánuðinum og er
mjög ánægð með útkomuna.
„Við keyptum lakk í Sérefni á
hurðirnar og máluðum síðan vegg-
ina með litnum Dögg frá Slippfélag-
inu. Við erum ótrúlega ánægð með
þetta,“ segir Heiðbrá Rósa.
Sniðug lausn á ljótum vanda
Foreldrum Veru Sigurðardóttur
tókst að finna sniðuga lausn á
ljótum vanda sem hafði truflað þau
lengi. „Það var ljótur og langur ofn
á ganginum heima hjá foreldrum
mínum. Það hafði alltaf staðið til að
setja eitthvað yfir hann. Eftir að það
var ákveðið að skipta um gólfefni
fór ég að hugsa hvernig væri hægt
að fela ofninn á fallegan máta,”
segir Vera.
„Mér fannst allar hugmyndir
ómögu legar þar til mér datt í hug að
nota parketið, saga það niður í lista
og hafa bil á milli.” Vera var búin að
sjá flotta lausn á svipuðu vandamáli
hjá vinkonu sinni. „Það kom mjög
vel út. Ég kannaði einnig málið með
loftun á ofninum, svo hann væri að
gera sitt gagn, og ég fékk þær upp-
lýsingar að þriggja sentímetra bil
fyrir ofan og neðan ætti að ganga,”
segir hún.
„Pabbi fór og keypti álprófíla sem
hann sagaði niður í réttar stærðir.
Hann keypti svo plasthné til að
skeyta þetta saman, svo var það
spreyjað svart. Við ákváðum að
hafa þetta þannig að það væri auð-
velt að taka þetta frá til að komast
að stillingunum og þrífa,” segir hún.
Faðir Veru fékk aðstoð frá smið
sem kom með hugmyndir varðandi
hvernig væri hægt að útfæra hug-
myndina. „Niðurstaðan var að
líma borðin á járnprófílana með
einhverju töfralími og auðvitað
voru notaðar þvingur og fleira til
að þetta yrði skothelt og gert í
nokkrum lotum. „Þetta tók um þrjá
til fjóra daga í framkvæmd, en bara
því við þurftum að bíða eftir að límið
þornaði.”
Foreldrar Veru eru mjög sáttir við
útkomuna enda smekkleg lausn.
Hurðirnar heima
hjá Heiðbrá Rósu
eftir breyting-
arnar.
Hurðirnar fyrir
breytingarnar.
Ég varð eiginlega
bara ástfanginn
af útkomunni.
FÓKUS 27DV 24. APRÍL 2020
Það er auðvelt að taka bekkinn frá til að stilla hitann á ofninum.