Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Side 36
SKJÁSKOT/INSTAGRAM
@SU
N
N
EVA
EIN
A
R
S
J ákvæð líkamsímynd snýst um að bera virð-ingu fyrir líkama sínum
og líða vel í eigin skinni. Já-
kvæð líkamsímynd hefur
verið sérstaklega áberandi
á samfélagsmiðlum. Hér eru
nokkrir íslenskir áhrifavaldar
sem hafa opnað sig um líkams-
ímynd við góðar undirtektir.
Listinn er langt frá því að vera
tæmandi, þetta er aðeins brot
af því merkilega hlutverki
sem þessar konur hafa leikið
í baráttunni fyrir bættri líðan
og aukinni sjálfsvirðingu.
36 STJÖRNUFRÉTTIR 24. APRÍL 2020 DV
ÁHRIFAVALDAR SEM HAFA OPNAÐ
SIG UM jákvæða líkamsímynd
Umræða um jákvæða líkams-
ímynd hefur verið umfangsmikil
á Íslandi síðustu ár.
INSTAGRAM @BRYNNALE INSTAGRAM @ERNAHRUNDINSTAGRAM @LINABIRGITTASIFINSTAGRAM @MARGRETGNARR
Fyrirsætan Bryndís Líf
birti myndir af slitförunum
sínum og opnaði sig um
líkamsímynd í Instagram
Story í kjölfarið.
„Mér finnst stundum erfitt
að deila myndum af mér þar
sem ég er ekki uppstillt. Ég
á það til að vera óörugg en
ég er að vinna í því að láta
þetta hætta að skipta mig
máli. Ekki gleyma að við
erum öll eins, við erum öll
falleg og við erum öll með
magaspik (e. tummy rolls)
[...] Samfélagsmiðlar eru ekki
raunverulegir. Hættum að
bera okkur saman við fólk því
í rauninni erum við öll eins.“
Athafnakonan Lína Birgitta
hefur talað opinberlega um
baráttu sína við átröskun.
Hún glímdi við lotugræðgi
í mörg ár en er í dag
heilbrigð. Hún opnaði sig um
líkamsímynd sína í einlægri
færslu á Instagram árið 2018.
„Breytt hugarfar gagnvart
eigin líkama er lykillinn að
því að líða vel í eigin skinni.
Í staðinn fyrir að fókusa á
það slæma, fókusaðu á það
góða og hvað líkaminn gerir
þér kleift að gera! Það er líka
magnað að pæla í því hvað
líkaminn okkar hefur komið
okkur í gegnum margt í
lífinu!“ skrifaði hún.
Einkaþjálfarinn Margrét
Gnarr hefur verið mjög
opin um baráttu sína við
átröskun. Hún hefur verið
í bata undanfarin tvö ár og
eignaðist sitt fyrsta barn í
janúar. Hún birtir reglulega
færslur um jákvæða
líkamsímynd og hvernig
henni líður gagnvart líkama
sínum hverju sinni.
„Það er ekki samasemmerki
milli þess að léttast og lækna
neikvæða líkamsímynd. Ég
þarf að minna mig á það í
hvert skipti sem ég hugsa
um að létta mig,“ skrifaði
Margrét í færslu á Instagram
fyrr í mánuðinum.
Erna Hrund opnaði sig
nýverið um svokallaðan
„magabömmer.“ Hún lýsir
því sem „tilfinningu sem
kemur alltaf reglulega upp
í hausinn á mér“. „Ég er
almennt manneskja sem er
að springa úr sjálfstrausti
allan daginn. Ég ber mig
vel, geng um eins og ég
eigi heiminn liggur við en
þegar maginn kemur út þá
vil ég helst týnast. Held þetta
verði stanslaus barátta hjá
mér sjálfri og mér finnst ég
fara fram og tilbaka en ég
er bara mannleg og ég veit
að ég er minn allra stærsti
gagnrýnandi,“ sagði hún.
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir birti öðruvísi mynd en
venjulega á dögunum. Hún sýndi aðra hlið á sér og skrifaði með:
„Sjálfsást.“
SKJÁ
SKOT/INSTAGRAM @ISOLDHALLDORU
D
O
TTIR
Fyrirsætan Ísold
Halldórudóttir er
ötul baráttukona fyrir
líkamsvirðingu. Hún hefur
vakið mikla athygli, bæði
hér heima og erlendis. Hún
deilir myndum á Instagram
og skrifar oft með texta um
bætta líkamsímynd.
„Ég ákvað að vera hávær
með líkama mínum, að vera
stolt af honum á meðan ég
sýni heiminum galla mína,
óöryggi mitt, efasemdir
mínar, erfiðleika mína og
yfirþyrmandi tilfinningu að
vilja vera fullkomin. En ég er
það [...] Ég er fullkomin, því
ég er fullkomlega ég sjálf,“
skrifar Ísold á Instagram í
september síðastliðnum.
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI