Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Page 37
DV 24. APRÍL 2020 T ónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er fæddur í Vatnsberamerkinu. Lúna Fírenza spá- kona og tarotmeistari DV lagði spilin á borðið fyrir hann. Fólk fætt í Vatnsberamerkinu er sagt framsækið, sjálfstætt, gáfað og örlítið skrítið. Vatnsberinn lifir helst í dagdraumaheimi, alltaf með höfuðið í skýj- unum þannig að ekki móðgast ef hann virðist ekki að hlusta á þig, hann er bara að láta sig dreyma um eitthvað stórkostlegt. Þristur í stöfum Lykilorð: Framfarir, útrás, framsýni, tækifæri erlendis Þú ert klárlega kominn aðeins út fyrir þægindaramm­ ann en ætlar ekki að láta neitt stöðva þig. Þú veist að það gæti verið aðeins lengra í lokamarkmiðið en ætlað var en þú kannt að meta þann tíma sem gefst til þess að fullkomna planið þitt. Það er eitthvað komið á hreyf­ ingu og það verður ekki aftur snúið. Mögulega nokkrir hlutir sem þarf að yfirstíga en þar liggja tækifærin. Tunglið Lykilorð: Undirmeðvitund, innsæi, íhugun Það er nú ekki skrítið að tunglið birtist hjá þér enda alltaf með hugann í kosmósinu hvort eð er. Tunglið kallar á sköpunarkraft þinn, tími til að líta vel inn á við og finna þitt sanna sjálf! Tunglið er til staðar fyrir þig. Nýttu þér orku tunglsins en passaðu að láta ekki ótta eða kvíða draga úr þér. Það er góður tími til að setja þér markmið á hverjum degi og þakka fyrir það sem þú hefur. Það mun færa þig nær nýjum sigrum. Jafnvægi Lykilorð: Þrautseigja, hófsemi, þolinmæði, tilgangur Þú færð tækifæri til að kynnast sjálfum þér á ný sem gefur þér innri ró. Þessi tími úti í náttúrunni og með sjálfum þér hefur varpað nýju ljósi á heiminn og það sem skiptir þig máli! Jafnvægið sem þú finnur streyma yfir þig er gjöf alheims og nú skaltu líta inn á við komast á æðra stig. Þú munt uppskera ríkulega í list þinni. n Skilaboð frá spákonunni Ég hlakka til að lesa ljóðabókina þína, þú ert greinilega að fara að sýna á þér nýjar hliðar! STJÖRNU SPÁLESIÐ Í TAROT Auðunn Lúthersson Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Hei, þú ert kannski ekki með fast­ skorðað daglegt líf sem þig langar að verði ritað í ævisögu þína, en af hverju ertu alltaf svona leiðinleg/ ur við sjálfa/n þig? Það er ENGINN í rútínu, það er ekkert sem heitir RÚTÍNA í dag, þannig að „let go and let be“. Þú ert í góðum málum. Naut 20.04. – 20.05. Afmælismánuður þinn er genginn í garð. Innilega til hamingju með sjálfa/n þig! Þú finnur kraftinn þessa vikuna og verður einn af þeim sem bíða í klukkutíma fyrir utan Sorpu. Þessi þarna sem þú gerðir grín að um daginn. Já, núna verður aldeilis tekið til í geymsl­ unni! Í orðsins fyllstu merkingu. Tvíburar 21.05. – 21.06. Úbbs, aðeins of mikill tími til að ofhugsa? Þú þarft mögulega smá tíma fyrir hugarró. Gætir nýtt þér einn af þessum rafrænu jóga­ tímum sem standa víða til boða. Kynntu þér málið og zen­aðu þig í drasl. Góð bók gæti líka verið málið! Namaste. Krabbi 22.06. – 22.07. Líkt og frændi þinn Tvíburinn þarftu smá „rými“ fyrir sjálfa/n þig. Þú horfir á maka þinn og spyrð þig hvort hann hafi alltaf tuggið svona hátt eða ert þú fyrst að taka eftir því núna? Mælt er með því að þú jarðtengir þig með því að taka smá göngutúr á tás­ unum í grasinu og rifja upp góðar minningar. Ljón 23.07. – 22.08. Þú finnur fyrir löngun til að endur­ skapa þig. Hvað vil ég fá út úr þessu lífi? Það er alls ekki of seint að hugsa um nýtt nám eða jafnvel nýja vinnu. Þetta er einmitt tíminn til að leyfa sér að dreyma enda er það byrjunin á því að nálgast nýtt markmið. Eitthvert girnilegt tilboð kemur til þín fyrir vikulok. Meyja 23.08. – 22.09. Það er allt í lagi að nenna ekki neinu. Þú þarft að lofa sjálfri/ sjálfum þér þessa vikuna að vera sannur frumbyggi. Að borða og sofa eru ágætis markmið. Þú getur póstað myndum af afkasta­ miklu útgáfunni af þér að baka eða ganga á fjall á Insta gram í næstu viku, en bara í næstu viku… Zzzzzz. Vog 23.09. – 22.10. Farðu á stefnumót með sjálfri/ sjálfum þér. Horfðu á þig í spegli. Þú ert stórkostleg/ur! Hvernig líst þér á fótanudd eða and­ litsskrúbb? Nýttu vikuna í smá sjálfsumhyggju. Njóttu þess að huga að sál og líkama og láta hugann reika. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Svigrúmið sem lífið hefur gefið þér lætur þig sjá einhvern í nýju ljósi. Einhver sem jafnvel fór smá í taugarnar á þér er allt í einu farinn að mæta þér draumi. Þannig að þú roðnar næst þegar þú sérð viðkomandi. Oft geta and­ stæður verið góð blanda. Ný ást eða vinskapur í spilunum? Bogmaður 22.11. – 21.12. Ef þú átt vin í Vogarmerkinu þá gæti verið tími til þess að bjalla í viðkomandi og draga út í hlaupa­ túr, í hæfilegri fjarlægð auðvitað. Þessi merk eru á svipaðri bylgju­ lengd og þurfa á smá dekri og sjálfsást að halda. Ef það er ein­ hver tími til að hlaupa á barinn, þá er það núna! Sko, heimabarinn. Steingeit 22.12. – 19.01. Þetta er vikan til þess að eiga fabjúlus föstudag. Þig vantar glæsileikann aftur í líf þitt. Þig vantar innblásturinn til þess að fara úr náttfötunum og í glimmer­ gallann þótt þú farir ekki út úr húsinu. Heima­galakvöld kemur skapinu í lag! Vatnsberi 20.01. – 18.02. Nýttu vikuna til að velta fyrir þér hvötum og löngunum. Skrifaðu niður óskir þínar. Það er mögnuð leið til þess að ná markmiðum. Þessi vika er líka tilvalin til að tengjast annarri sál dýpra, eins og í gamla daga þegar maður talaði við einhvern í símann í þrjá til fjóra tíma og gleymdi sér alveg. Þetta getur verið símtal eða spjall úti á palli með langt á milli. Fiskur 19.02. – 20.03. Þú veist ekki hvort það er bara af því að þér leiðist, en allt í einu langar þig að breyta öllu heima hjá þér og ná fram nýju „lúkki“. Það getur verið mjög gefandi, bara ekki vera ein/n af þeim sem klippir á þig skakkan topp og sérð eftir því áður en þú hefur lagt frá þér skærin! Vikan 24.04. – 30.04. Alltaf með hugann í kosmósinu hvort eð er Ástin blómstraði í boltanum MYND/VILHELM stjörnurnarSPÁÐ Í S ara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði ís-lenska landsliðsins í knattspyrnu, og Árni Vilhjálmsson, atvinnumaður í knatt spyrnu, eru nýtt par. DV ákvað að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman. Sara Björk er Vog og Árni er Naut og það má með sanni segja að hér sé um fullkomna blöndu að ræða. Þarna mætast tveir helming- ar og verða að einni heild. Sambandið hefur þróast hægt en bæði merkin elska að vera ástfangin og stjórnast af ástarplánetunni Venusi. Þau eru bæði mjög metnaðarfull en gera aðeins hlutina út frá eigin forsendum. Vogin og Nautið hafa margt að læra að hvort öðru. Nautið hjálpar Voginni að vera ákveðnari og Vogin hjálpar Nautinu að sjá mál frá öllum hliðum. Þau fullkomna hvort annað. Vogin hefur þá eiginleika sem Nautið skortir og öf- ugt. Nautið hjálpar Voginni að taka ákvarðan- ir og Vogin hjálpar Nautinu að róa skap sitt. Lykillinn að sambandi þeirra er að setja sig í spor hvort annars og að hvort sjái heiminn með augum hins. n Sara Björk Gunnarsd. 29. september 1990 Vog n Samvinnuþýð n Félagslynd n Kurteis n Diplómatísk n Óákveðin n Forðast ágreining Árni Vilhjálmsson 9. maí 1994 Naut n Áreiðanlegur n Þolinmóður n Praktískur n Ábyrgur n Þrjóskur n Á erfitt með mála­ miðlanir STJÖRNUFRÉTTIR 37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.