Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Qupperneq 4
1 Kristín Avon opnar sig frekar um faðerni dóttur sinnar Áhrifa-
valdurinn Kristín Avon opnaði sig
um erfiðleikana eftir að í ljós kom að
dóttir hennar var rangfeðruð.
2 Eiginkona lögregluþjónsins sækir um skilnað vegna málsins
Eiginkona lögreglumannsins Dereks
Chauvin, sem olli dauða George
Floyd, hefur sótt um skilnað vegna
málsins. Floyd var svartur maður og
þykir málið varpa ljósi á djúpstæða
kynþáttafordóma lögreglunnar í
Bandaríkjunum.
3 „Blóð út um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna
slagsmála Slagsmál brutust út á
Benzin café á Grensásvegi.
4 Una Rakel verður fyrir aðkasti vegna holdafars síns Una Rakel
Hafliðadóttir verður fyrir fordómum
vegna vaxtarlags síns, en hún fær
oft að heyra að hún sé horrengla og
tannstöngull.
5 Fyrrverandi vændiskona af-hjúpar merki þess að makinn
sé að halda framhjá Meðal annars
ef karlmaður kemur heim með blautt
hár eða fer að tala mikið um hvað
framhjáhald sé slæmt, þá gæti hann
verið að halda framhjá.
6 Vikan á Instagram: „Þetta snýst allt um sjónarhorn“ Vikan á
Insta gram er fastur liður á mánu-
dagsmorgnum hjá dv.is og nýtur
mikilla vinsælda.
7 Stórt kýli í hálsi Hörpu varð til þess að hún leitaði til læknis:
„Allt lífið gjörbreyttist“ Harpa
Karen Antonsdóttir, leikmaður Hauka
í knattspyrnu, hefur barist við krabba-
mein í vetur.
8 Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Guðrún Björg Björnsdóttir gaf fellihýsi
nýtt líf með einföldum breytingum.
9 Eitt efnilegasta listafólk lands-ins á lausu – Högni og Snæfríður
hætt saman Snæfríður Ingvarsdóttir
leikkona og Högni Egilsson, söngvari
Hjaltalín, eru hætt saman.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Bandaríkin loga vegna andláts Floyds
George Floyd, svartur karlmaður, lét lífið eftir afskipti hvítra
lögregluþjóna í Minneapolis í Bandaríkjunum. Málið hefur
vakið mikla reiði þar sem George reyndi ítrekað að greina
frá því að hann gæti ekki andað þar sem lögregluþjónn kraup
á hálsi hans. Þykir þetta gott dæmi um kynþáttafordóma lög
reglunnar sem gengur oft harðar fram gegn svörtum ein
staklingum en hvítum. Um öll Bandaríkin er nú mótmælt
vegna málsins og hafa miklar óeirðir brotist út þar sem bæði
almennir borgarar og lögreglumenn hafa slasast, jafnvel látið
lífið. Samstöðumótmæli voru haldin hér á landi á Austurvelli á
miðvikudag. Herlögregla hefur verið virkjuð víða um Banda
ríkin og útgöngubann er í gildi í Minneapolis.
Skylt að endurgreiða pakkaferðir
Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum um að heimila
ferðaskrifstofum að afhenda viðskiptavinum inneignar
nótur vegna pakkaferða sem féllu niður vegna kórónu
veirufaraldursins. Viðskiptavinir eigi rétt á því að fá endur
greitt. Ríkisstjórnin hefur unnið að löggjöf sem heimila átti
ferðaskrifstofum að gefa viðskiptavinum inneignarnótur í
stað endurgreiðslu í þeim tilgangi að styrkja starfsemi ferða
skrifstofa sem margar standa höllum fæti sökum aflýsinga
á pakkaferðum. Neytendasamtökin hafa mótmælt þessum
fyrirætlunum og telja þau ekki standast evrópska neytenda
löggjöf.
Guðna spáð sigri
Guðni Th. Jóhannesson mælist með yfir 90 prósenta fylgi fyrir
forsetakosningarnar á meðan mótframboð Guðmundar Frank
líns Jónssonar mælist aðeins með 9,6 prósent. Þetta kom fram
í Þjóðarpúlsi Gallup.
Nýjar vendingar í máli Madeleine McCann
Þýsk yfirvöld eru að rann
saka 43 ára kynferðisbrota
mann í tengslum við hvarf
Madeleine McCann sem hvarf
af hótelherbergi í Portúgal
fyrir þrettán árum. Maðurinn
bjó í Portúgal þegar stúlkan
hvarf og hefur verið sak
felldur fyrir kynferðisbrot
gegn börnum. Þýski lögreglu
maðurinn Hoppe greindi frá
því í sakamálaþætti í þýska
sjónvarpinu á miðvikudag að
allar líkur væru á því að Madeleine litla hafi verið myrt. For
eldrar stúlkunnar hafa allar götur frá hvarfi hennar haldið í
vonina um að hún kæmi í leitirnar á lífi.
Rúrik má ekki vinna
Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen, má hvorki mæta til
vinnu né tjá sig um ástæðu þess. Frá þessu greindi Hjörvar
Hafliðason í vikunni. Málið mun snúast um lækkun launa
vegna COVID19 sem hafi valdið deilum milli Rúriks og Sand
hausen.
Lilja braut lög
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra,
braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon sem
ráðuneytisstjóra. Annar umsækjandi, kona, hafi staðið Páli
framar og miklir annmarkar voru á málsmeðferð og ákvarð
anatöku ráðuneytisins við ráðninguna. Páll er flokksbróðir
Lilju og hefur málið vakið töluverða reiði þar sem mörgum
þykir ljóst að um frændhygli sé að ræða.
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yr ýn yr ga g mála
innan fyrirtæk sins og otendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þ u mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skj lamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Rec ds
Mála- og skjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
4 FRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV