Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV Framhald af síðu 6 Nöfn nokkurra sem hafa horfið á síðustu áratugum: n Guðmundur Einarsson, horfinn 27. janúar 1974, sást síðast fyrir utan Alþýðuhúsið í Hafnarfirði. Hvarf Guðmundar var talið hafa borið að með saknæmum hætti, fimm menn voru dæmdir fyrir að hafa bannað Guðmundi, árið 1980. Mennirnir voru dæmdir að ósekju og málið því tekið upp mörgum árum seinna og fimmmenningarnir hreinsaðir af fyrri dómum. n Bjarni Matthías Sigurðsson, 79 ára trésmiður, hvarf 25. ágúst 1974, er hann var í berjamó skammt frá Hólahólum á Snæfellsnesi með dóttur sinni og tengdasyni. Hann fór á undan samferðafólki sínu í átt að bíl þeirra sem lagt var skammt frá þjóðveg- inum, en var hvergi sjáanlegur þegar þau komu um 15 mínútum seinna. Sporhundur rakti slóð Bjarna frá þeim stað er þau höfðu lagt bifreið sinni og upp á aðalveginn. Hrúga af berjum fannst við vegarkant skammt frá þeim stað þar sem Bjarni sást síðast. n Geirfinnur Einarsson, horfinn 19. nóvember 1974. Sást síðast fara á fund við ókunnugan mann frá heimili sínu í Keflavík. Fundurinn var talinn tengj- ast spíraviðskiptum, fimm menn voru dæmdir fyrir að hafa banað Geirfinni, árið 1980. Mennirnir voru dæmdir að ósekju og málið var tekið upp mörgum árum seinna og þeir hreinsaðir af fyrri dómum. Þrátt fyrir sama föðurnafn voru þeir Geirfinnur og Guðmundur ekki skyldir, en gjarnan er talað um mál þeirra saman sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið. n Sigurður Þórir Ágústsson, horfinn 5. febrúar 1975, sást síðast fyrir utan vita á Reykjanesi. n Sturla Valgarðsson, horfinn 29. maí 1977. Sást síðast á Blönduósi. n Valgeir Víðisson, horfinn 19. júní 1994. Sterkur grunur var um að honum hefði verið ráðinn bani þá um nóttina. n Hörður Björnsson, horfinn 14. október 2015. Sást síð- ast á Laugarásvegi og var 25 ára þegar hann hvarf. Matthías Þórarinsson Matthías Þórarinsson hvarf rétt fyrir jól 2010. Matthíasi var lýst sem sérlunduðum einfara sem bjó í gömlum Rússa jeppa. Jepp- inn fannst í janúar 2011, brunninn, skammt frá malarnámum á Kjalar- nesi. Matthías var ekki í bílnum og engar vísbendingar að finna. Móðir hans, Þórgunnur Jónsdóttir, hefur ekki misst trúna á að hann skili sér. Hún segir erfitt að vita af hverju hann fór, en hefur enga trú á að hann hafi viljað binda enda á líf sitt. „Þetta hefur verið erfitt en ég veit að hann kemur,“ segir Þórgunnur og lýsir syni sínum sem skemmti- legum. Hún segir samband þeirra hafa verið afar gott, en hún var nýflutt á Kjalarnes þegar Matthías hvarf. Hann bjó í Rússajeppanum fyrir utan. Samkvæmt lögum er Matthías talinn af í dag, þar sem meira en þrjú ár eru liðin frá hvarfi hans. Júlíus Karlsson og Óskar Halldórsson Tveir unglingspiltar, 13 og 14 ára, hurfu frá Keflavík 26. janúar árið 1994. Þeir Júlíus Karlsson og Óskar Halldórsson skruppu út og sáust aldrei aftur. Lögreglan rannsakaði málið af miklum krafti en þeir fund- ust aldrei. Vísbendingar bárust um hvar þá væri að finna, meðal annars voru þeir sagðir hafa sést á Suðurlandi og í bænum. Spor- hundur leitaði þeirra og endaði slóðin alltaf við olíutanka niðri við sjó. Miklar kjaftasögur spruttu upp um hvarf þeirra, en þrátt fyrir mikla leit hefur aldrei komið í ljós hvað varð um þá. Pabbi Birgittu Þann 23. janúar á þessu ári greindi lögreglan frá því að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu Jóns Ólafssonar, sem hvarf á að- fangadag árið 1987. Talið var að hann hefði fallið í Sogið. Höfuð- kúpan fannst svo þann 3. október 1994, en ekki var hægt að bera kennsl á hana fyrr en nú. Jón var faðir Birgittu Jónsdóttur, skálds og fyrrverandi kapteins Pírata. „Það er rosalega mikill léttir að fá að loka þessu, grafa hann og ein- hvern veginn fá fullkomna stað- festingu á því að hann sé í raun og veru dáinn. Þó svo að maður viti það á einhverju leveli, að þá er það ekki alveg raunverulegt þangað til maður fær líkamlega staðfestingu,“ sagði Birgitta í samtali við Fréttablaðið. MORGUNBLAÐIÐ 28. JANÚAR 1994 FRÉTTABLAÐIÐ 24. JANÚAR 2020 DV 12. JANÚAR 2011 DRÁTTARBEISLI Hágæða beisli, föst eða losanleg, fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Upplýsingar um verð og afgreiðslutíma hjá Bílanaust. www.bilanaust.is STÓRVERSLUN DVERGSHÖFÐA 2 Dalshrauni 17 220 Hafnarfirði 110 Reykjavík S. 535 9000 S. 555 4800 Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Furuvöllum 15 600 Akureyri Hafnargötu 52 260 Reykjanesbæ Hrísmýri 7 800 Selfossi Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.