Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 10
S pilakassar eru það fjár-hættuspil sem er mest ávanabindandi, þrisvar
til fjórum sinnum meira
ávanabindandi en til að mynda
póker og íþróttaveðmál,“ segir
Alma Hafsteinsdóttir, for-
maður Samtaka áhugafólks
um spilafíkn.
Frekar í góðgerðarstarf
en til einkaaðila
Spilakassar hér á landi eru
reknir af tveimur aðilum; Ís-
landsspilum og Happdrætti
Háskóla Íslands. Íslandsspil
eru í eigu Rauða kross Íslands
(64%), Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar (26,5%)
og SÁÁ (9,5%). Öllum spila-
kössunum var lokað þann
20. mars vegna COVID-19 en
byrjað var að opna kassa aft-
ur snemma í maí. Íslandsspil
og HHÍ hafa leyfi til rekst-
ursins frá dómsmálaráðu-
neytinu. Ýmsir hafa bent á að
þetta sé aðferð stjórnvalda til
að tryggja framgang þeirra
verkefna sem eigendur Ís-
landsspila starfa að og betur
fari á því að ágóði af rekstri
spilakassa renni til góðgerð-
armála en einkaaðila.
Spilafíklar voru meira með
fjölskyldunni
„Við fengum símtöl frá fjölda
aðstandenda og ættingja spila-
fíkla sem urðu fyrir miklum
vonbrigðum þegar spilakass-
arnir voru opnaðir aftur. Það
var áberandi hversu miklar
breytingar urðu á lífi fjölda
spilafíkla meðan kassarnir
voru lokaður. Ættingjar sögðu
þá eyða meiri tíma með fjöl-
skyldunni og vinnuveitendur
sögðu spilafíkla bæði mæta
betur í vinnuna og biðja síður
um að fá launin fyrirfram. Nú
dugðu þau bara út mánuðinn
þegar ekki var verið að eyða
þeim í spilakassana,“ segir
Alma.
Tæp 86% svarenda vilja
að spilakassar og spilasalir
verði lokaðir til frambúðar,
samkvæmt niðurstöðu könn-
unar sem Gallup gerði fyrir
Samtök áhugamanna um
spilafíkn, SÁS. Niðurstöður
könnunarinnar sýna að flest-
ir nota spilakassa sjaldan og
aðens 0,3% nota þá að stað-
aldri.
ASÍ styður baráttu
gegn spilakössum
ASÍ er meðal þeirra sem hafa
tekið undir baráttu Samtaka
áhugafólks um spilafíkn og
eftir að niðurstöður könnunar-
innar voru kynntar sendi ASÍ
frá sér yfirlýsingu þar sem
sagði meðal annars:
„Þeir (spilakassarnir) eru í
raun keyrðir áfram af þeim
sem eiga við spilafíkn að
stríða með öllum þeim vanda
sem fylgir, félagslega og fjár-
hagslega. Það er því sam-
félagslega mikilvægt að taka
á málinu og samkvæmt fyrr-
nefndri skoðanakönnun er
þjóðin sammála því.
Spilafíkn er erfiður sjúk-
dómur sem kemur hart niður á
lífsgæðum þeirra sem haldnir
eru fíkninni og fjölskyldum
þeirra. Alþýðusamband Ís-
lands stendur með Samtökum
áhugafólks um spilafíkn í
baráttu þeirra gegn spilaköss-
unum.“
Sækja í spilakassana
Hátt í 700 Íslendingar eru
hugsanlegir spilafíklar en
tæplega sex þúsund manns
eiga við verulegan spila-
vanda að stríða. Þetta kemur
fram í könnun sem Daníel
Þór Ólason, prófessor í sál-
fræði, gerði fyrir dómsmála-
ráðuneytið árið 2017 en hann
hefur rannsakað spilafíkn
um árabil. Þetta er nýjasta ís-
lenska könnunin á þessu sviði.
Niðurstöður Daníels benda til
að 3,5% karla og 1,1% kvenna
eigi við spilavanda að stríða,
flestir séu aðeins með grunn-
skólapróf, lágar tekjur og á
aldrinum 18-25 ára. Spila-
kassar er sú tegund peninga-
spila sem flestir í þessum hópi
spila.
Leita til stjórnvalda
Landsbjörg hefur það ekki á
dagskrá að gefa frá sér aðild
sína að Íslandsspilum og segir
Þór Þorsteinsson, formaður
Landsbjargar, að þau muni
áfram vinna að ábyrgri spilun
á þeim vettvangi með öðrum
eigendum.
Hann bendir á að Íslands-
spil hafi margoft hafið máls á
því við stjórnvöld með hvaða
hætti hægt sé að gera spilun á
Íslandi ábyrgari en til þess að
af slíku geti orðið þurfi stjórn-
völd að sjá um þá framkvæmd.
Talið er að margir milljarðar
króna renni úr landi á ári
hverju í gegnum netspilun og
telur Þór að lokun spilakassa á
Íslandi myndi eingöngu auka
netspilun.
Bann læknar ekki fíknina
Þór segir að Samtök áhuga-
fólks um spilafíkn vinni að
göfugum markmiðum af hug-
sjón og því beri að fagna.
„Saman ættum við að geta
þrýst harðar á að spilun á Ís-
landi verði gerð ábyrgari með
leiðum sem þegar hafa gefið
góða raun á öðrum Norður-
löndum. Hins vegar er allur
málflutningur þeirra um að
verið sé að fórna fólki með
spilafíkn fyrir skjólstæðinga
eigenda Íslandsspila ákaflega
ómaklegur. Slæmur fyrir
sjálfboðaliða samtakanna og
ÞÚSUNDIR
GLÍMA VIÐ
ALVARLEGAN
SPILAVANDA
Spilakassar er sú tegund fjár-
hættuspila sem flestir spilafíklar
ánetjast. Hvorki Rauði krossinn
né Slysavarnafélagið Landsbjörg
hyggjast hætta aðkomu sinni að
Íslandsspilum sem reka fjölda
spilakassa. Formaður SÁÁ telur
að rekstri spilakassa verði brátt
sjálfhætt því öll spilun sé á leið
á netið.
Hátt í 700 Íslendingar eru hugsanlega spilafíklar en tæplega sex þúsund glíma við verulegan spilavanda.
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is Þetta er mjög
mikilvæg fjár-
öflun fyrir félag-
ið.
10 FRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV