Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Síða 11
FRÁSÖGN SPILAFÍKILS „Mín saga er löng í þessu máli og ég hef reyndar upplifað mikla niðurlægingu af minni eigin hendi í sambandi við þetta,“ segir fer- tugur spilafíkill sem kýs að koma ekki fram undir nafni. Hann segist hafa barist við spilafíkn í áratugi. „Stundum skaust ég í hádegis- mat en kom til baka tveimur tímum seinna. Ég hafði ekkert borðað en var kannski búinn að eyða hálfum mánaðarlaununum í kassa. En þessi saga er dæmigerð fyrir alla sem eru í þessum litla hópi sem stendur undir öllu þessu batteríi,“ segir hann og vísar í rekstur spila- kassa á Íslandi. „Hörmungarnar mínar eru ekki svo miklar því ég þurfti ekki að fela þetta fyrir fjölskyldunni. Aftur á móti á ég sögu af stórum vinn- ingi og tryllingnum sem því fylgdi, stjórnlaus spilamennska og gegnd- arlaus kókaínneysla. Spilafíknin og kókaínið eru held ég að vinna á svipuðum slóðum í hausnum. En ég upplifði þá merkilegt móment þegar tveir lykilþættir í lífinu voru ekki lengur til staðar, það er tími og verðmæti. Það er ótrúlega góð til- finning og mikið frelsi. Fimm og tíu þúsund kallarnir urðu að leikpen- ingum og tími var ekki til. En svo fékk ég nóg af þessu og ætlaði að reyna að stoppa en fór þá að spila á netinu, nokkuð sem ég hafði aldr- ei viljað gera. En ég held að ég hafi tapað 8 milljónum að lágmarki á ca 4 mánuðum en mér var svo sem andskotans sama.“ Hann segir að í einni tilraun sinni til að losna undan spilafíkninni hafi hann ákveðið að fara eins langt frá kössunum og mögulegt var. „Það varð til þess að ég fór til útlanda. Ég gat ekki spilað á netinu þar því ég varð að vera með þarlenda kennitölu til þess sem er frekar auðvelt að fá en ég sleppti því til að búa ekki til freistingar.“ Eftir rúmt ár erlendis gafst hann upp á fjarlægðinni frá fólkinu sínu og kom aftur heim. „Ég verð að standa mig gagnvart þessu því þetta er mesta helvíti sem hægt er að lenda í. Þetta er algjört stjórn- leysi og hörmuleg fíkn. Þessir kassar eru niðurlægjandi fyrir þjóðina. Fjárhættuspil eru bönnuð á Íslandi en þá setja menn bara nýtt nafn á pakkann til að fara fram hjá lögunum og kalla þá söfnunar- kassa. Þvílík og önnur eins blekk- ing.“ Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að fjárhættuspil yrðu leyfð með einhverjum hætti ef kössunum væri lokað svarar hann: „Það á að loka þessum spilabúllum strax en opna spilavíti með stífum reglum og 23- 25 ára aldurstakmarki. Vítin eiga að vera rekin af ríkinu og það á að stíla upp á fjárhættuspila-ferða- mennsku með glæsihóteli og þess háttar. Að fá efnaða ferðamenn til landsins til að eyða peningum. Það er ekki hægt að banna fjárhættu- spilin til að losna við þetta, frekar en áfengi og eiturlyf. Þannig er hægt að fjármagna SÁÁ og fleiri sem njóta afraksturs kassanna í dag. En að sitja á þriðjudagsmorgni inni í einhverri spilabúllu, að svíkj- ast um í vinnunni, við hliðina á bótaþega eða heimilisföður sem fór með húsaleigupeningana til að græða á, en tapar því auðvitað, er ömurlegt. Það eru engar afsakanir fyrir þessum spilakössum, nánast á hverju götuhorni, staðir sem eru opnaðir snemma á morgnana til að „leyfa hinum venjulega Íslend- ingi sem er kannski að bíða eftir strætó, að skreppa inn og leika sér fyrir nokkur hundruð krónur og jafnvel græða stórfé” svo vitnað sé í einhvern stjórnanda spila- kassafyrirtækis sem var að reyna að búa til einhverja glansmynd af þessu í viðtali. Það þarf að sýna fáránleikann og losna við þetta þjóðarmein sem fyrst. En það er ekki hægt að útrýma þessu. Það á að koma þessu burt úr bænum, á einn stað þar sem þú þarft að gerast meðlimur og hvað eina eins og víðast ytra.“ MYND/ANTON BRINK enn verri fyrir skjólstæðinga þeirra. Ég veit ekki betur en að margir skjólstæðingar SÁÁ leiti þangað eftir aðstoð vegna fíknar í hluti sem lengi eða um alla tíð hafa verið bann- aðir. Það að banna spilakassa læknar ekki spilafíkn. Því miður.“ Tekjufall þegar kössunum var lokað Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir ekki standa til að hætt verði aðkomu að rekstri spilakassa. „Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir félagið og sést það vel á því að nú þegar spilakassar voru lokaðir í COVID-faraldr- inum með tilheyrandi tekju- falli hjá Íslandsspilum höfum við þurft að grípa til aðgerða meðal annars með fækkun stöðugilda og endurskipu- lagningu verkefna. Það er af- skaplega erfitt enda verkefn- in brýn. Það er ekki kappsmál í sjálfu sér fyrir Rauða kross- inn að starfrækja spilakassa en hefur verið mikilvæg fjár- öflun fyrir félagið og alveg ljóst að það þarf fjármagn til að halda úti starfsemi félags- ins,“ segir hún. Samdráttur í tekjum af spilakössum Kristín tekur fram að rekstur Íslandsspila byggi á gömlum grunni og Rauði krossinn hafi leitað ýmissa leiða til að styrkja aðra fjáröflun þar sem tekjur af Íslandsspilum hafi farið minnkandi með hverju árinu, til dæmis með Mannvinum Rauða krossins og mánaðarlegum styrktarað- ilum. „Ef fram fer sem horfir munu tekjur halda áfram að dragast saman, enda þeir sem taka þátt í spilunum margir hverjir farnir að spila á net- inu. Rauði krossinn og aðrir eigendur Íslandsspila hafa um árabil kallað eftir breytingu á lagaumhverfi happdrættis- markaðarins. Hugnast okkur best að fara svokallaða nor- rænu leið, þar sem eitt fyrir- tæki rekur spilakassa, lottó, getraunir og skafmiða. Með þessu móti er hægt að bjóða upp á skráningu þeirra sem spila og spilakort, hægt að setja þak á hversu mikið er hægt að spila. Það er vilji eig- enda Íslandsspila að þessi leið verði farin,“ segir Kristín. Aðspurður hvort SÁÁ ætli að draga sig út úr rekstri spilakassa segir Arnþór Jóns- son, formaður SÁÁ: „Það má reikna með því að rekstri spilakassa verði sjálfhætt áður en langt um líður. Happ- drætti, spilun og veðmála- starfsemi er öll á leið inn á netið.“ Happdrætti Háskóla Íslands og dómsmálaráðuneytið höfðu ekki svarað fyrirspurn DV þegar blaðið fór í prentun. n FRÉTTIR 11DV 5. JÚNÍ 2020 Að sitja á þriðjudagsmorgni inni í einhverri spilabúllu, að svíkjast um í vinnunni, við hliðina á bótaþega eða heimilis- föður sem fór með húsaleigu- peningana til að græða á, en tapar því auðvitað, er ömurlegt. MYND/GETTY Það að banna spilakassa læknar ekki spilafíkn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.