Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Page 26
26 FÓKUS 5. JÚNÍ 2020 DV
Þ etta er draumur sem varð að veruleika og ég bara stökk út í þetta. Ég
fattaði eiginlega bara eftir á að
ég væri búin að opna,“ segir
Sigrún Arna sem opnaði ný
verið gjafavöruverslunina og
ráðgjafarfyrirtækið Heima
decor í Vestmannaeyjum.
„Ég fann húsnæði, skoðaði
það og þetta var mjög fljótt
að gerast. Ég fann húsnæðið í
febrúar eða mars og við fórum
bara strax að vinna í því,“ seg
ir Sigrún.
Undirbúningur í
samkomubanni
Búðin var opnuð 15. maí eftir
miklar endurbætur. Húsnæðið
var illa farið og Sigrún tók allt
í gegn. Vinna og undirbún
ingur fyrir opnun fór fram
þegar heimsfaraldur vegna
COVID19 stóð sem hæst.
„Ég lét það ekki stoppa mig.
Heimsfaraldurinn mun taka
enda. Þetta er heldur ekki
lundabúð þar sem ferðamenn
eru markhópurinn. Markmiðið
er að veita Vestmannaeyingum
þjónustu,“ segir Sigrún Arna
spennt fyrir komandi tímum.
Karlarnir koma
með í búðina
Eina af ástæðunum fyrir því
að opna verslun segir Sigrún
vera að færa vinnuna út af
heimilinu.
„Áður hitti ég alltaf fólk úti
í bæ sem ég var að veita ráð
gjöf og vann svo heima. Ég
finn strax mikinn mun á því
að vera komin út af heimilinu.
Það er meira um það að fólk
komi og óski eftir ráðgjöf.
Konurnar koma núna með
mennina sína með sér niður
í búð. Áður hitti ég bara kon
urnar á kaffihúsi.
Svo verða líka allir þreyttir
á því að vinna heima. Maður
er bara að þrífa og setja í
þvottavél og gera eitthvað
annað en að vinna.“
Nýtt að fá
innanhússhönnuð
Í versluninni er boðið upp á
fjölbreytta gjafavöru og þjón
ustu. „Ég er með góðar sápur
og snyrtivörur, skartgripi og
alls konar fyrir heimilið. Við
erum í samstarfi við Sérefni,
Granítsteina og Lúmex.
Hægt er að skoða prufur hjá
mér og svo panta ég frá þeim
eftir þörfum. Ég er sem sagt
að selja salt og pipar, granít og
Opnaði verslun til að koma
vinnunni út af heimilinu
Sigrún Arna Gunnarsdóttir innanhússhönnuður opnaði nýverið verslun í Vestmannaeyj-
um sem fer blómlega af stað þrátt fyrir krepputal enda fara smekklegheit ekki úr tísku.
Sóley Guðmundsdóttir
soley@dv.is
málningu. Þetta er bara alls
konar,“ segir hún hlæjandi.
Sigrún telur þessa tegund af
þjónustu hafa vantað í Eyjum.
„Fólk er held ég að átta sig á
þjónustunni. Ég var með fleiri
kúnna í Reykjavík heldur en
hér í Eyjum. Að fá aðstoð frá
innanhússhönnuði er bara
frekar nýtt fyrir Eyjamönn
um,“ segir Sigrún en viðtökur
hafa verið góðar á þessum
stutta tíma.
„Við setjumst bara niður og
ræðum hvað kúnninn vill,“
segir Sigrún Arna um hlut
verk innanhússhönnuðar. „Ef
þig vantar nýtt eldhús þá get
ég fengið tilboð í allt. Lýsingu,
innréttingu, málningu, borð
plötu og bara hvað sem er. Þá
þarf kúnninn ekki að hringja
út um allt til að fá tilboðin,“
bætir hún við.
Sigrún hefur hannað mest
fyrir einstaklinga hingað til
en það breytist fljótlega. „Það
er eitt stórt og spennandi verk
efni fram undan hjá mér. Ég
er mjög spennt að segja frá
því, vonandi sem allra fyrst,“
segir Sigrún en hún þjónustar
fólk um allt land þó að hún sé í
Vestmannaeyjum.
Hægt er að fylgjast með
Sigrúnu á Instagramsvæðinu
„Heimadecor“ og á vefsíðunni
heimadecor.is. nEitt af verkefnum Sigrúnar í heimahúsi er þetta fallega og praktíska eldhús. MYNDIR/AÐSENDAR
Sigrún Arna hannaði verslunina, sem var fokheld. MYND/AÐSEND
Þetta er heldur ekki lunda-
búð þar sem ferðamenn eru
markhópurinn.