Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Síða 30
Guðmundur Franklín Jónsson lýsir venju­legum degi í lífi sínu: „Ég vakna alltaf á milli 02.30 og 03.30, sofna aftur í sirka tvo tíma og er kominn á lappir á milli 05.00 og 06.00. Tíminn snemma á morgnana nýtist mér best og hugurinn er skýr. Venjulega tek ég langan göngu­ túr á morgnana, eða fer í sund eða stunda líkamsrækt. Það fer eftir því hvar ég er staddur.“ Eftir góða byrjun á deginum sest Guðmundur Franklín við tölvu. „Tíminn fer mikið í að svara skilaboðum. En ég svara öllum skilaboðum strax og þoli ekki að sjá ósvöruð skilaboð í inn­ hólfinu, hvort sem það er tölvu­ póstur, messenger, SMS, Face­ book og svo framvegis. Ég er svo heppinn að hafa gott fólk með mér og í kringum mig. Stundum hreinlega finnst mér mér ofaukið og tek eins lítið pláss og hægt er,“ segir hann. „Ég horfi ekki á sjónvarp sjónvarps vegna og er sofnað­ ur klukkan átta, með iPadinn. Er þó alltaf í sambandi allan sólarhringinn, sem er dæmi­ gert líf hótelstjóra.“ Alæta á mat Guðmundur Franklín segist ekki fylgja sérstöku mataræði. „Ég er alæta á mat, fréttir, upplýsingar og nýjar hug­ myndir. Ég borða mest hollan mat og sem minnst unninn en lífrænan ef hægt er. Ég borða mikið af ávöxtum og græn­ meti. Ég elska öll ber og nota ber sem snakk,“ segir hann. „Ég borða oftast á hlaupum. En get þó sest niður og slakað á yfir góðum mat á góðri stund með góðu fólki, en félagsskap­ urinn verður að vera réttur. Ég er eins og ljónin, borða þegar ég er svangur.“ Elskar eldhús Guðmundur Franklín segist vera mikið í eldhúsinu. „Ég elska öll eldhús og þar líður mér best, ég er hræðileg­ ur þegar ég kem í heimsókn, því ég fer beint inn í eldhús og þarf að halda aftur af mér til að kíkja ekki í ísskápinn,“ segir hann. „Í hótelrekstri verða menn að geta eldað og hafa vit á mat. Ég get búið til dýrindismáltíð þegar ég set hjarta og ást í matargerðina.“ Uppáhaldsmáltíð Guðmund­ ar Franklíns er osso bucco, lambaskanki eða saltfiskur. „Þetta er hægt að kokka á hundrað vegu,“ segir hann. n New York ostakaka Botninn 85 g smjör, smá auka til að smyrja formið 140 g haframjöl 1 msk. sykur Hitaðu ofninn, með ofnplötunni, í 180 gráður. Settu bökunarpappír í form. Bræddu smjörið á pönnu. Hrærðu haframjöl- inu og sykrinum við. Helltu blönd- unni í formið og þrýstu henni niður. Bakaðu svo í tíu mínútur. Kældu. Fyllingin 900 g rjómaostur 250 g hrásykur 3 msk. hveiti 1 ½ tsk. vanilludropar Smátt rifinn sítrónubörkur, um 2 tsk., bara ysta lagið 1 ½ tsk. sítrónusafi 3 stór egg, plús ein eggjarauða 1 ½ dós sýrður rjómi Hækkaðu hitann á ofninum í 220 gráður. Þeyttu rjómaostinn á miðl- ungshraða með hrærara, þar til hann er silkimjúkur, í um tvær mínútur. Stilltu hrærivélina á lágan hraða, bættu svo hrásykrinum, hveitinu og smá salti saman við. Skafðu reglu- lega niður með hliðum skálarinnar. Skiptu út hræraranum fyrir þeytara. Bættu við vanilludropum, sítrónu- berki, sítrónusafa og eggjum. Hrærðu 1 ½ dós af sýrðum rjóma. Skildu rest eftir í kremið. Gættu þess að hræra ekki of mikið. Blandan ætti að vera létt og mjúk í sér. Smyrðu kökuformið með bræddu smjöri og klæddu með bökunarpapp- ír. Helltu fyllingunni í, taktu kögglana úr með hníf. Bakaðu í tíu mínútur. Lækkaðu hitann í 110 gráður og bakaðu í 45 mínútur í viðbót. Slökktu á ofninum og opnaðu ofnhurðina ef þú vilt hafa ostakökuna mjúka í miðj- unni, eða hafðu hurðina lokaða ef þú vilt hafa hana ögn þurrari. Leyfðu kökunni að kólna í tvo tíma. Kremið ½ dós sýrður rjómi 1 msk. hrásykur 2 tsk. sítrónusafi Blandaðu restinni af sýrða rjóm- anum við 1 msk. af hrásykri og 2 tsk. af sítrónusafa. Settu það yfir ostakökuna, alveg að brún. Settu álpappír yfir kökuna og kældu í alla- vega átta tíma, eða yfir nótt. Matseðill Guðmundar Franklíns Morgunmatur Kaffi, kaffi, kaffi... og eitthvað sætt. Hádegismatur Á hlaupum, oftast samloka. Kvöldmatur Það sem er á boðstólum. Ég er alæta og elska allan mat og alltaf tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt. Guðmundur Franklín Jónsson borðar yfirleitt á hlaupum en elskar að verja tíma í eldhúsinu. MYND/HILLI MYND/BBC GOOD FOOD Ég er eins og ljónin, borða þegar ég er svangur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Guðmundur Franklín, viðskipta- og hagfræðingur, gefur kost á sér í embætti forseta Íslands í kosning unum 27. júní. Hvað ætli maðurinn sem vill „berjast gegn spillingu“ borði ? 30 MATUR 5. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.