Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Side 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV Skilnaðir fræga fólksins á tímum kórónaveirunnar Fjöldi sérfræðinga hefur spáð aukinni skilnaðartíðni í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Hér gef- ur að líta þekkta Íslendinga sem skildu eða slitu ástarsamböndum á tímum kórónaveirunnar. Nú taka vafalaust við nýir og spenn- andi tímar hjá þessu efnilega og eftirsóknarverða fólki. BRÍET Ein efnilegasta söngkona landsins er á lausu. Bríet Ísis Elfar vakti fyrst athygli í Iceland Got Talent og var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverð- laununum árið 2019. Hún var um árabil í sambandi með Halldóri Karlssyni, sem hefur gert garðinn frægan í ýmsum íþróttum og líkamsrækt. KRISTÍN ÝR Fyrrverandi fréttakonan og almannatengillinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir er laus og liðug – bæði við COVID og karlmenn. Kristín fékk veiruna en er frísk og á lausu. Hún og alþingismaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé höfðu verið að rugla saman reytum. MANUELA OG JÓN DANSARI Athafnakonan og áhrifavaldurinn Manuela Ósk Harðardóttir og dansarinn Jón Eyþór Gottskálks- son hættu saman, eftir um hálfs árs samband. Þau kynntust eins og frægt er orðið í þáttunum Allir geta dansað á Stöð2. HANNA STÍNA INNANHÚSSARKITEKT Einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins, Hanna Stína Ólafsdóttir, er nýskilin og á lausu. Hanna Stína er mjög eftirsótt fyrir smekkvísi sína og einstakt auga fyrir fegurð og notagildi. Hún er vinsæl og vin- mörg, enda geislar af henni hvar sem hún fer. GURRÝ ÞJÁLFARI Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, er nýskilin að borði og sæng við eiginmann sinn til sautján ára. Gurrý er einn vinsælasti þjálfari landsins og var þjálfari í raunveruleikaþættinum Biggest Loser Ísland. BRYNJÓLFUR LÖVE OG KRISTÍN PÉTURS Áhrifavaldaparið Brynjólfur Löve Mogensen og Kristín Pétursdóttir hættu saman í vor. Þau voru eitthvert vinsælasta par Íslands og mjög dugleg að deila myndum og myndskeiðum hvort af öðru á sam- félagsmiðlum. Brynjólfur starfar sem markaðsstjóri KIWI og Kristín er leikkona. HÖGNI EGILS OG SNÆFRÍÐUR INGVARS Snæfríður Ingvarsdóttir, ein efnilegasta leikkona landsins, og hinn hæfi- leikaríki Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, hættu saman eftir sex ára samband. Snæfríður útskrifaðist úr leiklist frá Listaháskólanum vorið 2016 og hefur síðan slegið í gegn í hverju leikverkinu á fætur öðru og var tilnefnd til Eddunnar, strax ári eftir að hún útskrifaðist. ANNA LILJA OG GRÍMUR Athafnakonan Anna Lilja Johansen og Grímur Alfreð Garðarsson, einn eigandi Best Seller veldisins, fóru sitt í hvora áttina fyrir stuttu. Anna Lilja þykir ákaflega smekkleg og hefur komið að stofnun fatahönnunar- merkja á borð við Another Creation, en hún lauk nýverið mastersprófi í fjármálum. MYND/STEFÁN MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/EYÞÓR SKJÁSKOT/FACEBOOK SKJÁSKOT/YOUTUBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.