Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 23
IÞRÓTTABLAÐIÐ
13
Hér sýnir Alan Ford hið
fullJcomna samræmi í
handa- og fótatökum. -
HandatakiÖ byrjar þegar
handleggurinn er beint
fram af öxlinni. Og þeg-
ar hann síöan snertir
vatnsyfirboröið, byrjar á-
takið. Hann þrýstir hend-
inni, meö fingurna þétt
saman, beint niður og
aftur, þar til hún er
komin upp úr vatninu.
Vm leið og sparkaö er
með fótunum, skal þess
gcett, að þegar handlegg-
urinn er beint fram af
öxlinni, á ósamstæður
fótur aö vera í mestri
hæö.
Ein aðferð við sundnám, sem ég er mjög hlynntur, er
sú, að láta pening cða steinvölu detta í grynnri enda laug-
arinnar, teygja sig síðan niður og ná i hana, láta hana
syo detta i örlítið dýpra vatn og ná i hana aftur. Svo skaltu
halda þessu þannig áfram, þar til þér skilst, að eina leið-
in til þess að ná i völuna er að kafa undir yfirborðið. Þá
mun þér hafa lærzt að líkaminn hefir sterka tilhneigingu
til að fljóta, og munt þú þá fljótt yfirvinna óttann, en hann
er byrjandanum stærstur þrándur í götu.
Enn ert þú i grynnri enda laugarinnar og snýrð nú að
öðrum veggnum. Teygðu úr handleggjunum, andaðu djúpt
og lát þig falla hægt áfram. Mundu, að þér hefir áour
sannast flotmagn iíkamans, og þú munt þvi fljóta. Spark-
aðu aðeins örlítið með fótunum og fyrr en þig varir, ertu
farinn að synda.------Þegar þú sparkar með fótunum, þá
sveiflaðu þeim frá mjöðmunum, upp og niður; fætur frek-
ar stífir. Hafðu augun opin undir vatnsyfirborðinu, og þú
syndir eða flýtur. Það lijálpar þér einnig að vinna bug
á óttanum.
Er þú hefur numið frumatriði fótatakanna, er verkið
-aðeins liálfnað. Nú koma handatökin. Stattn i axladjúpu
vatni og æfðu vindmyllu-hreyfingu handatakanna. Teygðu
hendinna fram og þrýstn henni niður og aftur; handleggur-
inn örlítið heygður í olnbogalið. í lok sundtaksins ætt-
irðu að liafa þá tilfinningu, að þú sért að þrýsta aftur,
þegar hendin er tekin upp úr vatninu. Samt sem áður,
skyldi hin hendin hafa snert vatnsflötinn, þegar þessi er
tekin upp. Hendin á að vera flöt og' hein, og fingurnir
þétt saman. Að þessari æfingu lokinni, ferðu aftur í
grynnri enda laugarinnar. Dragðu andann djúpt og reyndu
nokkur sundtölc. Gleymdu ekki að sveifla fótunum rösk-
lega.
Rétt öndun er mjög mikilvæg.
Lögð skyldi mikil áherzla á rétta öndun. Vanir sund-
menn fara þar jafnvel stundum rangt að. Þeir anda að
sér í gegnum nefið, taka andköf og furða sig svo á, hvað
sé að. Allir sundmenn skyldu anda að sér i gegnum munn-
inn og frá sér í geg'num nefið. Útiindun fer fram, þegar
höfuðið er niðri í vatninu. Þegar annarri liendinni cr Jyft
út vatninu, er höfðinu snúið örlitið, aðeins svo að munn-
urinn kemur upp fij'rir vatnsyfirborðið. Höfðinu skal
snúið til þeirrar ldiðarinnar, sem hverjum einum er eig-
inlegast. Það má segja, að þú glefsir snögglega að þér loft-
ið, þegar höfðinu er snúið til liliðar. Síðan færir þú höf-
uðið til baka i rétta stöðu og andar frá þér, jafnt og hægt.
Ég býst ekki við, að sá, sem lærir sund á fullorðinsaldri
verði annar Alan Ford eða verði keppnisfær á Olympísku
leikjunum, en hann mun áreiðanlega liafa af þvi mikla á-
nægju alla tið, og ef hann, vegna sundgetu sinnar, bjargar
mannslífi, sínu eða einhvers annars, þá er það meira virði
en nokkur olympískur heiðurspeningur.
(Jónas Halldórsson þýddi úr sundhandbók bandaríska
íþróttasambandsins).
Ellí Björkstén
6. marz 1947 lézt að heimili sínu í útjaðri Helsinki
K. Elísabet Björkstén, 76 ára. Hún var hin siðari ár farin
að líkamlegum kröftum, en sálarþrek átti hún enn, svo
að liún fyigdist með málefnum fimleikanna og var sem
fyrr ómyrk i máli varðandi þær stefnur, sem á siðustu
árum hafa rutt sér til rúms innan kvenfimleikanna og
liún áleit að væru skaðlegar og færðu fimleikana og iðk-
endur þeirra á lægra menningarstig. Hún átti ennþá til
bjartsýni æskunnar og gat í viðræðum um kvenfimleikana
Jjómað eins og og goðinborin spásagnargyðja.
K. E. Björkstén var fædd 16. okt. 1870 i Finnlandi og
taldist til hinna sænSku íbúa þess Jands. Tvítug að aldri
lauk hún fimleikaprófi við fimleikaskóla Asps prófessors
í Helsinki og siðar fimleikakennara prófi frá Gymnastik
Central Istitutet i Stokkhólmi.
Til 1913 starfaði hún við sænskan skóla i Helsinki, en
réðst þá að íþróttadeild háskólans i Helsinki og var ]>ar
kennari til 1938. Auk þessa var hún oft aðalkennari við
námskeið kvenfimleikakennara í Finnlandi, Sviþjóð, Nor-
egi og Danmörku. Frá 1917—’33 var hún formaður sænska
kveníþróttasambands Finnlands og frá 1922 forseti hins
norræna kvenfimleikasambands.
Þekktust er Elli Björkstén fyrir endurbætur á kven-