Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 17
IÞRÓTTABLAÐIÐ 7 aftur á móti orsakaði það, aS leikur hans varS of „solokenndur“, og þar af leiSandi ekki eins sterkur í heild, sem hann annars hefSi getaS veriS. Albert hagnýtti sér hernámsárin. Eins og kunnugt er var öllum íþrótta- mönnum bannaS aS hafa hiS minnsta samneyti viS liiS erlenda setuliS, sem var hér meðan striðiS stóð yfir. Þessi ráðstöfun var þó eigi lengi í hávegum höfð, og þó sérstaklega kvað knatt- spyrnumenn snerti, og var það engin furða, þar sem Bretar áttu í hlut, og margar þeirra stóru „stjörnur“ voru liér í setuliðinu Albert Guðmundsson var einn þeirra knattspyrnumanna, er lagði allt kapp á að kynnast sem flestum af hinum ensku atvinnuinönnum, í þeirri von að geta lært sem mest af þeim. — Mér er það minnistætt, að einu sinni sagði Alli mér, að hann hefði elt hinn fræga miðframherja Westscott alla leiS upp i Borgarfjörð, til þess að ræða við hann um knattspyrnu og læra af honum. Urvalsleikirnir við setuliðið sönnuðu hina réttu getu Alberts. Það var fyrst sumarið 1945 að menn urðu að mestu leyti sammála um hina frábæru hæfileika Alberts sem knatt- spyrnumanns, því að með hinum glæsi- lega leik sínum i þeim tveimur úr- valsleikjuin, sem knattspyrnumenn úr Reykjavík léku þá um sumarið viS breska setuliðið, sýndi Albert ótvírætt, hvað í hann var spunnið. — Þá fyrst fer hinn „hárfíni“ áróður og öfund gégn honum að rýrna að mun. Það er fyrst og fremst stolt íslend- ingsins, sem vakti augu hinna efa- blöndnu á snilli Alberts GuSmundsson- ar. Og þegar hann hvað eftir annað skildi tvo og jirjá af hinum brezku „stjörnum" eftir á vellinum, gapandi af undrun yfir því hvernig í fjáranum þessi islenzki náúngi, færi eiginlega ao því að leika svo dásainlega á þá, og þá eigi síður er mörkin, sem Albert skoraði í leikjum þessum (sem voru fjögur af fimm er íslendingar settu)“ ringdu í neti Bretanna" •— þá þóttu hæfileikar hans fullkomlega sannaðir, og fáum, aS þeim einum undanteknum, sem vegna persónu- og félagsrígs, sjá aldrei nema eina liliS málanna, datt í Albert Guömundsson á „yngri árum“. hug að efast lengur um hina einstæðu knattspyrnuhæfileika hans. Albert fer til Englands Allt frá því að hinn góðkunni skozki þjálfari Murdo McDougall var hér á landi, hafði Albert verið í sambandi við hann, og það nánu, að þar mátti líkja við samband samrýmds föður og sonar. Albert var nú farinn að þrá aö kynnast knattspyrnunni mun betur, og þá sérstaklega að kynnast lienni og jafnvel leika hana í hennar uppruna- legu heimkynnum, Bretlandseyjum. Þessari þrá hefir Albert lýst í bréf- um sínum til Murdo, og jafnframt því að hann hefði í hyggju að koma til Bretlandseyja til náms. Murdo sýndi sinn föðurlega áhuga fyrir „uppáhald- inu sínu“ og síðari liluta ársins 1945 fór Albert til Glasgow. Hafði Albert fyrir tilstilli Murdo, verið skráður í verzlunarskóla þar í borginni. Eigi hafði Albert verið lengi í Glas- gow þegar Murdo kynnti hann á sínu „öðru heimili“ þar í borginni, Glasgow Rangers. Þessa kynningu má að mörgu leyti telja mjög örlagaríkt atriði í lifi knattspyrnumannsins Alberts Guðm., því að á henni hefði getað oltið um framtið hans. „Því það er sérstakt ef það tékur ekki mörg og ströng ár fyrir knattspyrnumenn að komást í fyrsta flokks atvinnulið á Bretlandseyjum“. En eftir þeim hlaðaummælum, um hinn fyrsta leik Alberts með Glasgow Rangers, má sjá að það voru ekki að- eins áhrif Murdo McDougall, sem urðu til þess, að Albert lék áfram með Glasgow Rangers. Þann 7. nóv. 1945, má sjá eftirfarandi klausu i Sunday Mail. Sagan um Albert GuSmundsson. „Þetta er sagan um Albert Gpðmunds- son, knattspyrnumann. „Stjörnunar“ frá íslandi, sem er jafnvígur á báða fætur, — og hvernig hann skrifaði undir samning við Rangers. Maður verður að fara eitt eða tvö ár til baka til Reykjavíkur, höfuðborgar íslands. Smávaxinn skozkur náungi, að nafni Murdo McDougall, hafði farið þangað sem þjálfari. Það var tvent í lífinu sem hann elskaði •— Knattspyrn- una og Rangers. Þegar Murdo sá Al- bert leika fyrir félagið Val þar í bæ, varð honum strax ljóst að þarna var á ferðinni, einn af hinum fæddu knatt- spyrnumönnum. Á þeirri stundu ákvað hann að stuðla að því að fá Albert til þess að koma til Skotlands. Eg var viðstaddur þegar Albert skrif- aði undir samning sem áhugamaður lijá Rangers knattspyrnufélaginu, en við hlið Alberts var Murdo McDougall, — og þið megiS trúa mér, að Albert Guð- mundsson, sem er hár og grannur, er stórkostlegur knattspyrnumaður. Hann lék móti Clyde á föstudaginn og þó að hann væri óvanur grasinu, þá brá fyrir glampa i leik hans sem sýndi „snillinginn“. Þegar ég horfði á hann, datt mér i hug Hansen, hinn heimsfrægi Dani. Albert er þó hærri, en minnir í leik á Danannn. Tvisvar sneri hann sér eins og brögðóttur refur út úr heilum hóp andstæðinga, og áhorfendur héldu áfram að spyrja hvorn annan: „Hver er hann þessi?“ „Þetta er þó leikmað- ur?“ löngu eftir að hann hafði látið knöttinn frá sér. — Þessi leikmaður var sannarlega athyglisverður, með tækni eins og hún var í gamla daga, sem því miður sést svo sjaldan núna.“ Albert lék með Glasgow Rangers, við hinn bezta orðstír, þar til sumarið 1946, og varð mjög þekktur um allt hiS knattspyrnuelskandi Skotland. Einn vinur minn, sem dvaldi þar í Edinborg þetta ár, sagði mér einu sinni i bréfi, að hann hefði drukkið margar ölkönnur, vegna þess að hann þekkti uppáhaldið þeirra „Albert Guð- mundsson.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.